Innlent

Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sú sem ekið var á fann til eymsla.
Sú sem ekið var á fann til eymsla. vísir/vilhelm

Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. Víkurfréttir greindu fyrst frá en Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Þrír voru í bílunum tveimur sem lentu í árekstrinum og voru þeir allir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi. Einn var í bílnum sem veitt var eftirför af lögreglu en tveir í hinum bílnum. 

Samkvæmt heimildum Vísis er annar þeirra sem var í hinum bílnum alvarlega slasaður.

Loka þurfti Sandgerðisvegi í nokkurra klukkutíma vegna slyssins en vitni sem Vísir hefur rætt við segja að hálka hafi verið á veginum og að ökumaður bílsins sem veitt var eftirför af lögreglu hafi ekið á miklum hraða.

Ólafur Helgi segir í samtali við fréttastofu að málið verði tekið til ítarlegrar skoðunar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.