Enski boltinn

Ancelotti sagður vilja Real-par

Sindri Sverrisson skrifar
Gareth Bale er sagður kunna afar vel við sig í Madrid.
Gareth Bale er sagður kunna afar vel við sig í Madrid. VÍSIR/GETTY

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, vill fá tvo fyrrverandi lærisveina sína frá Real Madrid að sögn spænska blaðsins Marca. Leikmenn sem Real vill losna við.

Þetta eru Walesverjinn Gareth Bale og Kólumbíumaðurinn James Rodriguez, sem verið hefur að láni hjá Bayern München.

Í frétt Marca segir að Everton ætli að berja sér leið inn í hóp bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar og að Ancelotti sjái komu Bale og Rodriguez sem gott skref í að brúa bilið. Leikmennirnir nutu sín hvað best undir stjórn Ancelottis á þeim tíma sem hann stýrði Real. Ancelotti reyndi einnig að fá Roriguez til Bayern þegar hann stýrði þýska liðinu.

Marca segir Ancelotti vel meðvitaðan um hversu erfitt gæti reynst að fá Bale til að yfirgefa Madrid þar sem að hann sé ánægður með lífið á Spáni og láti það ekki trufla sig að vera oft á bekknum hjá Real Madrid. Bale á tvö ár eftir af samningi sínum við spænska félagið en Rodriguez eitt.

Óljóst er hvenær opnað verður næst fyrir félagaskipti í fótboltanum vegna þeirrar óvissu sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað en nær algjört hlé er í evrópskum fótbolta.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.