Loka af bæ strangtrúaðra gyðinga þar sem kórónuveiran er talin mjög útbreidd Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2020 10:20 Lögregluþjónar í hlífðarbúnaði handtaka þrjá menn sem fóru gegn tilmælum yfirvalda og fóru í bænahús í Bnei Brak. AP/Ariel Schalit Lögreglan í Ísrael hefur lokað af bænum Bnei Brak, þar sem margir strangtrúaðir gyðingar búa, vegna þess hve nýja kórónuveiran hefur dreifst þar samkvæmt sérfræðingum. Búið er að setja útgöngubann á bæinn í kjölfar þess að ríkisstjórn landsins beitti neyðarlögum vegna hans í gærkvöldi. Sérfræðingar áætla að allt að 38 prósent þeirra 200 þúsund manna sem búa í bænum séu þegar smitaðir af veirunni, samkvæmt frétt Reuters. Þá er talið að smitaðir í bænum séu um það bil þriðjungur þeirra sem smitast hafa í Ísrael en um 8,7 milljónir manna búa þar í landi. Þó er einungis búið að staðfesta um 966 tilfelli í bænum. Embættismenn segja samt íbúar Bnai Brak búi í mikilli nánd og þéttleiki byggðarinnar þar sé nærri því hundrað sinnum meiri en meðaltal Ísrael. Margir íbúa bæjarins eru fátækir og margir þeirra hafa farið eftir ráðum presta, sem eru andsnúnir ríkinu, og hafa hvatt fólk til að fylgja ekki tilmælum sem ætlað er að draga úr útbreiðslu veirunnar. Lögreglan mun koma í veg fyrir alla umferð úr og í bæinn og koma rúmlega þúsund lögregluþjónar og hermenn að þeim aðgerðum. Auk þess að loka leiðum inn og úr bænum munu lögregluþjónarnir einnig draga úr ferðum íbúa innan bæjarins en þeim hefur verið gert að halda sig heima eins mikið og auðið er. Yfirmaður lögreglunnar segir að streitist íbúar á móti hafi lögregluþjónar fengið heimild til að beita „viðeigandi valdi“, samkvæmt Times of Israel. Eldri íbúar Bnei Brak verða fluttir úr bænum til að koma í veg fyrir að þau smitist. Í Ísrael hafa 7.030 greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, og 36 hafa dáið. Gangi verstu spár varðandi Bnei Brak eftir, eru þó um 78 þúsund manns smitaðir þar. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Lögreglan í Ísrael hefur lokað af bænum Bnei Brak, þar sem margir strangtrúaðir gyðingar búa, vegna þess hve nýja kórónuveiran hefur dreifst þar samkvæmt sérfræðingum. Búið er að setja útgöngubann á bæinn í kjölfar þess að ríkisstjórn landsins beitti neyðarlögum vegna hans í gærkvöldi. Sérfræðingar áætla að allt að 38 prósent þeirra 200 þúsund manna sem búa í bænum séu þegar smitaðir af veirunni, samkvæmt frétt Reuters. Þá er talið að smitaðir í bænum séu um það bil þriðjungur þeirra sem smitast hafa í Ísrael en um 8,7 milljónir manna búa þar í landi. Þó er einungis búið að staðfesta um 966 tilfelli í bænum. Embættismenn segja samt íbúar Bnai Brak búi í mikilli nánd og þéttleiki byggðarinnar þar sé nærri því hundrað sinnum meiri en meðaltal Ísrael. Margir íbúa bæjarins eru fátækir og margir þeirra hafa farið eftir ráðum presta, sem eru andsnúnir ríkinu, og hafa hvatt fólk til að fylgja ekki tilmælum sem ætlað er að draga úr útbreiðslu veirunnar. Lögreglan mun koma í veg fyrir alla umferð úr og í bæinn og koma rúmlega þúsund lögregluþjónar og hermenn að þeim aðgerðum. Auk þess að loka leiðum inn og úr bænum munu lögregluþjónarnir einnig draga úr ferðum íbúa innan bæjarins en þeim hefur verið gert að halda sig heima eins mikið og auðið er. Yfirmaður lögreglunnar segir að streitist íbúar á móti hafi lögregluþjónar fengið heimild til að beita „viðeigandi valdi“, samkvæmt Times of Israel. Eldri íbúar Bnei Brak verða fluttir úr bænum til að koma í veg fyrir að þau smitist. Í Ísrael hafa 7.030 greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, og 36 hafa dáið. Gangi verstu spár varðandi Bnei Brak eftir, eru þó um 78 þúsund manns smitaðir þar.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira