Gerði grín að goðsögnum Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 16:30 Ian Rush og Sir Kenny Dalglish. Getty/Stephen McCarthy Liverpool menn eru allt annað en ánægðir með þá óvirðingu sem þeir telja að forráðamaður Shrewsbury Town hafi sýnt tveimur af stærstu lifandi goðsögnum félagsins. Krakkalið Liverpool sló Shrewsbury Town út úr enska bikarnum á dögunum eftir að liðin þurftu að mætast aftur á Anfield. Liverpool var brjálað yfir því hvernig komið var fram við þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í fyrri leiknum á heimavelli Shrewsbury Town. Liverpool er ósátt út í Roland Wycherley, stjórnarformann Shrewsbury Town, sem þóttist vera voðalega sniðugur á heimaleik Shrewsbury Town á móti Liverpool. Daily Mirror hefur það eftir sjónarvottum að hinn 78 ára gamli Roland Wycherley hafi þóst ekki þekkja þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í sundur. „Þetta hefði kannski verið fyndið einu sinni ekki allt kvöldið,“ sagði eitt vitnið. „Hann var að kalla hann uppáhalds Walesverjann sinn og spurði hann hvað hefði orðið um yfirvararskeggið,“ hefur blaðamaður Daily Mirror eftir sjónarvotti. Roland Wycherley gekk síðan aðeins lengra á seinni leiknum og drullaði þar yfir mann og annan þegar hann vildi fá að vita hvar Peter Moore, framkvæmdastjóri Liverpool, héldi sig. Wycherley fékk að vita að Peter Moore væri ekki á svæðinu og hann lét þá allt flakka en hann var mjög ósáttur með að Liverpool hafi spilað á krökkunum sínum og helmingað miðaverðið á leikinn. Allt þýddi það að Shrewsbury varð líklega af tekjum upp á hálfa milljón punda. Sir Kenny Dalglish varð átta sinnum enskur meistari með Liverpool, sem leikmaður (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984), sem spilandi stjóri (1986) og sem knattspyrnustjóri (1988 og 1990). Hann er sá síðasti sem gerði Liverpool að enskum meisturum fyrir 30 árum. Ian Rush vann átján titla með Liverpool og er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins með 346 mörk í öllum keppnum. Rush skoraði meðal annars samtals fimm mörk í þremur bikarúrslitaleiknum Liverpool 1986, 1989 og 1992. Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Liverpool menn eru allt annað en ánægðir með þá óvirðingu sem þeir telja að forráðamaður Shrewsbury Town hafi sýnt tveimur af stærstu lifandi goðsögnum félagsins. Krakkalið Liverpool sló Shrewsbury Town út úr enska bikarnum á dögunum eftir að liðin þurftu að mætast aftur á Anfield. Liverpool var brjálað yfir því hvernig komið var fram við þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í fyrri leiknum á heimavelli Shrewsbury Town. Liverpool er ósátt út í Roland Wycherley, stjórnarformann Shrewsbury Town, sem þóttist vera voðalega sniðugur á heimaleik Shrewsbury Town á móti Liverpool. Daily Mirror hefur það eftir sjónarvottum að hinn 78 ára gamli Roland Wycherley hafi þóst ekki þekkja þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í sundur. „Þetta hefði kannski verið fyndið einu sinni ekki allt kvöldið,“ sagði eitt vitnið. „Hann var að kalla hann uppáhalds Walesverjann sinn og spurði hann hvað hefði orðið um yfirvararskeggið,“ hefur blaðamaður Daily Mirror eftir sjónarvotti. Roland Wycherley gekk síðan aðeins lengra á seinni leiknum og drullaði þar yfir mann og annan þegar hann vildi fá að vita hvar Peter Moore, framkvæmdastjóri Liverpool, héldi sig. Wycherley fékk að vita að Peter Moore væri ekki á svæðinu og hann lét þá allt flakka en hann var mjög ósáttur með að Liverpool hafi spilað á krökkunum sínum og helmingað miðaverðið á leikinn. Allt þýddi það að Shrewsbury varð líklega af tekjum upp á hálfa milljón punda. Sir Kenny Dalglish varð átta sinnum enskur meistari með Liverpool, sem leikmaður (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984), sem spilandi stjóri (1986) og sem knattspyrnustjóri (1988 og 1990). Hann er sá síðasti sem gerði Liverpool að enskum meisturum fyrir 30 árum. Ian Rush vann átján titla með Liverpool og er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins með 346 mörk í öllum keppnum. Rush skoraði meðal annars samtals fimm mörk í þremur bikarúrslitaleiknum Liverpool 1986, 1989 og 1992.
Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira