Kórónaveiran ógnar sumarferð Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 20:45 Marcus Rashford og félagar í Manchester United vita ekki hvert þeir fara í æfingaferð næsta sumar. Getty/Simon Stacpoole Æfingaferð Manchester United í sumar er í uppnámi vegna útbreiðslu Kórónaveirunnar í Kína en United ætlaði að fara í Asíuferð á undirbúningstímabilinu í ár. Viðræður um æfingaferðina voru komnar af stað en Manchester United hefur nú gert hlé á þeim samkvæmt frétt hjá ESPN. Útbreiðsla Kórónaveirunnar er þar aðalástæðan en yfir þúsund manns hafa látist af hennar völdum í Kína. Forsvarsmenn heilbrigðismála í Kína hefur gengið illa að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar og allur heimurinn er á varðbergi á meðan Kórónaveiran er á ferðinni. Manchester United ætlaði sér að koma við í borgunum Peking, Shanghæ og Shenyang en í þeim öllum er félagið að opna skemmtimiðstöðvar sem munu snúast um Manchester United. Allar eiga þær að opna fyrir árslok. Man #United preseason plans affected by coronavirus - sources - ESPN#ManUtd#Premier_Leaguehttps://t.co/44Sue25Ozn— 90 Minutes Football News (@footy90com) February 10, 2020 Félagið hafði ekki gengið frá neinu í þessum viðræðum en vitað var af áhuga United á að spila þessa æfingaleiki í Asíu og Indlandi í júlímánuði áður en enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik 8. ágúst. Manchester United fór til Singapúr og Shanghæ síðasta sumar og fór líka í tveggja leikja ferð til Kína árið 2016. Manchester United er eins og fleiri stór evrópsk félög að reyna að sækja inn á markaðina í Asíu. Félagið bauð þannig í áhorfendapartý í Shenzhen í janúar þar sem stuðningsmenn United á svæðinu komu saman til að horfa á 4-0 sigur liðsins á Norwich. Partýið var haldið undir merkjum „I Love United“ herferðarinnar eða „Ég elska United“ upp á íslensku. Manchester United ætlar nú að bíða og sjá til áður ákveðið verður hvert United liðið fer í sumar. United hefur farið til Bandaríkjanna á fjórum af síðustu sex sumrum og það verður líklegri áfangastaður með hverjum degi sem tekst ekki að hemja útbreiðslu Kórónaveirunnar. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira
Æfingaferð Manchester United í sumar er í uppnámi vegna útbreiðslu Kórónaveirunnar í Kína en United ætlaði að fara í Asíuferð á undirbúningstímabilinu í ár. Viðræður um æfingaferðina voru komnar af stað en Manchester United hefur nú gert hlé á þeim samkvæmt frétt hjá ESPN. Útbreiðsla Kórónaveirunnar er þar aðalástæðan en yfir þúsund manns hafa látist af hennar völdum í Kína. Forsvarsmenn heilbrigðismála í Kína hefur gengið illa að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar og allur heimurinn er á varðbergi á meðan Kórónaveiran er á ferðinni. Manchester United ætlaði sér að koma við í borgunum Peking, Shanghæ og Shenyang en í þeim öllum er félagið að opna skemmtimiðstöðvar sem munu snúast um Manchester United. Allar eiga þær að opna fyrir árslok. Man #United preseason plans affected by coronavirus - sources - ESPN#ManUtd#Premier_Leaguehttps://t.co/44Sue25Ozn— 90 Minutes Football News (@footy90com) February 10, 2020 Félagið hafði ekki gengið frá neinu í þessum viðræðum en vitað var af áhuga United á að spila þessa æfingaleiki í Asíu og Indlandi í júlímánuði áður en enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik 8. ágúst. Manchester United fór til Singapúr og Shanghæ síðasta sumar og fór líka í tveggja leikja ferð til Kína árið 2016. Manchester United er eins og fleiri stór evrópsk félög að reyna að sækja inn á markaðina í Asíu. Félagið bauð þannig í áhorfendapartý í Shenzhen í janúar þar sem stuðningsmenn United á svæðinu komu saman til að horfa á 4-0 sigur liðsins á Norwich. Partýið var haldið undir merkjum „I Love United“ herferðarinnar eða „Ég elska United“ upp á íslensku. Manchester United ætlar nú að bíða og sjá til áður ákveðið verður hvert United liðið fer í sumar. United hefur farið til Bandaríkjanna á fjórum af síðustu sex sumrum og það verður líklegri áfangastaður með hverjum degi sem tekst ekki að hemja útbreiðslu Kórónaveirunnar.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira