Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2020 23:35 Réttarhöld þingsins yfir forsetanum hefjast á morgun. Vísir/Getty Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. Í útdrætti sem teymið skilaði af sér nú á mánudag voru málaferlin á hendur forsetanum kölluð „hættuleg skrumskæling“ á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Á sama tíma hafa lögmenn á vegum þeirra þingmanna sem lagt hafa fram þingsákæruna á hendur Trump sakað forsetann um aðild að athæfi er tengdist spillingu og hefði þann tilgang að „svindla“ í næstu kosningum til forseta Bandaríkjanna. Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Trump hefjast á morgun, klukkan 13 að staðartíma í Washington-borg, eða klukkan 18 á Íslandi. Trump er gefið að sök að hafa misnotað það vald sem hann hefur í krafti embættis síns með því að biðja úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka Demókratann Joe Biden, en hann er meðal þeirra sem þykja sigurstranglegust í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Eins er Trump gefið að sök að hafa reynt að hindra Bandaríkjaþing í að rannsaka þær ásakanir á hendur honum. Verði Trump sakfelldur í öldungadeild þingsins yrði honum í kjölfarið vikið úr embætti forseta, en til þess þarf 67 atkvæði af 100 mögulegum. Repúblikanaflokkurinn, flokkur forsetans, er þó með 53 þingmenn í deildinni, og því telja stjórnspekingar ólíklegt að forsetinn verði sakfelldur. Í útdrætti lögfræðiteymis forsetans, sem telur 171 blaðsíðu, eru málaferlin kölluð „hégómleg og hættuleg“ auk þess sem því er haldið fram að það athæfi sem forsetinn er sakaður um sé ekki glæpsamlegt. „Demókratar í fulltrúadeild þingsins ákváðu að setja fram tvær klaufalegar ákærur á hendur forsetanum sem saka hann hvorki um glæpi né önnur lögbrot á nokkurn hátt,“ segir meðal annars í útdrættinum. „Þær [ákærurnar] nálgast ekki á nokkurn hátt þann stjórnarskrárlega þröskuld sem til staðar er til þess að víkja forsetanum úr embætti.“ Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. Í útdrætti sem teymið skilaði af sér nú á mánudag voru málaferlin á hendur forsetanum kölluð „hættuleg skrumskæling“ á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Á sama tíma hafa lögmenn á vegum þeirra þingmanna sem lagt hafa fram þingsákæruna á hendur Trump sakað forsetann um aðild að athæfi er tengdist spillingu og hefði þann tilgang að „svindla“ í næstu kosningum til forseta Bandaríkjanna. Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Trump hefjast á morgun, klukkan 13 að staðartíma í Washington-borg, eða klukkan 18 á Íslandi. Trump er gefið að sök að hafa misnotað það vald sem hann hefur í krafti embættis síns með því að biðja úkraínsk stjórnvöld um að rannsaka Demókratann Joe Biden, en hann er meðal þeirra sem þykja sigurstranglegust í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Eins er Trump gefið að sök að hafa reynt að hindra Bandaríkjaþing í að rannsaka þær ásakanir á hendur honum. Verði Trump sakfelldur í öldungadeild þingsins yrði honum í kjölfarið vikið úr embætti forseta, en til þess þarf 67 atkvæði af 100 mögulegum. Repúblikanaflokkurinn, flokkur forsetans, er þó með 53 þingmenn í deildinni, og því telja stjórnspekingar ólíklegt að forsetinn verði sakfelldur. Í útdrætti lögfræðiteymis forsetans, sem telur 171 blaðsíðu, eru málaferlin kölluð „hégómleg og hættuleg“ auk þess sem því er haldið fram að það athæfi sem forsetinn er sakaður um sé ekki glæpsamlegt. „Demókratar í fulltrúadeild þingsins ákváðu að setja fram tvær klaufalegar ákærur á hendur forsetanum sem saka hann hvorki um glæpi né önnur lögbrot á nokkurn hátt,“ segir meðal annars í útdrættinum. „Þær [ákærurnar] nálgast ekki á nokkurn hátt þann stjórnarskrárlega þröskuld sem til staðar er til þess að víkja forsetanum úr embætti.“
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira