Erlent

Mesti fjöldi látinna á einum degi til þessa í Brasilíu

Atli Ísleifsson skrifar
Forsetinn Jair Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr vandamálinu og gagnrýnt fjarlægðartakmörk sem ríkisstjórar landsins hafa sett.
Forsetinn Jair Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr vandamálinu og gagnrýnt fjarlægðartakmörk sem ríkisstjórar landsins hafa sett. Getty

881 lét lífið af völdum Covid-19 í Brasilíu í gær og er það mesti fjöldi á einum degi í landinu frá upphafi faraldursins.

Brasilía er nú í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem flestir hafa látið lífið af völdum veirunnar en óttast er að tala látinna sé þó mun hærri þar og hafa yfirvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir lausatök sín í málinu.

Forsetinn Jair Bolsonaro hefur til að mynda ítrekað gert lítið úr vandamálinu og gagnrýnt fjarlægðartakmörk sem ríkisstjórar landsins hafa sett.

Í gær gaf hann síðan út tilskipun þar sem segir að snyrtistofur, rakarastofur og líkamsræktarstöðvar féllu undir nauðsynlega starfsemi og ættu því að vera opnar.

Margir ríkisstjórar landsins ætla að hundsa tilskipunina, að því er fram kemur í umfjöllun í Guardian.


Tengdar fréttir

Ástandið fer versnandi í Brasilíu

Ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar virðist fara versnandi í Brasilíu og er útlit fyrir að smitum fari hratt fjölgandi þar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×