Klopp: Afríkumótið í janúar er katastrófa Anton Ingi Leifsson skrifar 18. janúar 2020 10:30 Jurgen Klopp, stjóri Liverpool. vísir/getty Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er allt annað en sáttur með að búið sé að færa Afríkumótið árið 2021 fram til janúar. Mótið var haldið í júní og júlí á þessu ári en næsta mót verður haldið frá 9. janúar til 6. febrúar vegna veðurskilyrða í Kamerún þar sem mótið fer næst fram. Afrískir leikmenn Liverpool gætu því misst af mánuði af enska boltanum. Klopp var spurður út í þetta á blaðamannafundi Liverpool í gær. „Viljiði í alvörunni að ég opni þessa bók? Ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir Afríkukeppninni. Ég hef horft á þetta oft og undir mismunandi kringumstæðum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi gærdagsins. „Auðvitað er það vandamál að spila á miðju tímabili. Þetta er um vetur hjá þeim og ég skil það. Þetta hjálpar ekki afrísku leikmönnunum.“ „Við erum ekki að fara selja Mane, Salah eða Keita því þeir eru að fara spila í janúar, auðvitað ekki, en ef þú ert að hugsa um að kaupa leikmann þarftu að hugsa út í það að hann spili ekki í janúar. Við verðum að hugsa út í það.“ Liverpool will potentially be without Mohamed Salah , Sadio Mane and Naby Keita between January 9th to February 6th 2021!— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 17, 2020 „FIFA, sem ætti að stíga inn í, virðist ekki fá að vera með í ákvörðunum. Þetta er skrýtin staða. Ef við viljum færri leiki munu þeir segja minni peningur. Ég myndi segja já við því. Ég er tilbúinn í það.“ „Þessi mót eru spilað af leikmönnunum og þeir fá enga hvíld. Ég finn til með Harry Kane sem missir liklega af EM útaf hann spilaði svo marga leiki. Þetta er ekki auðvelt og enginn hugsar um velferð leikmannanna. Yfirvöld þurfa að komast að niðurstöðu í þessu.“ „Enginn talar við hvorn annan. Þeir taka bara sína ákvörðun. Allir hafa einhverja ákvörðun við að setja nýja keppni á laggirnar og halda sinni keppni úti. Þetta er vandamálið. Fyrir okkur er þetta katastrófa,“ sagði brúnaþungur Klopp. Liverpool mætir Manchester United í stórleik helgarinnar á morgun í enska boltanum. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er allt annað en sáttur með að búið sé að færa Afríkumótið árið 2021 fram til janúar. Mótið var haldið í júní og júlí á þessu ári en næsta mót verður haldið frá 9. janúar til 6. febrúar vegna veðurskilyrða í Kamerún þar sem mótið fer næst fram. Afrískir leikmenn Liverpool gætu því misst af mánuði af enska boltanum. Klopp var spurður út í þetta á blaðamannafundi Liverpool í gær. „Viljiði í alvörunni að ég opni þessa bók? Ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir Afríkukeppninni. Ég hef horft á þetta oft og undir mismunandi kringumstæðum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi gærdagsins. „Auðvitað er það vandamál að spila á miðju tímabili. Þetta er um vetur hjá þeim og ég skil það. Þetta hjálpar ekki afrísku leikmönnunum.“ „Við erum ekki að fara selja Mane, Salah eða Keita því þeir eru að fara spila í janúar, auðvitað ekki, en ef þú ert að hugsa um að kaupa leikmann þarftu að hugsa út í það að hann spili ekki í janúar. Við verðum að hugsa út í það.“ Liverpool will potentially be without Mohamed Salah , Sadio Mane and Naby Keita between January 9th to February 6th 2021!— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 17, 2020 „FIFA, sem ætti að stíga inn í, virðist ekki fá að vera með í ákvörðunum. Þetta er skrýtin staða. Ef við viljum færri leiki munu þeir segja minni peningur. Ég myndi segja já við því. Ég er tilbúinn í það.“ „Þessi mót eru spilað af leikmönnunum og þeir fá enga hvíld. Ég finn til með Harry Kane sem missir liklega af EM útaf hann spilaði svo marga leiki. Þetta er ekki auðvelt og enginn hugsar um velferð leikmannanna. Yfirvöld þurfa að komast að niðurstöðu í þessu.“ „Enginn talar við hvorn annan. Þeir taka bara sína ákvörðun. Allir hafa einhverja ákvörðun við að setja nýja keppni á laggirnar og halda sinni keppni úti. Þetta er vandamálið. Fyrir okkur er þetta katastrófa,“ sagði brúnaþungur Klopp. Liverpool mætir Manchester United í stórleik helgarinnar á morgun í enska boltanum.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira