Erlent

Plönturnar þínar vilja hlusta á þungarokk

Ozzy Osbourne er söngvari Black Sabbath
Ozzy Osbourne er söngvari Black Sabbath
Ef þú vilt að plantan þín vaxi og dafni vel ættir þú að spila fyrir hana þungarokk. Þetta sýnir ný rannsókn í Bretlandi.

Garðyrkjusérfræðingurinn Chris Beardshaw upplýsti hlustendur útvarpsstöðvarinnar Radio 4 í Bretlandi um þetta í dag.

Tilraunin hans fór þannig fram að hann setti fjórar plöntur af sömu gerð í garðhús í nokkrar vikur. Í einu húsinu var engin tónlist spiluð, í öðru húsinu var spiluð klassísk tónlist, í því þriðja tónlist eftir Cliff Richard og í því fjórða var spilað þungarokk, nánar til tekið með hljómsveitinni Black Sabbath.

„Plantan sem var í húsinu þar sem klassíska tónlistin var spiluð óx mjög hægt. Plantan þar sem tónlist Cliff Richards ómaði dó næstum því. En sú þar sem tónar Black Sabbath hljómuðu varð risastór og blómastraði mjög vel,“ segir Beardshaw.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×