Loka af bæ strangtrúaðra gyðinga þar sem kórónuveiran er talin mjög útbreidd Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2020 10:20 Lögregluþjónar í hlífðarbúnaði handtaka þrjá menn sem fóru gegn tilmælum yfirvalda og fóru í bænahús í Bnei Brak. AP/Ariel Schalit Lögreglan í Ísrael hefur lokað af bænum Bnei Brak, þar sem margir strangtrúaðir gyðingar búa, vegna þess hve nýja kórónuveiran hefur dreifst þar samkvæmt sérfræðingum. Búið er að setja útgöngubann á bæinn í kjölfar þess að ríkisstjórn landsins beitti neyðarlögum vegna hans í gærkvöldi. Sérfræðingar áætla að allt að 38 prósent þeirra 200 þúsund manna sem búa í bænum séu þegar smitaðir af veirunni, samkvæmt frétt Reuters. Þá er talið að smitaðir í bænum séu um það bil þriðjungur þeirra sem smitast hafa í Ísrael en um 8,7 milljónir manna búa þar í landi. Þó er einungis búið að staðfesta um 966 tilfelli í bænum. Embættismenn segja samt íbúar Bnai Brak búi í mikilli nánd og þéttleiki byggðarinnar þar sé nærri því hundrað sinnum meiri en meðaltal Ísrael. Margir íbúa bæjarins eru fátækir og margir þeirra hafa farið eftir ráðum presta, sem eru andsnúnir ríkinu, og hafa hvatt fólk til að fylgja ekki tilmælum sem ætlað er að draga úr útbreiðslu veirunnar. Lögreglan mun koma í veg fyrir alla umferð úr og í bæinn og koma rúmlega þúsund lögregluþjónar og hermenn að þeim aðgerðum. Auk þess að loka leiðum inn og úr bænum munu lögregluþjónarnir einnig draga úr ferðum íbúa innan bæjarins en þeim hefur verið gert að halda sig heima eins mikið og auðið er. Yfirmaður lögreglunnar segir að streitist íbúar á móti hafi lögregluþjónar fengið heimild til að beita „viðeigandi valdi“, samkvæmt Times of Israel. Eldri íbúar Bnei Brak verða fluttir úr bænum til að koma í veg fyrir að þau smitist. Í Ísrael hafa 7.030 greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, og 36 hafa dáið. Gangi verstu spár varðandi Bnei Brak eftir, eru þó um 78 þúsund manns smitaðir þar. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Lögreglan í Ísrael hefur lokað af bænum Bnei Brak, þar sem margir strangtrúaðir gyðingar búa, vegna þess hve nýja kórónuveiran hefur dreifst þar samkvæmt sérfræðingum. Búið er að setja útgöngubann á bæinn í kjölfar þess að ríkisstjórn landsins beitti neyðarlögum vegna hans í gærkvöldi. Sérfræðingar áætla að allt að 38 prósent þeirra 200 þúsund manna sem búa í bænum séu þegar smitaðir af veirunni, samkvæmt frétt Reuters. Þá er talið að smitaðir í bænum séu um það bil þriðjungur þeirra sem smitast hafa í Ísrael en um 8,7 milljónir manna búa þar í landi. Þó er einungis búið að staðfesta um 966 tilfelli í bænum. Embættismenn segja samt íbúar Bnai Brak búi í mikilli nánd og þéttleiki byggðarinnar þar sé nærri því hundrað sinnum meiri en meðaltal Ísrael. Margir íbúa bæjarins eru fátækir og margir þeirra hafa farið eftir ráðum presta, sem eru andsnúnir ríkinu, og hafa hvatt fólk til að fylgja ekki tilmælum sem ætlað er að draga úr útbreiðslu veirunnar. Lögreglan mun koma í veg fyrir alla umferð úr og í bæinn og koma rúmlega þúsund lögregluþjónar og hermenn að þeim aðgerðum. Auk þess að loka leiðum inn og úr bænum munu lögregluþjónarnir einnig draga úr ferðum íbúa innan bæjarins en þeim hefur verið gert að halda sig heima eins mikið og auðið er. Yfirmaður lögreglunnar segir að streitist íbúar á móti hafi lögregluþjónar fengið heimild til að beita „viðeigandi valdi“, samkvæmt Times of Israel. Eldri íbúar Bnei Brak verða fluttir úr bænum til að koma í veg fyrir að þau smitist. Í Ísrael hafa 7.030 greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, og 36 hafa dáið. Gangi verstu spár varðandi Bnei Brak eftir, eru þó um 78 þúsund manns smitaðir þar.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira