Segir Matvælastofnun ekki gera nóg varðandi orkudrykki Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. október 2019 22:07 Nokkrar umsóknir liggja nú á borði Matvælastofnanir vegna drykkja með hátt koffíninnihald. Vísir Orkudrykkjamarkaðurinn hefur fimmfaldast á síðustu árum. Ásgeir Ólafsson einkaþjálfari ræddi orkudrykki í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann hefur síðustu ár varað sérstaklega við neyslu ungmenna á koffíndrykkjum. Hann segir að orkudrykkir geti verið stórhættulegir og þörf sé á fræðslu fyrir skólakrakka um áhrif þeirra. „Ég er ekki viss um að markhópurinn hafi fimmfaldast á síðustu árum, það koma náttúrulega alltaf unglingar upp á hverju ári og verða eldri og þroskaðri og jújú bætast í hópinn að ég held. Svo slá hinir ekkert af, en þetta eru samt tölur sem eru sláandi,“ segir Ásgeir. „Þetta eru ofboðslega stórar og miklar tölur.“ Ásgeir segir að stóra áhyggjuefnið í þessu máli sé koffínmagnið í orkudrykkjunum. „Matvælastofnun Íslands gefur leyfi fyrir 320 millígrömm í hverjum lítra af koffíni. Flest allir þessir drykkir, og það liggja nú þrír eða fjórir drykkir í umsóknarferli hjá Matvælastofnun, þeir eru allir langt umfram þessar tölur. Tveir þeirra eru með 550 mg af koffíni og einn með 370 mg þó að leyfilegt sé 320.“ Sérstakt umsóknarferli er nauðsynlegt til þess að fá þetta leyft og segir Ásgeir að fjögur eða fimm fyrirtæki hafi nú þegar fengið slíkt leyfi. „Auðvitað vilja menn komast inn á þennan markað.“ Sest á heilann Ásgeir gagnrýnir að starfsemi Matvælastofnunar í þessum efnum hafi ekkert aukist í takt við aukninguna í neyslu þessara drykkja. Bendir hann á að verslanir bjóði upp á hraðkassa þar sem hægt er að kaupa mikið magn af orkudrykkjum og borga í sjálfsafgreiðslu án þess að nokkur spái neitt í því. „Það er enginn sem spyr um skírteini þar, það getur hver sem er labbað með tíu Nocco dósir, sem að eru nú að ráða þessum markaði, eða einhverjum orkudrykkjum. Þú getur labbað með eins marga orkudrykki og þú vilt þar í gegn.“ Hefur hann því sérstakar áhyggjur af unglingum sem versli þessa drykki og furðar sig á því að ekkert sé búið að gera. „Ég skil ekki af hverju Matvælastofnun Íslands leyfir umfram þegar þetta er byrjað í búðunum. Það skil ég ekki.“ Ásgeir segir að þetta sé selt í kringum alla skóla og koffínmagnið hafi á þau skaðleg áhrif á þeirra líkama. Drykkjunum skelli þau í sig á nokkrum sekúndum. „Þetta sest á heilann hjá ungu fólki sem hefur ekki þroska og heili sem er í þroskunarferli, þetta vita allir. Þau geta ekki keypt áfengi fyrr en tvítugt en þau eru að sækjast eftir áhrifum og þau fá heldur betur áhrif út úr þessum drykkjum get ég sagt ykkur og þora að tala við hitt kynið.“ Hér má sjá þá orkudrykki sem hafa fengið leyfi eða bíða eftir leyfi hér á landi.Skjáskot/Matvælastofnun Krafa um sérstakar merkingar Rekstrartekjur heildsölunnar Core ehf. sem flytur inn hinn vinsæla orkudrykk Nocco hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. Tekjur heildsölunnar í fyrra námu 1,8 milljörðum króna samanborið við 1,14 milljarða króna árið 2017 og árið 2016 voru tekjurnar 440 milljónir króna. Árið 2018 hagnaðist Core þannig um tæpar 200 milljónir króna. „Hámarksmagn koffíns í orkudrykkjum, óáfengum drykkjarvörum, er 320 mg/l samkvæmt reglugerð nr. 453/2014 um 3. breytingu á reglugerð nr. 327/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1925/2006. Hámarksgildið tekur til heildarmagns koffíns í vörum og breytir þá engu hvort um er að ræða íblöndun hreins koffíns, útdrátta (e. extract) eða náttúrulega koffíngjafa.“ Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Óheimilt er að framleiða, markaðssetja eða flytja inn orkudrykki þar sem heildarmagnið er meira en 320 mg/l nema með sérstöku leyfi frá Matvælastofnun. Sjá upplýsingasíðu Matvælastofnunar um umsóknarferlið. Fyrir orkudrykki sem innihalda 150 mg/l af koffíni eða meira eru sérstakar kröfur um að vörurnar séu merktar með orðunum „Inniheldur mikið af koffíni. Ekki æskilegt fyrir börn eða barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti“ og þar á eftir upplýsingar um magn koffíns í mg/100 mL. Þessar merkingar skulu vera á íslensku, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Matvælastofnunar. Viðtalið við Ásgeir má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Heilbrigðismál Orkudrykkir Tengdar fréttir Tekjur heildsölu Nocco tæpir tveir milljarðar króna Rekstrartekjur heildsölunnar Core ehf. sem flytur inn hinn vinsæla orkudrykk Nocco hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. 19. september 2019 18:07 Næringarfræðingur um Nocco-æði Íslendinga: "Koffín er slæm redding“ Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. 17. desember 2017 21:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Orkudrykkjamarkaðurinn hefur fimmfaldast á síðustu árum. Ásgeir Ólafsson einkaþjálfari ræddi orkudrykki í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann hefur síðustu ár varað sérstaklega við neyslu ungmenna á koffíndrykkjum. Hann segir að orkudrykkir geti verið stórhættulegir og þörf sé á fræðslu fyrir skólakrakka um áhrif þeirra. „Ég er ekki viss um að markhópurinn hafi fimmfaldast á síðustu árum, það koma náttúrulega alltaf unglingar upp á hverju ári og verða eldri og þroskaðri og jújú bætast í hópinn að ég held. Svo slá hinir ekkert af, en þetta eru samt tölur sem eru sláandi,“ segir Ásgeir. „Þetta eru ofboðslega stórar og miklar tölur.“ Ásgeir segir að stóra áhyggjuefnið í þessu máli sé koffínmagnið í orkudrykkjunum. „Matvælastofnun Íslands gefur leyfi fyrir 320 millígrömm í hverjum lítra af koffíni. Flest allir þessir drykkir, og það liggja nú þrír eða fjórir drykkir í umsóknarferli hjá Matvælastofnun, þeir eru allir langt umfram þessar tölur. Tveir þeirra eru með 550 mg af koffíni og einn með 370 mg þó að leyfilegt sé 320.“ Sérstakt umsóknarferli er nauðsynlegt til þess að fá þetta leyft og segir Ásgeir að fjögur eða fimm fyrirtæki hafi nú þegar fengið slíkt leyfi. „Auðvitað vilja menn komast inn á þennan markað.“ Sest á heilann Ásgeir gagnrýnir að starfsemi Matvælastofnunar í þessum efnum hafi ekkert aukist í takt við aukninguna í neyslu þessara drykkja. Bendir hann á að verslanir bjóði upp á hraðkassa þar sem hægt er að kaupa mikið magn af orkudrykkjum og borga í sjálfsafgreiðslu án þess að nokkur spái neitt í því. „Það er enginn sem spyr um skírteini þar, það getur hver sem er labbað með tíu Nocco dósir, sem að eru nú að ráða þessum markaði, eða einhverjum orkudrykkjum. Þú getur labbað með eins marga orkudrykki og þú vilt þar í gegn.“ Hefur hann því sérstakar áhyggjur af unglingum sem versli þessa drykki og furðar sig á því að ekkert sé búið að gera. „Ég skil ekki af hverju Matvælastofnun Íslands leyfir umfram þegar þetta er byrjað í búðunum. Það skil ég ekki.“ Ásgeir segir að þetta sé selt í kringum alla skóla og koffínmagnið hafi á þau skaðleg áhrif á þeirra líkama. Drykkjunum skelli þau í sig á nokkrum sekúndum. „Þetta sest á heilann hjá ungu fólki sem hefur ekki þroska og heili sem er í þroskunarferli, þetta vita allir. Þau geta ekki keypt áfengi fyrr en tvítugt en þau eru að sækjast eftir áhrifum og þau fá heldur betur áhrif út úr þessum drykkjum get ég sagt ykkur og þora að tala við hitt kynið.“ Hér má sjá þá orkudrykki sem hafa fengið leyfi eða bíða eftir leyfi hér á landi.Skjáskot/Matvælastofnun Krafa um sérstakar merkingar Rekstrartekjur heildsölunnar Core ehf. sem flytur inn hinn vinsæla orkudrykk Nocco hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. Tekjur heildsölunnar í fyrra námu 1,8 milljörðum króna samanborið við 1,14 milljarða króna árið 2017 og árið 2016 voru tekjurnar 440 milljónir króna. Árið 2018 hagnaðist Core þannig um tæpar 200 milljónir króna. „Hámarksmagn koffíns í orkudrykkjum, óáfengum drykkjarvörum, er 320 mg/l samkvæmt reglugerð nr. 453/2014 um 3. breytingu á reglugerð nr. 327/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1925/2006. Hámarksgildið tekur til heildarmagns koffíns í vörum og breytir þá engu hvort um er að ræða íblöndun hreins koffíns, útdrátta (e. extract) eða náttúrulega koffíngjafa.“ Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Óheimilt er að framleiða, markaðssetja eða flytja inn orkudrykki þar sem heildarmagnið er meira en 320 mg/l nema með sérstöku leyfi frá Matvælastofnun. Sjá upplýsingasíðu Matvælastofnunar um umsóknarferlið. Fyrir orkudrykki sem innihalda 150 mg/l af koffíni eða meira eru sérstakar kröfur um að vörurnar séu merktar með orðunum „Inniheldur mikið af koffíni. Ekki æskilegt fyrir börn eða barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti“ og þar á eftir upplýsingar um magn koffíns í mg/100 mL. Þessar merkingar skulu vera á íslensku, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Matvælastofnunar. Viðtalið við Ásgeir má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Heilbrigðismál Orkudrykkir Tengdar fréttir Tekjur heildsölu Nocco tæpir tveir milljarðar króna Rekstrartekjur heildsölunnar Core ehf. sem flytur inn hinn vinsæla orkudrykk Nocco hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. 19. september 2019 18:07 Næringarfræðingur um Nocco-æði Íslendinga: "Koffín er slæm redding“ Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. 17. desember 2017 21:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Tekjur heildsölu Nocco tæpir tveir milljarðar króna Rekstrartekjur heildsölunnar Core ehf. sem flytur inn hinn vinsæla orkudrykk Nocco hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. 19. september 2019 18:07
Næringarfræðingur um Nocco-æði Íslendinga: "Koffín er slæm redding“ Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. 17. desember 2017 21:00