Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2020 23:35 Réttarhöld þingsins yfir forsetanum hefjast á morgun. Vísir/Getty Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. Í útdrætti sem teymið skilaði af sér nú á mánudag voru málaferlin á hendur forsetanum kölluð „hættuleg skrumskæling“ á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Á sama tíma hafa lögmenn á vegum þeirra þingmanna sem lagt hafa fram þingsákæruna á hendur Trump sakað forsetann um aðild að athæfi er tengdist spillingu og hefði þann tilgang að „svindla“ í næstu kosningum til forseta Bandaríkjanna. Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Trump hefjast á morgun, klukkan 13 að staðartíma í Washington-borg, eða klukkan 18 á Íslandi. Trump er gefið að sök að hafa misnotað það vald sem hann hefur í krafti embættis síns með því að biðja úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka Demókratann Joe Biden, en hann er meðal þeirra sem þykja sigurstranglegust í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Eins er Trump gefið að sök að hafa reynt að hindra Bandaríkjaþing í að rannsaka þær ásakanir á hendur honum. Verði Trump sakfelldur í öldungadeild þingsins yrði honum í kjölfarið vikið úr embætti forseta, en til þess þarf 67 atkvæði af 100 mögulegum. Repúblikanaflokkurinn, flokkur forsetans, er þó með 53 þingmenn í deildinni, og því telja stjórnspekingar ólíklegt að forsetinn verði sakfelldur. Í útdrætti lögfræðiteymis forsetans, sem telur 171 blaðsíðu, eru málaferlin kölluð „hégómleg og hættuleg“ auk þess sem því er haldið fram að það athæfi sem forsetinn er sakaður um sé ekki glæpsamlegt. „Demókratar í fulltrúadeild þingsins ákváðu að setja fram tvær klaufalegar ákærur á hendur forsetanum sem saka hann hvorki um glæpi né önnur lögbrot á nokkurn hátt,“ segir meðal annars í útdrættinum. „Þær [ákærurnar] nálgast ekki á nokkurn hátt þann stjórnarskrárlega þröskuld sem til staðar er til þess að víkja forsetanum úr embætti.“ Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. Í útdrætti sem teymið skilaði af sér nú á mánudag voru málaferlin á hendur forsetanum kölluð „hættuleg skrumskæling“ á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Á sama tíma hafa lögmenn á vegum þeirra þingmanna sem lagt hafa fram þingsákæruna á hendur Trump sakað forsetann um aðild að athæfi er tengdist spillingu og hefði þann tilgang að „svindla“ í næstu kosningum til forseta Bandaríkjanna. Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Trump hefjast á morgun, klukkan 13 að staðartíma í Washington-borg, eða klukkan 18 á Íslandi. Trump er gefið að sök að hafa misnotað það vald sem hann hefur í krafti embættis síns með því að biðja úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka Demókratann Joe Biden, en hann er meðal þeirra sem þykja sigurstranglegust í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Eins er Trump gefið að sök að hafa reynt að hindra Bandaríkjaþing í að rannsaka þær ásakanir á hendur honum. Verði Trump sakfelldur í öldungadeild þingsins yrði honum í kjölfarið vikið úr embætti forseta, en til þess þarf 67 atkvæði af 100 mögulegum. Repúblikanaflokkurinn, flokkur forsetans, er þó með 53 þingmenn í deildinni, og því telja stjórnspekingar ólíklegt að forsetinn verði sakfelldur. Í útdrætti lögfræðiteymis forsetans, sem telur 171 blaðsíðu, eru málaferlin kölluð „hégómleg og hættuleg“ auk þess sem því er haldið fram að það athæfi sem forsetinn er sakaður um sé ekki glæpsamlegt. „Demókratar í fulltrúadeild þingsins ákváðu að setja fram tvær klaufalegar ákærur á hendur forsetanum sem saka hann hvorki um glæpi né önnur lögbrot á nokkurn hátt,“ segir meðal annars í útdrættinum. „Þær [ákærurnar] nálgast ekki á nokkurn hátt þann stjórnarskrárlega þröskuld sem til staðar er til þess að víkja forsetanum úr embætti.“
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira