Gylfi Þór hefur komið að helmingi marka Swansea í deildinni á tímabilinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2017 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson er allt í öllu hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni eins og hann hefur verið undanfarin misseri en hann bjargaði liðinu nánast einn síns liðs frá falli á síðustu leiktíð með níu mörkum og tveimur stoðsendingum eftir áramót. Gylfi Þór er sjóðheitur þessa dagana en í gærkvöldi tryggði hann liðinu sigur á Southampton, 2-1, með fallegu marki eftir skyndisókn í seinni hálfleik en íslenski landsliðsmaðurinn lagði upp fyrra mark liðsins fyrir Alfie Mawson. Þetta er annar leikurinn í röð sem Gylfi skorar sigurmark en það gerði hann einnig í síðustu umferð þegar Swansea fór á Anfield og vann Liverpool, 3-2. Þökk sé sigurmörkum Gylfa Þórs er Swansea komið upp úr fallsæti og lítur út fyrir að Hafnfirðingurinn ætli að bjarga velska liðinu á ný.Gylfi Þór er nú búinn að skora sjö mörk og leggja upp önnur sjö á tímabilinu og því koma með beinum hætti að fjórtán mörkum. Hann er því búinn að koma að helming marka Swansea í ensku úrvalsdeildinni því liðið er búið að skora 28 mörk. Það er bara verst að Gylfi getur ekki spilað allar stöður og þá helst í vörninni því velska liðið er búið að leka inn 52 mörkum sem er það lang mesta í deildinni. Næsta lið er Hull sem er á botninum með fimm stigum minna en Swansea en það er búið að fá á sig 47 mörk. Gylfi er í 5.-6. sæti listans yfir stoðsendingahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Adam Lallana sem er búinn að gefa jafnmargar stoðsendingar fyrir Liverpool. Fyrir ofan þá eru Alexis Sánchez, Arsenal, Matthew Phillips, WBA, og Christian Eriksen, Tottenham, allir með átta stoðsendingar. Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, trónir á toppi stoðsendingalistans með níu stykki.Gylfi Sigurdsson has been directly involved in 50% of Swansea's 28 Premier League goals this season.7 assists7 goalsSo underrated. pic.twitter.com/KBVRrG2xma— Squawka Football (@Squawka) January 31, 2017 Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi með sigurmark Swansea annan leikinn í röð | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við mikilvægan 2-1 heimasigur Swansea á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 31. janúar 2017 21:30 Swansea upp að hlið Leicester og Burnley vann | Úrslit kvöldsins í enska | Sjáðu mörkin Sigurmark Gylfa Þór Sigurðssonar sá til þess að Swansea sat ekki í fallsæti eftir leiki kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni því Crystal Palace vann 2-0 útisigur á Bournemouth á sama tíma. 31. janúar 2017 22:00 Sjáðu markið hans Gylfa og öll hin úr enska boltanum í gærkvöldi Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea en Arsenal tapaði á heimavelli og Liverpool og Chelsea gerðu jafntefli. 1. febrúar 2017 08:30 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er allt í öllu hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni eins og hann hefur verið undanfarin misseri en hann bjargaði liðinu nánast einn síns liðs frá falli á síðustu leiktíð með níu mörkum og tveimur stoðsendingum eftir áramót. Gylfi Þór er sjóðheitur þessa dagana en í gærkvöldi tryggði hann liðinu sigur á Southampton, 2-1, með fallegu marki eftir skyndisókn í seinni hálfleik en íslenski landsliðsmaðurinn lagði upp fyrra mark liðsins fyrir Alfie Mawson. Þetta er annar leikurinn í röð sem Gylfi skorar sigurmark en það gerði hann einnig í síðustu umferð þegar Swansea fór á Anfield og vann Liverpool, 3-2. Þökk sé sigurmörkum Gylfa Þórs er Swansea komið upp úr fallsæti og lítur út fyrir að Hafnfirðingurinn ætli að bjarga velska liðinu á ný.Gylfi Þór er nú búinn að skora sjö mörk og leggja upp önnur sjö á tímabilinu og því koma með beinum hætti að fjórtán mörkum. Hann er því búinn að koma að helming marka Swansea í ensku úrvalsdeildinni því liðið er búið að skora 28 mörk. Það er bara verst að Gylfi getur ekki spilað allar stöður og þá helst í vörninni því velska liðið er búið að leka inn 52 mörkum sem er það lang mesta í deildinni. Næsta lið er Hull sem er á botninum með fimm stigum minna en Swansea en það er búið að fá á sig 47 mörk. Gylfi er í 5.-6. sæti listans yfir stoðsendingahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Adam Lallana sem er búinn að gefa jafnmargar stoðsendingar fyrir Liverpool. Fyrir ofan þá eru Alexis Sánchez, Arsenal, Matthew Phillips, WBA, og Christian Eriksen, Tottenham, allir með átta stoðsendingar. Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, trónir á toppi stoðsendingalistans með níu stykki.Gylfi Sigurdsson has been directly involved in 50% of Swansea's 28 Premier League goals this season.7 assists7 goalsSo underrated. pic.twitter.com/KBVRrG2xma— Squawka Football (@Squawka) January 31, 2017
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi með sigurmark Swansea annan leikinn í röð | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við mikilvægan 2-1 heimasigur Swansea á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 31. janúar 2017 21:30 Swansea upp að hlið Leicester og Burnley vann | Úrslit kvöldsins í enska | Sjáðu mörkin Sigurmark Gylfa Þór Sigurðssonar sá til þess að Swansea sat ekki í fallsæti eftir leiki kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni því Crystal Palace vann 2-0 útisigur á Bournemouth á sama tíma. 31. janúar 2017 22:00 Sjáðu markið hans Gylfa og öll hin úr enska boltanum í gærkvöldi Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea en Arsenal tapaði á heimavelli og Liverpool og Chelsea gerðu jafntefli. 1. febrúar 2017 08:30 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Sjá meira
Gylfi með sigurmark Swansea annan leikinn í röð | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við mikilvægan 2-1 heimasigur Swansea á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 31. janúar 2017 21:30
Swansea upp að hlið Leicester og Burnley vann | Úrslit kvöldsins í enska | Sjáðu mörkin Sigurmark Gylfa Þór Sigurðssonar sá til þess að Swansea sat ekki í fallsæti eftir leiki kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni því Crystal Palace vann 2-0 útisigur á Bournemouth á sama tíma. 31. janúar 2017 22:00
Sjáðu markið hans Gylfa og öll hin úr enska boltanum í gærkvöldi Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea en Arsenal tapaði á heimavelli og Liverpool og Chelsea gerðu jafntefli. 1. febrúar 2017 08:30
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti