Fótbolti

Flick stýrir Bayern til 2023

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bayern hefur unnið 18 af 21 leik undir stjórn Flick til þessa.
Bayern hefur unnið 18 af 21 leik undir stjórn Flick til þessa. Alexander Hassenstein/Bongarts/Getty Images

Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023.

Hinn 55 ára gamli Flick gekk til liðs við þýsku meistarana í sumar sem aðstoðarmaður Niko Kovac. Þegar Króatinn var látinn fara í nóvember síðastliðnum tók Flick sem stöðu aðalþjálfara liðsins á meðan ákveðið var hver tæki í kjölfarið við stjórnartaumunum.

Í desember var Flick svo ráðinn út tímabilið og nú hefur samningur hans verið framlengdur til þriggja ára. Gott gengi liðsins undir stjórn Flick sannfærði stjórn Bayern en undir hans stjórn hefur liðið unnið 18 af 21 leik sínum.

„Við erum mjög ánægðir með störf Hans Flick. Liðið hefur náð góðum árangri og spilar áferðafallegan fótbolta. Þá erum við eina liðið sem er enn í öllum þremur keppnum (Deild, bikar og Evrópukeppni),“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri félagsins.

Bayern eru ríkjandi Þýskalandsmeistarar og stefnir í að þeir verji titil sinn, hvenær svo sem deildin þar í landi fer aftur af stað. Þegar 25 umferðum er lokið er liðið með fjögurra stiga forystu á Borussia Dortmund. 

Bæjarar voru einnig komnir í undanúrslit þýska bikarsins. Þá var liðið í frábærum málum í Meistaradeild Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum en leikurinn fór fram á Brúnni, heimavelli Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×