Innlent

Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.
Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Vísir/Vilhelm

Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum varð harður árekstur tveggja bíla sem komu úr gagnstæðri átt.

Tveir voru í öðrum bílnum og einn í hinum og voru allir þrír sendir með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan hinna slösuðu. Að sögn lögreglu verður vegurinn lokaður í hálftíma til eina klukkustund í viðbót á meðan vinna stendur yfir á vettvangi. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar tildrög slyssins.

Uppfært klukkan 17.45:

Búið er að opna fyrir umferð um Sandgerðisveg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.