Flick stýrir Bayern til 2023 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2020 17:15 Bayern hefur unnið 18 af 21 leik undir stjórn Flick til þessa. Alexander Hassenstein/Bongarts/Getty Images Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. Hinn 55 ára gamli Flick gekk til liðs við þýsku meistarana í sumar sem aðstoðarmaður Niko Kovac. Þegar Króatinn var látinn fara í nóvember síðastliðnum tók Flick sem stöðu aðalþjálfara liðsins á meðan ákveðið var hver tæki í kjölfarið við stjórnartaumunum. @OliverKahn: "It's important for #FCBayern to have a head coach that understands the club's philosophy. Hansi was a player and assistant coach here, now he's the gaffer - it's a good path to take."#MiaSanMia #Flick2023 pic.twitter.com/s9TvMllNZt— FC Bayern English (@FCBayernEN) April 3, 2020 Í desember var Flick svo ráðinn út tímabilið og nú hefur samningur hans verið framlengdur til þriggja ára. Gott gengi liðsins undir stjórn Flick sannfærði stjórn Bayern en undir hans stjórn hefur liðið unnið 18 af 21 leik sínum. „Við erum mjög ánægðir með störf Hans Flick. Liðið hefur náð góðum árangri og spilar áferðafallegan fótbolta. Þá erum við eina liðið sem er enn í öllum þremur keppnum (Deild, bikar og Evrópukeppni),“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri félagsins. Bayern eru ríkjandi Þýskalandsmeistarar og stefnir í að þeir verji titil sinn, hvenær svo sem deildin þar í landi fer aftur af stað. Þegar 25 umferðum er lokið er liðið með fjögurra stiga forystu á Borussia Dortmund. Bæjarar voru einnig komnir í undanúrslit þýska bikarsins. Þá var liðið í frábærum málum í Meistaradeild Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum en leikurinn fór fram á Brúnni, heimavelli Chelsea. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Hansi Flick hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska stórveldið Bayern Munchen. Gildir samningur hans nú til ársins 2023. Hinn 55 ára gamli Flick gekk til liðs við þýsku meistarana í sumar sem aðstoðarmaður Niko Kovac. Þegar Króatinn var látinn fara í nóvember síðastliðnum tók Flick sem stöðu aðalþjálfara liðsins á meðan ákveðið var hver tæki í kjölfarið við stjórnartaumunum. @OliverKahn: "It's important for #FCBayern to have a head coach that understands the club's philosophy. Hansi was a player and assistant coach here, now he's the gaffer - it's a good path to take."#MiaSanMia #Flick2023 pic.twitter.com/s9TvMllNZt— FC Bayern English (@FCBayernEN) April 3, 2020 Í desember var Flick svo ráðinn út tímabilið og nú hefur samningur hans verið framlengdur til þriggja ára. Gott gengi liðsins undir stjórn Flick sannfærði stjórn Bayern en undir hans stjórn hefur liðið unnið 18 af 21 leik sínum. „Við erum mjög ánægðir með störf Hans Flick. Liðið hefur náð góðum árangri og spilar áferðafallegan fótbolta. Þá erum við eina liðið sem er enn í öllum þremur keppnum (Deild, bikar og Evrópukeppni),“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdarstjóri félagsins. Bayern eru ríkjandi Þýskalandsmeistarar og stefnir í að þeir verji titil sinn, hvenær svo sem deildin þar í landi fer aftur af stað. Þegar 25 umferðum er lokið er liðið með fjögurra stiga forystu á Borussia Dortmund. Bæjarar voru einnig komnir í undanúrslit þýska bikarsins. Þá var liðið í frábærum málum í Meistaradeild Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum en leikurinn fór fram á Brúnni, heimavelli Chelsea.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira