Sky Sport fékk Eið Smára og Jimmy Floyd til að fara saman yfir gömlu góðu tímana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 14:30 Fyrirsögnin og aðalmyndin með hlaðvarpsþætti Eiðs Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink. Skjámynd/Sky Sports Íslendingur hefur líklega aldrei verið hluti af hættulegra sóknartvíeyki en Eiður Smári Guðjohnsen var á árunum 2000 til 2004. Sky Sport fannst kominn tími á að rifja upp þetta skemmtilega samstarf hans og Jimmy Floyd Hasselbaink sem hófst fyrir rétt tæpum tuttugu árum. Útkoman er mjög skemmtileg. Það má finna stórskemmtilegt spjall þeirra Eiðs Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink í hlaðvarpsþættinum The Transfer Talk Podcast sem er á vegum Sky Sports. Þeir nota eld og ís til að lýsa Hollendingnum og Íslendingnum. Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink skiluðu Chelsea liðinu 146 mörkum á þeim fjórum tímabilum sem þeir spiluðu saman á Brúnni, Eiður var með 59 mörk en Jimmy Floyd skoraði 87 mörk. Gianluca Vialli, þá knattspyrnustjóri Chelsea, bjó það til með því að kaupa Eið Smára frá Bolton og Jimmy Floyd Hasselbaink frá Atlético Madrid. Eiður Smári hélt ekki upp á 22 ára afmælið fyrr en seinna um haustið en Hasselbaink var sex árum eldri. Gianluca Vialli sá tíeykið ekki blómstra undir sinni stjórn því hann var rekinn eftir fimm leiki. Þeir blómstruðu saman undir stjórn Claudio Ranieri en það var síðan Jose Mourinho sem endaði það þegar hann tók við sumarið 2004. Hasselbaink fékk ekki annan samning og fór á frjálsri sölu til Middlesbrough. Eiður Smári átti hins vegar góða tíma undir stjórn Jose Mourinho og saman unnu þeir meðal annars ensku deildina tvisvar sinnum. Eiður Smári segir meðal annars frá því í þættinum hverju hann svaraði þegar Rainieri bauðst til að hjálpa honum að finna nýtt félag. Eiður Smári lofaði Ranieri að hann yrði lengur hjá Chelsea en hann og stóð síðan við það. Þessi orð Eiðs Smári fengu að launum mikinn viðbrögð úr salnum. Í hlaðvarpsþættinum ræða þeir Eiður og Jimmy hvernig þeir fóru næstum því til Liverpool og Barcelona áður en þeir komu til Chelsea og segja frá því þegar Roman Abramovich mætti á svæðið hjá Chelsea. Það hafði örugglega mikil áhrif á því hversu vel þeir náðu saman að Eiður Smári kunni hollensku frá tíma sínum hjá PSV Eindhoven og gat því talað við Hollendinginn á hans móðurmáli. „Þess vegna vissu varnarmennirnir oft ekki hvað við ætluðum að gera,“ rifja þeir upp hlæjandi en hér fyrir neðan má sjá þáttinn með Eiði Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Íslendingur hefur líklega aldrei verið hluti af hættulegra sóknartvíeyki en Eiður Smári Guðjohnsen var á árunum 2000 til 2004. Sky Sport fannst kominn tími á að rifja upp þetta skemmtilega samstarf hans og Jimmy Floyd Hasselbaink sem hófst fyrir rétt tæpum tuttugu árum. Útkoman er mjög skemmtileg. Það má finna stórskemmtilegt spjall þeirra Eiðs Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink í hlaðvarpsþættinum The Transfer Talk Podcast sem er á vegum Sky Sports. Þeir nota eld og ís til að lýsa Hollendingnum og Íslendingnum. Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink skiluðu Chelsea liðinu 146 mörkum á þeim fjórum tímabilum sem þeir spiluðu saman á Brúnni, Eiður var með 59 mörk en Jimmy Floyd skoraði 87 mörk. Gianluca Vialli, þá knattspyrnustjóri Chelsea, bjó það til með því að kaupa Eið Smára frá Bolton og Jimmy Floyd Hasselbaink frá Atlético Madrid. Eiður Smári hélt ekki upp á 22 ára afmælið fyrr en seinna um haustið en Hasselbaink var sex árum eldri. Gianluca Vialli sá tíeykið ekki blómstra undir sinni stjórn því hann var rekinn eftir fimm leiki. Þeir blómstruðu saman undir stjórn Claudio Ranieri en það var síðan Jose Mourinho sem endaði það þegar hann tók við sumarið 2004. Hasselbaink fékk ekki annan samning og fór á frjálsri sölu til Middlesbrough. Eiður Smári átti hins vegar góða tíma undir stjórn Jose Mourinho og saman unnu þeir meðal annars ensku deildina tvisvar sinnum. Eiður Smári segir meðal annars frá því í þættinum hverju hann svaraði þegar Rainieri bauðst til að hjálpa honum að finna nýtt félag. Eiður Smári lofaði Ranieri að hann yrði lengur hjá Chelsea en hann og stóð síðan við það. Þessi orð Eiðs Smári fengu að launum mikinn viðbrögð úr salnum. Í hlaðvarpsþættinum ræða þeir Eiður og Jimmy hvernig þeir fóru næstum því til Liverpool og Barcelona áður en þeir komu til Chelsea og segja frá því þegar Roman Abramovich mætti á svæðið hjá Chelsea. Það hafði örugglega mikil áhrif á því hversu vel þeir náðu saman að Eiður Smári kunni hollensku frá tíma sínum hjá PSV Eindhoven og gat því talað við Hollendinginn á hans móðurmáli. „Þess vegna vissu varnarmennirnir oft ekki hvað við ætluðum að gera,“ rifja þeir upp hlæjandi en hér fyrir neðan má sjá þáttinn með Eiði Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira