Sykurlausir orkudrykkir alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir skrifar 5. febrúar 2020 09:30 Dagana 3.-7. febrúar 2020 standa Tannlæknafélag Íslands og Embætti landlæknis fyrir árlegri tannverndarviku. Áherslan að þessu sinni verður vitundarvakning um glerungseyðandi áhrif orkudrykkja. Neysla á slíkum drykkjum hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Búðahillurnar sem áður innihéldu gosdrykki eru nú uppfullar af nýjum tegundum orku- og íþróttadrykkja. Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. Orkudrykkir eru glerungseyðandi og mjög skaðlegir fyrir tennur. Hvort drykkurinn er glerungseyðandi hefur ekkert með sykurinnihald að gera heldur sýrustig. Sykurlausir orkudrykkir eru því jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. Hvaða hlutverki gegnir glerungur? Glerungur er ysta lag tanna. Hann er harðasta efni líkamans og virkar sem varnarskel tannarinnar. Ef glerungurinn eyðist þynnist tönnin jafnt og þétt. Eftir því sem glerungurinn eyðist verður tönn viðkvæmari fyrir öllu áreiti eins og hita, kulda og tannskemmdum. Eyðingin er varanleg því glerungur myndast aldrei aftur á tönn. Hvað er glerungseyðing? Við neyslu á súrum drykkjum fellur sýrustigið í munni. Við lágt sýrustig eyðist glerungur tanna. Munnvatnið gegnir mikilvægu hlutverki við að koma sýrustiginu aftur í eðlilegt horf. Eftir því sem neyslutímabil drykkjarins er lengra því erfiðara er fyrir munnvatnið að sinna þessu varnarhlutverki sínu. Hvað er í orkudrykkjum sem gerir þá glerungseyðandi? Lengi vel var talið að kolsýra væri orsakaþátturinn hvað varðar glerungseyðingu. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að það eru sýrur sem eru notaðar til að auka endingu drykkjanna sem eru glerungseyðandi. Þessar sýrur eru sítrónusýra og fosfórsýra. Ef drykkir innihalda þessar sýrur getur maður gengið að því vísu að þeir hafi lágt sýrustig og eru því að öllum líkindum glerungseyðandi. Neyslumynstur Rannsóknir hafa sýnt að neyslumynstur hefur mikið að segja um hversu mikil glerungseyðing verður. Ef drykkjanna er neytt yfir langt tímabil og sífellt verið að taka sopa og sopa viðhelst súra ástandið í munninum og glerungseyðingin verður meiri fyrir vikið. Best er að sleppa því að drekka súra drykki en ef þeir eru drukknir er best að gera það hratt og með mat. Einnig má notast við rör sem beinir sýrunni frá tönnunum. Óeðlileg markaðssetning Fagfólki svíður mjög hve villandi markaðssetning orkudrykkja er. Auglýsingar eru tíðar, oft er afreksíþróttafólk fengið til að auglýsa drykkina. Þeir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem er umhugað um heilsuna. Nú til dags fer ungt fólk vart í líkamsrækt án þess að drekka súran drykk. Slík markaðssetning er auðvitað mjög villandi og hreint út sagt kolröng. Þessir drykkir hafa skaðleg áhrif á líkamann og alls ekki ætlaðir fyrir börn og unglinga. Mikilvægt er að foreldrar átti sig á skaðsemi orkudrykkja og leiðbeini börnum sínum. Besti, ódýrasti og umhverfisvænasti svaladrykkurinn er auðvitað íslenska vatnið. Hvað þarf að passa upp á eftir neyslu? Alls ekki bursta tennur beint eftir neyslu á orkudrykkjum. Strax eftir neyslu er glerungurinn sérstaklega viðkvæmur og tannburstun getur stuðlað að aukinni glerungseyðingu. Eftir neyslu á súrum drykkjum er gott að skola munn með vatni og borða kalkríka færðu eins og ost eða drekka mjólk til að sýrustigið í munninum nái fyrr að komast í eðlilegt horf. Höfundur er formaður Tannlæknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Orkudrykkir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Dagana 3.-7. febrúar 2020 standa Tannlæknafélag Íslands og Embætti landlæknis fyrir árlegri tannverndarviku. Áherslan að þessu sinni verður vitundarvakning um glerungseyðandi áhrif orkudrykkja. Neysla á slíkum drykkjum hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Búðahillurnar sem áður innihéldu gosdrykki eru nú uppfullar af nýjum tegundum orku- og íþróttadrykkja. Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. Orkudrykkir eru glerungseyðandi og mjög skaðlegir fyrir tennur. Hvort drykkurinn er glerungseyðandi hefur ekkert með sykurinnihald að gera heldur sýrustig. Sykurlausir orkudrykkir eru því jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. Hvaða hlutverki gegnir glerungur? Glerungur er ysta lag tanna. Hann er harðasta efni líkamans og virkar sem varnarskel tannarinnar. Ef glerungurinn eyðist þynnist tönnin jafnt og þétt. Eftir því sem glerungurinn eyðist verður tönn viðkvæmari fyrir öllu áreiti eins og hita, kulda og tannskemmdum. Eyðingin er varanleg því glerungur myndast aldrei aftur á tönn. Hvað er glerungseyðing? Við neyslu á súrum drykkjum fellur sýrustigið í munni. Við lágt sýrustig eyðist glerungur tanna. Munnvatnið gegnir mikilvægu hlutverki við að koma sýrustiginu aftur í eðlilegt horf. Eftir því sem neyslutímabil drykkjarins er lengra því erfiðara er fyrir munnvatnið að sinna þessu varnarhlutverki sínu. Hvað er í orkudrykkjum sem gerir þá glerungseyðandi? Lengi vel var talið að kolsýra væri orsakaþátturinn hvað varðar glerungseyðingu. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að það eru sýrur sem eru notaðar til að auka endingu drykkjanna sem eru glerungseyðandi. Þessar sýrur eru sítrónusýra og fosfórsýra. Ef drykkir innihalda þessar sýrur getur maður gengið að því vísu að þeir hafi lágt sýrustig og eru því að öllum líkindum glerungseyðandi. Neyslumynstur Rannsóknir hafa sýnt að neyslumynstur hefur mikið að segja um hversu mikil glerungseyðing verður. Ef drykkjanna er neytt yfir langt tímabil og sífellt verið að taka sopa og sopa viðhelst súra ástandið í munninum og glerungseyðingin verður meiri fyrir vikið. Best er að sleppa því að drekka súra drykki en ef þeir eru drukknir er best að gera það hratt og með mat. Einnig má notast við rör sem beinir sýrunni frá tönnunum. Óeðlileg markaðssetning Fagfólki svíður mjög hve villandi markaðssetning orkudrykkja er. Auglýsingar eru tíðar, oft er afreksíþróttafólk fengið til að auglýsa drykkina. Þeir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem er umhugað um heilsuna. Nú til dags fer ungt fólk vart í líkamsrækt án þess að drekka súran drykk. Slík markaðssetning er auðvitað mjög villandi og hreint út sagt kolröng. Þessir drykkir hafa skaðleg áhrif á líkamann og alls ekki ætlaðir fyrir börn og unglinga. Mikilvægt er að foreldrar átti sig á skaðsemi orkudrykkja og leiðbeini börnum sínum. Besti, ódýrasti og umhverfisvænasti svaladrykkurinn er auðvitað íslenska vatnið. Hvað þarf að passa upp á eftir neyslu? Alls ekki bursta tennur beint eftir neyslu á orkudrykkjum. Strax eftir neyslu er glerungurinn sérstaklega viðkvæmur og tannburstun getur stuðlað að aukinni glerungseyðingu. Eftir neyslu á súrum drykkjum er gott að skola munn með vatni og borða kalkríka færðu eins og ost eða drekka mjólk til að sýrustigið í munninum nái fyrr að komast í eðlilegt horf. Höfundur er formaður Tannlæknafélags Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar