Erlent

Musharraf sakaður um landráð

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Musharraf var handtekinn að heimili sínu í úthverfi Islamabad.
Musharraf var handtekinn að heimili sínu í úthverfi Islamabad.
Pakistanska lögreglan handtók fyrrum forseta, Pervez Musharraf, að heimili hans í úthverfi Islamabad og leiddi hann í dómssal í tengslum við ásakanir þess efnis að hann hafi gerst sekur um landráð meðan hann gegndi embætti. Honum var sleppt eftir ákæruna, samkvæmt Reuters. Lögmaður Musharraf segir hann hafa gefið sig fram sjálfur en til eru myndskeið þar sem hann mætir í dómssal í fylgd lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×