Gerði grín að goðsögnum Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 16:30 Ian Rush og Sir Kenny Dalglish. Getty/Stephen McCarthy Liverpool menn eru allt annað en ánægðir með þá óvirðingu sem þeir telja að forráðamaður Shrewsbury Town hafi sýnt tveimur af stærstu lifandi goðsögnum félagsins. Krakkalið Liverpool sló Shrewsbury Town út úr enska bikarnum á dögunum eftir að liðin þurftu að mætast aftur á Anfield. Liverpool var brjálað yfir því hvernig komið var fram við þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í fyrri leiknum á heimavelli Shrewsbury Town. Liverpool er ósátt út í Roland Wycherley, stjórnarformann Shrewsbury Town, sem þóttist vera voðalega sniðugur á heimaleik Shrewsbury Town á móti Liverpool. Daily Mirror hefur það eftir sjónarvottum að hinn 78 ára gamli Roland Wycherley hafi þóst ekki þekkja þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í sundur. „Þetta hefði kannski verið fyndið einu sinni ekki allt kvöldið,“ sagði eitt vitnið. „Hann var að kalla hann uppáhalds Walesverjann sinn og spurði hann hvað hefði orðið um yfirvararskeggið,“ hefur blaðamaður Daily Mirror eftir sjónarvotti. Roland Wycherley gekk síðan aðeins lengra á seinni leiknum og drullaði þar yfir mann og annan þegar hann vildi fá að vita hvar Peter Moore, framkvæmdastjóri Liverpool, héldi sig. Wycherley fékk að vita að Peter Moore væri ekki á svæðinu og hann lét þá allt flakka en hann var mjög ósáttur með að Liverpool hafi spilað á krökkunum sínum og helmingað miðaverðið á leikinn. Allt þýddi það að Shrewsbury varð líklega af tekjum upp á hálfa milljón punda. Sir Kenny Dalglish varð átta sinnum enskur meistari með Liverpool, sem leikmaður (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984), sem spilandi stjóri (1986) og sem knattspyrnustjóri (1988 og 1990). Hann er sá síðasti sem gerði Liverpool að enskum meisturum fyrir 30 árum. Ian Rush vann átján titla með Liverpool og er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins með 346 mörk í öllum keppnum. Rush skoraði meðal annars samtals fimm mörk í þremur bikarúrslitaleiknum Liverpool 1986, 1989 og 1992. Enski boltinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira
Liverpool menn eru allt annað en ánægðir með þá óvirðingu sem þeir telja að forráðamaður Shrewsbury Town hafi sýnt tveimur af stærstu lifandi goðsögnum félagsins. Krakkalið Liverpool sló Shrewsbury Town út úr enska bikarnum á dögunum eftir að liðin þurftu að mætast aftur á Anfield. Liverpool var brjálað yfir því hvernig komið var fram við þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í fyrri leiknum á heimavelli Shrewsbury Town. Liverpool er ósátt út í Roland Wycherley, stjórnarformann Shrewsbury Town, sem þóttist vera voðalega sniðugur á heimaleik Shrewsbury Town á móti Liverpool. Daily Mirror hefur það eftir sjónarvottum að hinn 78 ára gamli Roland Wycherley hafi þóst ekki þekkja þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í sundur. „Þetta hefði kannski verið fyndið einu sinni ekki allt kvöldið,“ sagði eitt vitnið. „Hann var að kalla hann uppáhalds Walesverjann sinn og spurði hann hvað hefði orðið um yfirvararskeggið,“ hefur blaðamaður Daily Mirror eftir sjónarvotti. Roland Wycherley gekk síðan aðeins lengra á seinni leiknum og drullaði þar yfir mann og annan þegar hann vildi fá að vita hvar Peter Moore, framkvæmdastjóri Liverpool, héldi sig. Wycherley fékk að vita að Peter Moore væri ekki á svæðinu og hann lét þá allt flakka en hann var mjög ósáttur með að Liverpool hafi spilað á krökkunum sínum og helmingað miðaverðið á leikinn. Allt þýddi það að Shrewsbury varð líklega af tekjum upp á hálfa milljón punda. Sir Kenny Dalglish varð átta sinnum enskur meistari með Liverpool, sem leikmaður (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984), sem spilandi stjóri (1986) og sem knattspyrnustjóri (1988 og 1990). Hann er sá síðasti sem gerði Liverpool að enskum meisturum fyrir 30 árum. Ian Rush vann átján titla með Liverpool og er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins með 346 mörk í öllum keppnum. Rush skoraði meðal annars samtals fimm mörk í þremur bikarúrslitaleiknum Liverpool 1986, 1989 og 1992.
Enski boltinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira