Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki á Norðurlöndunum Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 11:15 Fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki hér á landi. Vísir/Getty Seinni barneignir eru sagðar ástæða þess að fæðingartíðni á Norðurlöndum er í sögulegu lágmarki. Fæðingartíðnin á Íslandi hefur fallið hratt undanfarin tíu ár og er nú örlítið lægri en í Svíþjóð og Danmörku. Ísland var lengi með eina hæstu fæðingartíðnina í Evrópu og nam 2,2 börnum á hverja konu árið 2009. Í fyrra var tíðnin komin niður í 1,7 barn á konu, að því er kemur fram í nýrri skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um ástand Norðurlanda sem birt var í dag. Fæðingartíðnin á Íslandi, Noregi og Finnlandi er nú sögð í sögulegu lágmarki en hún hefur lækkað mikið á öllum Norðurlöndunum undanfarinn áratug. Færeyjar eru eina svæðið þar sem fæðingartíðnin er nægilega há til að stuðla að náttúrulegri fólksfjölgun en þar er hún 2,5 börn á konu. Í Svíþjóð er hún 1,76 og í Danmörku 1,72. Þróunin er fyrst og fremst rakin til þess að konur eignist nú sitt fyrsta barn mun seinna en áður tíðkaðist. Árið 1990 var fæðingartíðnin hæst á meðal kvenna á aldrinum 25-29 ára en nú er hún hæst á aldursbilinu 30-34 ára. Breytingin er sögð hafa gert var við sig á 10. áratug síðustu aldar þegar konu biðu frekar með barneignir þar til þær höfðu menntað sig. Þrátt fyrir hnignandi fæðingartíðni fjölgaði fólki hlutfallslega mest á Íslandi af norrænu löndunum, um 40,7% frá 1990 til 2019. Næst á eftir kom Noregur með 26% fólksfjölgun. Finnum fjölgaði um 10,9% en Grænlendingum aðeins um 0,8%. Á Norðurlöndunum í heild fjölgaði fólki um 18% frá 1990. Skýrsluhöfundar þakka innflytjendum fyrir endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem annars glímdu við fólksfækkun. Íbúum í 26% sveitarfélaga á Norðurlöndum fjölgaði þannig eingöngu vegna innflutts fólks frá 2010 til 2018. Ónæg framleiðni og skortur á fjármagni til rannsókna dregur Reykjavík niður Reykjavík er sögð fjórða samkeppnishæfasta svæði Norðurlandanna en skýrsluhöfundar telja að ónæg framleiðni og takmarkað fjármagn til rannsókna og þróunar dragi höfuðborgarsvæðið niður. Það er þó talið standa annars vel, sérstaklega hvað varðar atvinnuþátttöku og lýðfræðilega þróun. Osló trónir á toppsæti lista þar sem 74 svæðum á Norðurlöndunum er raðað eftir samkeppnishæfni, Kaupmannahöfn og nágrenni er í öðru sæti og Stokkhólmur situr í því þriðja en sænska borgin var áður talin sú samkeppnishæfasta. Fjögur svæði á Íslandi skora hátt í norrænum samanburði og eru í fyrstu fjórum efstu sætunum þegar aðeins eru skoðuð dreifbýlissvæði. Efst eru Suðurnes, svo Norðurland eystra, því næst Suðurland og loks Vesturland. Þess ber þó að geta að nýjustu tölfræðiupplýsingar eru frá byrjun árs 2019 eða fyrir gjaldþrot WOW og þær efnahagslegu áskoranir sem fylgt hafa í kjölfarið. Eins hamlar skortur á tölfræði frá Íslandi eftir svæðum og sveitarfélögum samanburð við mörg svæði annarra norrænna landa þar sem slíkar upplýsingar eru aðgengilegar og markvisst skráðar eftir svæðum. Skortur á svæðisbundinni skráningu mikilvægra tölfræðiþátta á Íslandi getur þess vegna valdið skekkjum í nákvæmni mælinga á landsbyggðinni. Börn og uppeldi Kynlíf Tengdar fréttir Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Aðeins Ísland og Noregur juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum frá 1990 til 2017 af öllum Norðurlöndunum. Langmesta aukningin varð á Íslandi. 4. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Seinni barneignir eru sagðar ástæða þess að fæðingartíðni á Norðurlöndum er í sögulegu lágmarki. Fæðingartíðnin á Íslandi hefur fallið hratt undanfarin tíu ár og er nú örlítið lægri en í Svíþjóð og Danmörku. Ísland var lengi með eina hæstu fæðingartíðnina í Evrópu og nam 2,2 börnum á hverja konu árið 2009. Í fyrra var tíðnin komin niður í 1,7 barn á konu, að því er kemur fram í nýrri skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um ástand Norðurlanda sem birt var í dag. Fæðingartíðnin á Íslandi, Noregi og Finnlandi er nú sögð í sögulegu lágmarki en hún hefur lækkað mikið á öllum Norðurlöndunum undanfarinn áratug. Færeyjar eru eina svæðið þar sem fæðingartíðnin er nægilega há til að stuðla að náttúrulegri fólksfjölgun en þar er hún 2,5 börn á konu. Í Svíþjóð er hún 1,76 og í Danmörku 1,72. Þróunin er fyrst og fremst rakin til þess að konur eignist nú sitt fyrsta barn mun seinna en áður tíðkaðist. Árið 1990 var fæðingartíðnin hæst á meðal kvenna á aldrinum 25-29 ára en nú er hún hæst á aldursbilinu 30-34 ára. Breytingin er sögð hafa gert var við sig á 10. áratug síðustu aldar þegar konu biðu frekar með barneignir þar til þær höfðu menntað sig. Þrátt fyrir hnignandi fæðingartíðni fjölgaði fólki hlutfallslega mest á Íslandi af norrænu löndunum, um 40,7% frá 1990 til 2019. Næst á eftir kom Noregur með 26% fólksfjölgun. Finnum fjölgaði um 10,9% en Grænlendingum aðeins um 0,8%. Á Norðurlöndunum í heild fjölgaði fólki um 18% frá 1990. Skýrsluhöfundar þakka innflytjendum fyrir endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem annars glímdu við fólksfækkun. Íbúum í 26% sveitarfélaga á Norðurlöndum fjölgaði þannig eingöngu vegna innflutts fólks frá 2010 til 2018. Ónæg framleiðni og skortur á fjármagni til rannsókna dregur Reykjavík niður Reykjavík er sögð fjórða samkeppnishæfasta svæði Norðurlandanna en skýrsluhöfundar telja að ónæg framleiðni og takmarkað fjármagn til rannsókna og þróunar dragi höfuðborgarsvæðið niður. Það er þó talið standa annars vel, sérstaklega hvað varðar atvinnuþátttöku og lýðfræðilega þróun. Osló trónir á toppsæti lista þar sem 74 svæðum á Norðurlöndunum er raðað eftir samkeppnishæfni, Kaupmannahöfn og nágrenni er í öðru sæti og Stokkhólmur situr í því þriðja en sænska borgin var áður talin sú samkeppnishæfasta. Fjögur svæði á Íslandi skora hátt í norrænum samanburði og eru í fyrstu fjórum efstu sætunum þegar aðeins eru skoðuð dreifbýlissvæði. Efst eru Suðurnes, svo Norðurland eystra, því næst Suðurland og loks Vesturland. Þess ber þó að geta að nýjustu tölfræðiupplýsingar eru frá byrjun árs 2019 eða fyrir gjaldþrot WOW og þær efnahagslegu áskoranir sem fylgt hafa í kjölfarið. Eins hamlar skortur á tölfræði frá Íslandi eftir svæðum og sveitarfélögum samanburð við mörg svæði annarra norrænna landa þar sem slíkar upplýsingar eru aðgengilegar og markvisst skráðar eftir svæðum. Skortur á svæðisbundinni skráningu mikilvægra tölfræðiþátta á Íslandi getur þess vegna valdið skekkjum í nákvæmni mælinga á landsbyggðinni.
Börn og uppeldi Kynlíf Tengdar fréttir Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Aðeins Ísland og Noregur juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum frá 1990 til 2017 af öllum Norðurlöndunum. Langmesta aukningin varð á Íslandi. 4. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Aðeins Ísland og Noregur juku losun sína á gróðurhúsalofttegundum frá 1990 til 2017 af öllum Norðurlöndunum. Langmesta aukningin varð á Íslandi. 4. febrúar 2020 09:30