Ætla að tvöfalda fæðingarorlof finnskra feðra Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2020 12:31 Frá fundi finnsku ríkisstjórnarinnar. Vísir/EPA Ríkisstjórn Finnlands kynnti í dag áform um að nærri því tvöfalda fæðingarorlof feðra og gera það jafnlagt og mæðra. Með breytingunni fá finnskir foreldrar nærri því sjö mánuði hvort í fæðingarorlof sem þeir geta dreift að hluta til á milli sín. Aino-Kaisa Pekonen, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Finnlands, sagði að markmið breytinganna væri að auka jafnrétti kynjanna og að reyna að hressa upp á hnignandi fæðingartíðni í landinu. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar sem var kynnt í gær kom fram að fæðingartíðnin í Finnlandi, Íslandi og Noregi væri í sögulegu lágmarki. Fram að þessu hafa finnskir foreldrar átt rétt á samtals um tólf og hálfum mánuði af tengjutengdu fæðingarorlofi. Mæður hafa átt rétt á 4,2 mánuðum í orlof en feður 2,2. Saman hafa foreldrar haft möguleikann á að ráðstafa um sex mánuðum til viðbótar. Með breytingunni verður heildartími fæðingarorlofs foreldra um fjórtán mánuðir, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Hægt verður að færa 69 daga, um helmingi fæðingarorlofs annars foreldrisins, á milli foreldra og þá fá barnshafandi konur rétt á fæðingarorlofi allt að mánuði fyrir settan dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Einstæðir foreldrar fá rétt á að nýta fæðingarorlof beggja. Nýfæddum börnum fækkaði um fimmtung frá 2010 til 2018. Pekonen vísaði til þess að fæðingartíðni hefði aukist í Svíþjóð og á Íslandi eftir að feður fengu aukna möguleika á fæðingarorlofi. Aðeins 10% finnskra feðra nýttu sér rétt til fæðingarorlofs eftir að þeir fengu hann fyrst árið 2003 en hlutfallið jókst upp í tæpan þriðjung eftir að orlofsrétturinn var lengdur tíu árum síðar. Núverandi ríkisstjórn Finnlands sem tók við völdum í desember er skipuð fimm stjórnmálaflokkunum sem eru allir undir forystu kvenna. Fjórar þeirra eru yngri en 35 ára gamlar. Fyrri ríkisstjórn mið- og hægriflokka féll frá umbótum á fæðingarorlofi vegna kostnaðar við þær. Nýju breytingarnar eiga að taka gildi ekki síðar en á næsta ári. Áætlaður kostnaður við þær er metinn um hundrað milljónir evra, jafnvirði um 13,8 milljarða íslenskra króna. Finnland Fæðingarorlof Tengdar fréttir Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki á Norðurlöndunum Innflytjendur tryggðu endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem glímdu annars við fólksfækkun samkvæmt nýrri norrænni skýrslu. 4. febrúar 2020 11:15 Finnska þingið samþykkti Sönnu Marin Meirihluti finnskra þingmanna greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að Sanna Marin verði nýr forsætisráðherra Finnlands. 10. desember 2019 13:15 Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Ríkisstjórn Finnlands kynnti í dag áform um að nærri því tvöfalda fæðingarorlof feðra og gera það jafnlagt og mæðra. Með breytingunni fá finnskir foreldrar nærri því sjö mánuði hvort í fæðingarorlof sem þeir geta dreift að hluta til á milli sín. Aino-Kaisa Pekonen, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Finnlands, sagði að markmið breytinganna væri að auka jafnrétti kynjanna og að reyna að hressa upp á hnignandi fæðingartíðni í landinu. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar sem var kynnt í gær kom fram að fæðingartíðnin í Finnlandi, Íslandi og Noregi væri í sögulegu lágmarki. Fram að þessu hafa finnskir foreldrar átt rétt á samtals um tólf og hálfum mánuði af tengjutengdu fæðingarorlofi. Mæður hafa átt rétt á 4,2 mánuðum í orlof en feður 2,2. Saman hafa foreldrar haft möguleikann á að ráðstafa um sex mánuðum til viðbótar. Með breytingunni verður heildartími fæðingarorlofs foreldra um fjórtán mánuðir, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Hægt verður að færa 69 daga, um helmingi fæðingarorlofs annars foreldrisins, á milli foreldra og þá fá barnshafandi konur rétt á fæðingarorlofi allt að mánuði fyrir settan dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Einstæðir foreldrar fá rétt á að nýta fæðingarorlof beggja. Nýfæddum börnum fækkaði um fimmtung frá 2010 til 2018. Pekonen vísaði til þess að fæðingartíðni hefði aukist í Svíþjóð og á Íslandi eftir að feður fengu aukna möguleika á fæðingarorlofi. Aðeins 10% finnskra feðra nýttu sér rétt til fæðingarorlofs eftir að þeir fengu hann fyrst árið 2003 en hlutfallið jókst upp í tæpan þriðjung eftir að orlofsrétturinn var lengdur tíu árum síðar. Núverandi ríkisstjórn Finnlands sem tók við völdum í desember er skipuð fimm stjórnmálaflokkunum sem eru allir undir forystu kvenna. Fjórar þeirra eru yngri en 35 ára gamlar. Fyrri ríkisstjórn mið- og hægriflokka féll frá umbótum á fæðingarorlofi vegna kostnaðar við þær. Nýju breytingarnar eiga að taka gildi ekki síðar en á næsta ári. Áætlaður kostnaður við þær er metinn um hundrað milljónir evra, jafnvirði um 13,8 milljarða íslenskra króna.
Finnland Fæðingarorlof Tengdar fréttir Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki á Norðurlöndunum Innflytjendur tryggðu endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem glímdu annars við fólksfækkun samkvæmt nýrri norrænni skýrslu. 4. febrúar 2020 11:15 Finnska þingið samþykkti Sönnu Marin Meirihluti finnskra þingmanna greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að Sanna Marin verði nýr forsætisráðherra Finnlands. 10. desember 2019 13:15 Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki á Norðurlöndunum Innflytjendur tryggðu endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem glímdu annars við fólksfækkun samkvæmt nýrri norrænni skýrslu. 4. febrúar 2020 11:15
Finnska þingið samþykkti Sönnu Marin Meirihluti finnskra þingmanna greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að Sanna Marin verði nýr forsætisráðherra Finnlands. 10. desember 2019 13:15
Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48