Innlent

Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.
Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Vísir/Vilhelm

Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum varð harður árekstur tveggja bíla sem komu úr gagnstæðri átt.

Tveir voru í öðrum bílnum og einn í hinum og voru allir þrír sendir með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan hinna slösuðu. Að sögn lögreglu verður vegurinn lokaður í hálftíma til eina klukkustund í viðbót á meðan vinna stendur yfir á vettvangi. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar tildrög slyssins.

Uppfært klukkan 17.45:

Búið er að opna fyrir umferð um Sandgerðisveg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×