Sakar Ísraela um þjóðernishreinsanir 28. september 2012 01:00 Mahmoud Abbas Forseti Palestínustjórnar segir árásir hryðjuverkasveita ísraelskra landtökumanna orðnar daglegt brauð.nordicphotos/AFP Þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stigu báðir í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Abbas ítrekaði ósk Palestínumanna um að sjálfstætt ríki þeirra yrði að veruleika. Fyrir ári fór hann fram á það á þessum sama vettvangi að Sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu sjálfstæði Palestínuríkis. Í ræðu sinni í gær sagði hann Palestínumenn eiga í viðræðum við ýmis ríki og stofnanir um að sú viðurkenning verði að veruleika á þessu þingi. Hann sakaði Ísraela um að stunda þjóðernishreinsanir með því að eyðileggja heimili Palestínumanna, sem landtökumenn hefðu lagt undir sig. „Undanfarna mánuði hafa árásir hryðjuverkasveita ísraelskra landtökumanna orðið daglegt brauð," sagði Abbas og nefndi að 535 slíkar árásir hefðu verið gerðar á þessu ári. „Þjóðin okkar er orðin að stöðugu skotmarki fyrir mannvíg og misþyrmingar með fullri hlutdeild hernámsliðsins og Ísraelsstjórnar." Benjamín Netanjahú varði hins vegar drjúgum hluta ræðu sinnar í að vara við þeirri hættu, sem hann telur heimsbyggðinni allri og Ísrael sérstaklega stafa af írönskum stjórnvöldum og kjarnorkuáformum þeirra. Nú séu síðustu forvöð að koma í veg fyrir að Íranar komi sér upp kjarnorkuvopnum. Stuttu áður en Netanjahú hóf ræðu sína birtust hins vegar upplýsingar úr nýrri skýrslu ísraelska utanríkisráðuneytisins, sem lekið hafði verið til fjölmiðla. Þar kemur fram að alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran séu farnar að bera árangur, og því sé ef til vill skynsamlegra að herða refsiaðgerðirnar frekar en að beita hervaldi. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hófst í byrjun vikunnar og hafa þjóðarleiðtogarnir hver á fætur öðrum stigið þar í ræðustól. Í gær tók meðal annars til máls Sein Thein, forseti herforingjastjórnarinnar í Búrma, og notaði hann þar tækifærið til að hrósa Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fyrir lýðræðisbaráttu hennar. Suu Kyi, sem einnig er stödd í New York þessa dagana, segir hins vegar að Búrma þurfi nú á því að halda að réttarríki verði endurreist í landinu, að öðrum kosti verði raunverulegt lýðræði þar ekki að veruleika. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stigu báðir í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Abbas ítrekaði ósk Palestínumanna um að sjálfstætt ríki þeirra yrði að veruleika. Fyrir ári fór hann fram á það á þessum sama vettvangi að Sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu sjálfstæði Palestínuríkis. Í ræðu sinni í gær sagði hann Palestínumenn eiga í viðræðum við ýmis ríki og stofnanir um að sú viðurkenning verði að veruleika á þessu þingi. Hann sakaði Ísraela um að stunda þjóðernishreinsanir með því að eyðileggja heimili Palestínumanna, sem landtökumenn hefðu lagt undir sig. „Undanfarna mánuði hafa árásir hryðjuverkasveita ísraelskra landtökumanna orðið daglegt brauð," sagði Abbas og nefndi að 535 slíkar árásir hefðu verið gerðar á þessu ári. „Þjóðin okkar er orðin að stöðugu skotmarki fyrir mannvíg og misþyrmingar með fullri hlutdeild hernámsliðsins og Ísraelsstjórnar." Benjamín Netanjahú varði hins vegar drjúgum hluta ræðu sinnar í að vara við þeirri hættu, sem hann telur heimsbyggðinni allri og Ísrael sérstaklega stafa af írönskum stjórnvöldum og kjarnorkuáformum þeirra. Nú séu síðustu forvöð að koma í veg fyrir að Íranar komi sér upp kjarnorkuvopnum. Stuttu áður en Netanjahú hóf ræðu sína birtust hins vegar upplýsingar úr nýrri skýrslu ísraelska utanríkisráðuneytisins, sem lekið hafði verið til fjölmiðla. Þar kemur fram að alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Íran séu farnar að bera árangur, og því sé ef til vill skynsamlegra að herða refsiaðgerðirnar frekar en að beita hervaldi. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hófst í byrjun vikunnar og hafa þjóðarleiðtogarnir hver á fætur öðrum stigið þar í ræðustól. Í gær tók meðal annars til máls Sein Thein, forseti herforingjastjórnarinnar í Búrma, og notaði hann þar tækifærið til að hrósa Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fyrir lýðræðisbaráttu hennar. Suu Kyi, sem einnig er stödd í New York þessa dagana, segir hins vegar að Búrma þurfi nú á því að halda að réttarríki verði endurreist í landinu, að öðrum kosti verði raunverulegt lýðræði þar ekki að veruleika. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira