Erlent

Heppnasti óheppnasti maður í heimi

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Joe Berti slapp ómeiddur frá hamförum.
Joe Berti slapp ómeiddur frá hamförum.
Menn velta því nú fyrir sér hvort Joe Berti teljist með heppnari mönnum eða óheppnari. Berti er maraþonhlaupari og hann var við að ljúka hlaupinu í Boston á mánudag þegar sprengjur sprungu við endamarkið. Tveimur dögum síðar var hann kominn heim til sín í Texas en þá tók ekki betra við, þegar hann sá áburðarverksmiðju þar springja með skelfilegum afleiðingum. Berti slapp ómeiddur frá þessum atburðum og prísar sig sælan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×