Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2020 11:17 Ökumaðurinn sætir nú síbrotagæslu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum. Vísir/vilhelm Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum en fram kom í gær að lögregla veitti bílnum eftirför þegar áreksturinn varð. Í tilkynningu segir einnig að ökumaðurinn sæti nú síbrotagæslu. Þá hafi lögreglumennirnir sem eftirförina veittu „dregið verulega úr hraða“ lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð. Þrír voru í bílunum tveimur sem lentu í árekstrinum og voru þeir allir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi. Einn var í bílnum sem veitt var eftirför af lögreglu en tveir í hinum bílnum. Samkvæmt heimildum Vísis slasaðist annar þeirra sem var í hinum bílnum alvarlega í árekstrinum. Loka þurfti Sandgerðisvegi í nokkurra klukkutíma vegna slyssins en vitni sem Vísir hefur rætt við segja að hálka hafi verið á veginum og að ökumaður bílsins sem veitt var eftirför af lögreglu hafi ekið á miklum hraða. Tilkynning lögreglu á Suðurnesjum í heild: Vegna umferðarslyss sem varð á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn þykir lögreglustjóranum á Suðurnesjum rétt að eftirfarandi komi fram: Ökumaðurinn sem veitt var eftirför ók stolinni bifreið. Hann var jafnframt grunaður um fíkniefnaakstur og leiddu sýnatökur í ljós að sú var raunin. Þá ók hann sviptur ökuréttindum og gerðist einnig sekur um hraðakstur. Hann sætir nú síbrotagæslu. Lögreglumennirnir sem eftirförina veittu höfðu dregið verulega úr hraða lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð. Lögreglumál Samgönguslys Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Hátt á annan tug alvarlegra umferðarslysa það sem af er ári Á annan tug alvarlegra umferðarslysa hafa orðið frá upphafi árs 2020. Aðeins nítján dagar eru liðnir af árinu. Alvarleg umferðarslys hafa komið upp og mörg þeirra hafa verið fjölmenn. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er ári. 19. janúar 2020 11:38 Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47 Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum en fram kom í gær að lögregla veitti bílnum eftirför þegar áreksturinn varð. Í tilkynningu segir einnig að ökumaðurinn sæti nú síbrotagæslu. Þá hafi lögreglumennirnir sem eftirförina veittu „dregið verulega úr hraða“ lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð. Þrír voru í bílunum tveimur sem lentu í árekstrinum og voru þeir allir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi. Einn var í bílnum sem veitt var eftirför af lögreglu en tveir í hinum bílnum. Samkvæmt heimildum Vísis slasaðist annar þeirra sem var í hinum bílnum alvarlega í árekstrinum. Loka þurfti Sandgerðisvegi í nokkurra klukkutíma vegna slyssins en vitni sem Vísir hefur rætt við segja að hálka hafi verið á veginum og að ökumaður bílsins sem veitt var eftirför af lögreglu hafi ekið á miklum hraða. Tilkynning lögreglu á Suðurnesjum í heild: Vegna umferðarslyss sem varð á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn þykir lögreglustjóranum á Suðurnesjum rétt að eftirfarandi komi fram: Ökumaðurinn sem veitt var eftirför ók stolinni bifreið. Hann var jafnframt grunaður um fíkniefnaakstur og leiddu sýnatökur í ljós að sú var raunin. Þá ók hann sviptur ökuréttindum og gerðist einnig sekur um hraðakstur. Hann sætir nú síbrotagæslu. Lögreglumennirnir sem eftirförina veittu höfðu dregið verulega úr hraða lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð.
Lögreglumál Samgönguslys Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Hátt á annan tug alvarlegra umferðarslysa það sem af er ári Á annan tug alvarlegra umferðarslysa hafa orðið frá upphafi árs 2020. Aðeins nítján dagar eru liðnir af árinu. Alvarleg umferðarslys hafa komið upp og mörg þeirra hafa verið fjölmenn. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er ári. 19. janúar 2020 11:38 Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47 Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Hátt á annan tug alvarlegra umferðarslysa það sem af er ári Á annan tug alvarlegra umferðarslysa hafa orðið frá upphafi árs 2020. Aðeins nítján dagar eru liðnir af árinu. Alvarleg umferðarslys hafa komið upp og mörg þeirra hafa verið fjölmenn. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er ári. 19. janúar 2020 11:38
Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47
Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03