Borgarráð opnar á breytta legu brauta Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2013 18:45 Borgarráð er tilbúið að skoða breytingar á legu flugbrauta í því skyni að ná sátt um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn lítur svo á að Alþingi sé þegar búið að stöðva uppbyggingaráform borgarinnar. Sérkennileg staða er komin upp í flugvallarmálinu. Borgarráð samþykkti í gær nýtt skipulag sem gerir ráð fyrir að minnstu flugbrautinni verði lokað og svæðið tekið undir íbúðabyggð. Á sama tíma neitaði Alþingi að veita heimild til þess að afsala landinu til borgarinnar. Þótt borgarráð hafi samþykkt að auglýsa nýja skipulag strax fyrir áramót var samt opnað á samkomulagsleið í bókun meirihlutans en þar er flugvallarnefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur gefið svigrúm til að kanna alla flugvallakosti. Meirihlutinn telur reyndar að framkvæmdir geti hafist á Hlíðarendasvæði, þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð, en segir að horft verði til vinnu flugvallarnefndarinnar áður en lokið verður við alla skipulagsgerðina í Skerjafirði í því skyni að útiloka ekki hugsanlega kosti. Þetta þýðir að borgarstjórnarmeirihlutinn er tilbúinn að veita því svigrúm að breytt lega flugbrauta verði skoðuð, eins og til dæmis Ómar Ragnarsson hefur lagt til sem málamiðlun. Eftir stendur að borgin vill að lokun brautarinnar verði auglýst fyrir áramót. Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, ítrekaði í þinginu í dag að staðið yrði við samninga við borgina. „Það er það sem ríkisvaldið gerir, það auðvitað í samræmi við samninga frá 1999 og fjölda samninga eftir það, tilkynnir um lokun þriðju brautarinnar. En í samræmi við þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar verður þeirri braut hins vegar ekki lokað fyrr en niðurstaða þessarar nefndar liggur fyrir,” sagði ráðherrann. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, Júlíus Vífill Ingvarsson, segir að pattstaða sé uppi í flugvallarmálinu. „Reykjavíkurborg hefur skipulagsvaldið. En auðvitað ef eigandi landsins hefur ekki áhuga á uppbyggingu og að nýta það með þeim hætti sem skipulagið segir til um þá verður ekki af uppbyggingu.” -Þannig að Alþingi getur stöðvað þetta að þínu mati? „Alþingi hefur þegar stöðvað það,” svaraði Júlíus Vífill. Tengdar fréttir Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Borgarráð er tilbúið að skoða breytingar á legu flugbrauta í því skyni að ná sátt um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn lítur svo á að Alþingi sé þegar búið að stöðva uppbyggingaráform borgarinnar. Sérkennileg staða er komin upp í flugvallarmálinu. Borgarráð samþykkti í gær nýtt skipulag sem gerir ráð fyrir að minnstu flugbrautinni verði lokað og svæðið tekið undir íbúðabyggð. Á sama tíma neitaði Alþingi að veita heimild til þess að afsala landinu til borgarinnar. Þótt borgarráð hafi samþykkt að auglýsa nýja skipulag strax fyrir áramót var samt opnað á samkomulagsleið í bókun meirihlutans en þar er flugvallarnefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur gefið svigrúm til að kanna alla flugvallakosti. Meirihlutinn telur reyndar að framkvæmdir geti hafist á Hlíðarendasvæði, þar sem gert sé ráð fyrir blandaðri byggð, en segir að horft verði til vinnu flugvallarnefndarinnar áður en lokið verður við alla skipulagsgerðina í Skerjafirði í því skyni að útiloka ekki hugsanlega kosti. Þetta þýðir að borgarstjórnarmeirihlutinn er tilbúinn að veita því svigrúm að breytt lega flugbrauta verði skoðuð, eins og til dæmis Ómar Ragnarsson hefur lagt til sem málamiðlun. Eftir stendur að borgin vill að lokun brautarinnar verði auglýst fyrir áramót. Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, ítrekaði í þinginu í dag að staðið yrði við samninga við borgina. „Það er það sem ríkisvaldið gerir, það auðvitað í samræmi við samninga frá 1999 og fjölda samninga eftir það, tilkynnir um lokun þriðju brautarinnar. En í samræmi við þessa ákvörðun Reykjavíkurborgar verður þeirri braut hins vegar ekki lokað fyrr en niðurstaða þessarar nefndar liggur fyrir,” sagði ráðherrann. Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, Júlíus Vífill Ingvarsson, segir að pattstaða sé uppi í flugvallarmálinu. „Reykjavíkurborg hefur skipulagsvaldið. En auðvitað ef eigandi landsins hefur ekki áhuga á uppbyggingu og að nýta það með þeim hætti sem skipulagið segir til um þá verður ekki af uppbyggingu.” -Þannig að Alþingi getur stöðvað þetta að þínu mati? „Alþingi hefur þegar stöðvað það,” svaraði Júlíus Vífill.
Tengdar fréttir Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14
Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00
Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58