Mælir gegn því að fólk bursti tennurnar strax eftir neyslu orkudrykkja Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2020 18:15 Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, hvetur fólk til vatnsdrykkju. Aðsend - Getty/Jack Taylor Formaður Tannlæknafélags Íslands mælir eindregið gegn því að fólk bursti tennur sínar beint eftir neyslu orkudrykkja. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir segir að fagfólki í tannlækningum svíði mjög hve villandi markaðssetning orkudrykkja er en neysla slíkra drykkja hefur aukist mikið hér á landi á síðustu árum. Hún segir að sykurlausir orkudrykkir séu alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. „Orkudrykkir eru glerungseyðandi og mjög skaðlegir fyrir tennur. Hvort drykkurinn er glerungseyðandi hefur ekkert með sykurinnihald að gera heldur sýrustig.“ Þetta kemur fram í grein hennar sem birtist á Vísi fyrr í dag í tilefni af árlegri tannverndarviku. Neyslumynstur hafi mikið að segja Jóhanna bendir á að rannsóknir sýni að neyslumynstur drykkjanna hafi mikið að segja um það hversu mikil glerungseyðing verður á tönnum þeirra sem neyta þeirra. „Ef drykkjanna er neytt yfir langt tímabil og sífellt verið að taka sopa og sopa viðhelst súra ástandið í munninum og glerungseyðingin verður meiri fyrir vikið. Best er að sleppa því að drekka súra drykki en ef þeir eru drukknir er best að gera það hratt og með mat.“ Hún segir að einnig sé hægt að notast við sogrör til þess að beina sýrunni frekar fram hjá tönnunum. Tannlæknar gagnrýna markaðssetningu drykkjanna Jóhanna gagnrýnir að umræddir drykkir séu yfirleitt markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem sé umhugað um heilsuna. Auglýsingar séu tíðar og afreksíþróttafólk gjarnan fengið til að auglýsa þá. Tannlæknar hafi miklar áhyggjur af þessari þróun. „Nú til dags fer ungt fólk vart í líkamsrækt án þess að drekka súran drykk. Slík markaðssetning er auðvitað mjög villandi og hreint út sagt kolröng. Þessir drykkir hafa skaðleg áhrif á líkamann og alls ekki ætlaðir fyrir börn og unglinga.“ Hún segir því mikilvægt að foreldrar átti sig á skaðsemi orkudrykkja og leiðbeini börnum sínum í þeim efnum. Mælt gegn því að bursta tennur strax eftir neyslu Jóhanna bendir fólki á að það eigi alls ekki að bursta tennur sínar beint eftir neyslu orkudrykkja. Þá sé glerungur tannanna sérstaklega viðkvæmur og tannburstun getur stuðlað að aukinni glerungseyðingu. „Eftir neyslu á súrum drykkjum er gott að skola munn með vatni og borða kalkríka fæðu eins og ost eða drekka mjólk til að sýrustigið í munninum nái fyrr að komast í eðlilegt horf.“ Að lokum minnir Jóhanna á að „besti, ódýrasti og umhverfisvænasti svaladrykkurinn er auðvitað íslenska vatnið.“ Heilbrigðismál Heilsa Orkudrykkir Gosdrykkir Tengdar fréttir Segir Matvælastofnun ekki gera nóg varðandi orkudrykki Orkudrykkjamarkaðurinn hefur fimmfaldast á síðustu fjórum árum. 3. október 2019 22:07 „Gosdrykkir með sætuefnum er ekki hollustuvara og þeim fylgja ekki aðrar hollustuvenjur“ Markmið með verðhækkun á sætindi er að gera óhollustu erfiðari valkost fyrir neytendur, enda kostar hann samfélagið meira. Þetta segir sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Fimmtungur fullorðinna neyttu gosdrykkja daglega eða oftar samkvæmt nýlegri könnun 24. júní 2019 21:30 Sykurlausir orkudrykkir alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. 5. febrúar 2020 09:30 Sykurlausir orkudrykkir ekki skárri en þeir sykruðu þegar um glerungseyðingu er að ræða Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir 10. júlí 2019 19:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Formaður Tannlæknafélags Íslands mælir eindregið gegn því að fólk bursti tennur sínar beint eftir neyslu orkudrykkja. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir segir að fagfólki í tannlækningum svíði mjög hve villandi markaðssetning orkudrykkja er en neysla slíkra drykkja hefur aukist mikið hér á landi á síðustu árum. Hún segir að sykurlausir orkudrykkir séu alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. „Orkudrykkir eru glerungseyðandi og mjög skaðlegir fyrir tennur. Hvort drykkurinn er glerungseyðandi hefur ekkert með sykurinnihald að gera heldur sýrustig.“ Þetta kemur fram í grein hennar sem birtist á Vísi fyrr í dag í tilefni af árlegri tannverndarviku. Neyslumynstur hafi mikið að segja Jóhanna bendir á að rannsóknir sýni að neyslumynstur drykkjanna hafi mikið að segja um það hversu mikil glerungseyðing verður á tönnum þeirra sem neyta þeirra. „Ef drykkjanna er neytt yfir langt tímabil og sífellt verið að taka sopa og sopa viðhelst súra ástandið í munninum og glerungseyðingin verður meiri fyrir vikið. Best er að sleppa því að drekka súra drykki en ef þeir eru drukknir er best að gera það hratt og með mat.“ Hún segir að einnig sé hægt að notast við sogrör til þess að beina sýrunni frekar fram hjá tönnunum. Tannlæknar gagnrýna markaðssetningu drykkjanna Jóhanna gagnrýnir að umræddir drykkir séu yfirleitt markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem sé umhugað um heilsuna. Auglýsingar séu tíðar og afreksíþróttafólk gjarnan fengið til að auglýsa þá. Tannlæknar hafi miklar áhyggjur af þessari þróun. „Nú til dags fer ungt fólk vart í líkamsrækt án þess að drekka súran drykk. Slík markaðssetning er auðvitað mjög villandi og hreint út sagt kolröng. Þessir drykkir hafa skaðleg áhrif á líkamann og alls ekki ætlaðir fyrir börn og unglinga.“ Hún segir því mikilvægt að foreldrar átti sig á skaðsemi orkudrykkja og leiðbeini börnum sínum í þeim efnum. Mælt gegn því að bursta tennur strax eftir neyslu Jóhanna bendir fólki á að það eigi alls ekki að bursta tennur sínar beint eftir neyslu orkudrykkja. Þá sé glerungur tannanna sérstaklega viðkvæmur og tannburstun getur stuðlað að aukinni glerungseyðingu. „Eftir neyslu á súrum drykkjum er gott að skola munn með vatni og borða kalkríka fæðu eins og ost eða drekka mjólk til að sýrustigið í munninum nái fyrr að komast í eðlilegt horf.“ Að lokum minnir Jóhanna á að „besti, ódýrasti og umhverfisvænasti svaladrykkurinn er auðvitað íslenska vatnið.“
Heilbrigðismál Heilsa Orkudrykkir Gosdrykkir Tengdar fréttir Segir Matvælastofnun ekki gera nóg varðandi orkudrykki Orkudrykkjamarkaðurinn hefur fimmfaldast á síðustu fjórum árum. 3. október 2019 22:07 „Gosdrykkir með sætuefnum er ekki hollustuvara og þeim fylgja ekki aðrar hollustuvenjur“ Markmið með verðhækkun á sætindi er að gera óhollustu erfiðari valkost fyrir neytendur, enda kostar hann samfélagið meira. Þetta segir sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Fimmtungur fullorðinna neyttu gosdrykkja daglega eða oftar samkvæmt nýlegri könnun 24. júní 2019 21:30 Sykurlausir orkudrykkir alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. 5. febrúar 2020 09:30 Sykurlausir orkudrykkir ekki skárri en þeir sykruðu þegar um glerungseyðingu er að ræða Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir 10. júlí 2019 19:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Segir Matvælastofnun ekki gera nóg varðandi orkudrykki Orkudrykkjamarkaðurinn hefur fimmfaldast á síðustu fjórum árum. 3. október 2019 22:07
„Gosdrykkir með sætuefnum er ekki hollustuvara og þeim fylgja ekki aðrar hollustuvenjur“ Markmið með verðhækkun á sætindi er að gera óhollustu erfiðari valkost fyrir neytendur, enda kostar hann samfélagið meira. Þetta segir sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Fimmtungur fullorðinna neyttu gosdrykkja daglega eða oftar samkvæmt nýlegri könnun 24. júní 2019 21:30
Sykurlausir orkudrykkir alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. 5. febrúar 2020 09:30
Sykurlausir orkudrykkir ekki skárri en þeir sykruðu þegar um glerungseyðingu er að ræða Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir 10. júlí 2019 19:30