Innlent

Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sú sem ekið var á fann til eymsla.
Sú sem ekið var á fann til eymsla. vísir/vilhelm

Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. Víkurfréttir greindu fyrst frá en Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta í samtali við Vísi.Þrír voru í bílunum tveimur sem lentu í árekstrinum og voru þeir allir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi. Einn var í bílnum sem veitt var eftirför af lögreglu en tveir í hinum bílnum. Samkvæmt heimildum Vísis er annar þeirra sem var í hinum bílnum alvarlega slasaður.Loka þurfti Sandgerðisvegi í nokkurra klukkutíma vegna slyssins en vitni sem Vísir hefur rætt við segja að hálka hafi verið á veginum og að ökumaður bílsins sem veitt var eftirför af lögreglu hafi ekið á miklum hraða.Ólafur Helgi segir í samtali við fréttastofu að málið verði tekið til ítarlegrar skoðunar.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.