Net eftirlitsmyndavéla verður til Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2018 08:00 Eftirlitsmyndavélar eru notaðar af lögregluembættum um allan heim. Henning Kaiser Embætti ríkislögreglustjóra rekur net eftirlitsmyndavéla í Reykjavík, Garðabæ, Reykjanesbæ og Kópavogi. Einnig eru áform uppi um uppsetningu myndavéla á Akranesi, í Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit auk fjölda annarra eftirlitsmyndavéla lögreglunnar sem ekki eru tengdar embættinu. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir eðlilegt að allar eftirlitsmyndavélar lögreglu séu beintengdar embætti ríkislögreglustjóra. Nú eru í notkun 36 eftirlitsmyndavélar í Reykjavík, sex í Reykjanesbæ og ein í Garðabæ en á næstu dögum verða sjö nýjar vélar settar upp í Garðabæ og ellefu í Kópavogi. Þannig er hægt að haga eftirliti með íbúum í gegnum þessar vélar. Í minnisblaði Gunnlaugs Júlíussonar, sveitarstjóra Borgarbyggðar, um uppsetningu eftirlitsmyndavéla, sem lagt var fyrir byggðarráð Borgarbyggðar, kemur fram að ríkislögreglustjóri hafi stækkað vefþjón sinn til að taka á móti meira efni: „Upptökur úr slíkum myndavélum eru lesnar inn á miðlægan gagnagrunn sem ríkislögreglustjóraembættið hefur yfir að ráða. Geymslurými hans var aukið verulega rétt fyrir áramótin sem opnaði möguleika á að setja slíkar eftirlitsmyndavélar víðar upp en gert hafði verið þar áður. Áður hafði takmarkað geymslurými gert það að verkum að ekki var hægt að fjölga slíkum vélum.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóriUm mitt ár 2016 var tekin ákvörðun um að sameina kerfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra þannig að nú er rekið eitt öryggismyndavélakerfi af ríkislögreglustjóra. Einnig voru öryggismyndavélar sem Reykjanesbær og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráku tengdar við kerfið. Einnig er vitað um fleiri eftirlitsmyndavélar sem notaðar eru af lögreglu. Til að mynda eru að minnsta kosti tvær myndavélar í miðbæ Akureyrar sem stýrt er af lögreglu. Þá hefur uppsetning á myndavélakerfum á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum ekki verið í samráði við ríkislögreglustjóra. Að mati Haraldar væri mun betra ef allar vélarnar yrðu tengdar inn á miðlægt kerfi. „Jú, vissulega væri það til hagsbóta að allar eftirlitsmyndavélar sem lögregla notar við dagleg störf sín séu á sameiginlegu kerfi. Hins vegar er mikilvægt að slík vinnsla upplýsinga standist lög um meðferð persónuupplýsinga,“ segir hann. „Það er rétt að kerfi ríkislögreglustjóra er tæknilega séð fært um að taka við upplýsingum, í þessu tilfelli myndefni, alls staðar að af landinu. Embættið stækkaði gagnagrunninn sinn fyrir nokkru síðan. Hins vegar höfum við ekki fengið beiðni frá lögreglustjórum um landið um að tengjast kerfinu,“ segir Haraldur ríkislögreglustjóri. Í skriflegu svari embættisins kemur einnig fram að möguleiki sé á því að lesa bílnúmer bifreiða sjálfvirkt með vefmyndavélum. Það þurfi hins vegar að skoða í samræmi við nýja löggjöf ESB. „Ný lög um meðferð persónuupplýsinga og innleiðing á tilskipun Evrópusambandsins um vinnslu persónuupplýsinga hjá löggæslu verður viðfangsefni viðkomandi stofnana á næstu misserum og því er ekki tímabært að ákveða um upptöku á sjálfvirkum bílnúmeraplötulestri með öryggismyndavélum,“ segir í svarinu. Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi Fleiri myndavélar verða settar upp í sumar og haust og verða staðsetningar þeirra kynntar síðar. 22. apríl 2018 17:26 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra rekur net eftirlitsmyndavéla í Reykjavík, Garðabæ, Reykjanesbæ og Kópavogi. Einnig eru áform uppi um uppsetningu myndavéla á Akranesi, í Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit auk fjölda annarra eftirlitsmyndavéla lögreglunnar sem ekki eru tengdar embættinu. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir eðlilegt að allar eftirlitsmyndavélar lögreglu séu beintengdar embætti ríkislögreglustjóra. Nú eru í notkun 36 eftirlitsmyndavélar í Reykjavík, sex í Reykjanesbæ og ein í Garðabæ en á næstu dögum verða sjö nýjar vélar settar upp í Garðabæ og ellefu í Kópavogi. Þannig er hægt að haga eftirliti með íbúum í gegnum þessar vélar. Í minnisblaði Gunnlaugs Júlíussonar, sveitarstjóra Borgarbyggðar, um uppsetningu eftirlitsmyndavéla, sem lagt var fyrir byggðarráð Borgarbyggðar, kemur fram að ríkislögreglustjóri hafi stækkað vefþjón sinn til að taka á móti meira efni: „Upptökur úr slíkum myndavélum eru lesnar inn á miðlægan gagnagrunn sem ríkislögreglustjóraembættið hefur yfir að ráða. Geymslurými hans var aukið verulega rétt fyrir áramótin sem opnaði möguleika á að setja slíkar eftirlitsmyndavélar víðar upp en gert hafði verið þar áður. Áður hafði takmarkað geymslurými gert það að verkum að ekki var hægt að fjölga slíkum vélum.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóriUm mitt ár 2016 var tekin ákvörðun um að sameina kerfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra þannig að nú er rekið eitt öryggismyndavélakerfi af ríkislögreglustjóra. Einnig voru öryggismyndavélar sem Reykjanesbær og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráku tengdar við kerfið. Einnig er vitað um fleiri eftirlitsmyndavélar sem notaðar eru af lögreglu. Til að mynda eru að minnsta kosti tvær myndavélar í miðbæ Akureyrar sem stýrt er af lögreglu. Þá hefur uppsetning á myndavélakerfum á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum ekki verið í samráði við ríkislögreglustjóra. Að mati Haraldar væri mun betra ef allar vélarnar yrðu tengdar inn á miðlægt kerfi. „Jú, vissulega væri það til hagsbóta að allar eftirlitsmyndavélar sem lögregla notar við dagleg störf sín séu á sameiginlegu kerfi. Hins vegar er mikilvægt að slík vinnsla upplýsinga standist lög um meðferð persónuupplýsinga,“ segir hann. „Það er rétt að kerfi ríkislögreglustjóra er tæknilega séð fært um að taka við upplýsingum, í þessu tilfelli myndefni, alls staðar að af landinu. Embættið stækkaði gagnagrunninn sinn fyrir nokkru síðan. Hins vegar höfum við ekki fengið beiðni frá lögreglustjórum um landið um að tengjast kerfinu,“ segir Haraldur ríkislögreglustjóri. Í skriflegu svari embættisins kemur einnig fram að möguleiki sé á því að lesa bílnúmer bifreiða sjálfvirkt með vefmyndavélum. Það þurfi hins vegar að skoða í samræmi við nýja löggjöf ESB. „Ný lög um meðferð persónuupplýsinga og innleiðing á tilskipun Evrópusambandsins um vinnslu persónuupplýsinga hjá löggæslu verður viðfangsefni viðkomandi stofnana á næstu misserum og því er ekki tímabært að ákveða um upptöku á sjálfvirkum bílnúmeraplötulestri með öryggismyndavélum,“ segir í svarinu.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi Fleiri myndavélar verða settar upp í sumar og haust og verða staðsetningar þeirra kynntar síðar. 22. apríl 2018 17:26 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi Fleiri myndavélar verða settar upp í sumar og haust og verða staðsetningar þeirra kynntar síðar. 22. apríl 2018 17:26