Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2013 19:00 Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Fjárlaganefnd Alþingis ákvað samtímis að strika yfir tillögu um að borgin fái afsal fyrir landinu og segir formaðurinn, Vigdís Haukdóttir, að borgarstjórn verði að fara að átta sig á því að það þýði ekki að ganga svona fram í andstöðu við þjóðina. Skipulag hins nýja Skerjafjarðar fór með hraði í gegnum borgarkerfið á síðasta sólarhring. Það var samþykkt í gær í umhverfis- og skipulagsráði og síðan afgreitt úr borgarráði í morgun og fer nú til auglýsingar.Hverfið sem borgin vill byggja á landi flugvallarins.Það er hins vegar óvíst hvort borgin fái landið. Á fundi fjárlaganefndar Alþingis nú síðdegis varð ljóst að tillaga um að heimila ráðherra að afsala borginni hluta af flugvallarlandi í eigu ríkisins, verður ekki hluti af tillögum nefndarinnar vegna fjárlaga næsta árs. Nefndarformaðurinn, Vigdís Hauksdóttir, segir ekki þingmeirihluta fyrir tillögunni. -Þýðir þetta í raun að Alþingi stöðvar það að borgin fái þetta land? „Já. 1. janúar 2014 rennur út sú heimild sem í gildi er að ríkið afhendi borginni landið. Þannig að, já, þetta er með þeim hætti. Og ég gleðst yfir því. Flugvöllurinn á að vera í Vatnsmýrinni,” segir Vigdís.Dagur B. Eggertsson og Katrín Júlíusdóttir handsala samkomulag um sölu flugvallarlandsins.Hún útilokar þó ekki að fulltrúi Samfylkinginnar leggi fram slíka tillögu. „Þetta er náttúrlega bara fyrst og fremst þannig að það var Samfylkingin í ríkisstjórn sem samdi við Samfylkinguna í borgarstjórn um þennan gjörning og við erum bara að vinda ofan af því,” segir Vigdís. Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson, vildi ekki tjá sig í dag um hvaða áhrif afstaða Alþingis hefði á áform borgarstjórnarmeirihlutans. Vigdís Hauksdóttir sendir borgarstjórn hins vegar þau skilaboð að hún fari að átta sig á vilja landsmanna í þessu máli og vísar til nýlegrar undirskriftasöfnunar og skoðanakannana. „Það þýðir ekki að ganga svona fram í andstöðu við þjóðina, eins og núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur hefur gert. Það endar náttúrlega bara með slysi, eins og þessu,” segir Vigdís. Tengdar fréttir Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. 21. nóvember 2013 19:04 Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Leit hafin að nýju flugvallarstæði fyrir höfuðborgarsvæðið Líf Reykjavíkurflugvallar var framlengt um sex ár með samkomulagi milli ríkis, borgar og Icelandair Group sem undirritað var í dag. Nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á að finna flugvellinum nýjan stað. 25. október 2013 19:51 Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. 13. nóvember 2013 19:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Fjárlaganefnd Alþingis ákvað samtímis að strika yfir tillögu um að borgin fái afsal fyrir landinu og segir formaðurinn, Vigdís Haukdóttir, að borgarstjórn verði að fara að átta sig á því að það þýði ekki að ganga svona fram í andstöðu við þjóðina. Skipulag hins nýja Skerjafjarðar fór með hraði í gegnum borgarkerfið á síðasta sólarhring. Það var samþykkt í gær í umhverfis- og skipulagsráði og síðan afgreitt úr borgarráði í morgun og fer nú til auglýsingar.Hverfið sem borgin vill byggja á landi flugvallarins.Það er hins vegar óvíst hvort borgin fái landið. Á fundi fjárlaganefndar Alþingis nú síðdegis varð ljóst að tillaga um að heimila ráðherra að afsala borginni hluta af flugvallarlandi í eigu ríkisins, verður ekki hluti af tillögum nefndarinnar vegna fjárlaga næsta árs. Nefndarformaðurinn, Vigdís Hauksdóttir, segir ekki þingmeirihluta fyrir tillögunni. -Þýðir þetta í raun að Alþingi stöðvar það að borgin fái þetta land? „Já. 1. janúar 2014 rennur út sú heimild sem í gildi er að ríkið afhendi borginni landið. Þannig að, já, þetta er með þeim hætti. Og ég gleðst yfir því. Flugvöllurinn á að vera í Vatnsmýrinni,” segir Vigdís.Dagur B. Eggertsson og Katrín Júlíusdóttir handsala samkomulag um sölu flugvallarlandsins.Hún útilokar þó ekki að fulltrúi Samfylkinginnar leggi fram slíka tillögu. „Þetta er náttúrlega bara fyrst og fremst þannig að það var Samfylkingin í ríkisstjórn sem samdi við Samfylkinguna í borgarstjórn um þennan gjörning og við erum bara að vinda ofan af því,” segir Vigdís. Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson, vildi ekki tjá sig í dag um hvaða áhrif afstaða Alþingis hefði á áform borgarstjórnarmeirihlutans. Vigdís Hauksdóttir sendir borgarstjórn hins vegar þau skilaboð að hún fari að átta sig á vilja landsmanna í þessu máli og vísar til nýlegrar undirskriftasöfnunar og skoðanakannana. „Það þýðir ekki að ganga svona fram í andstöðu við þjóðina, eins og núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur hefur gert. Það endar náttúrlega bara með slysi, eins og þessu,” segir Vigdís.
Tengdar fréttir Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. 21. nóvember 2013 19:04 Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Leit hafin að nýju flugvallarstæði fyrir höfuðborgarsvæðið Líf Reykjavíkurflugvallar var framlengt um sex ár með samkomulagi milli ríkis, borgar og Icelandair Group sem undirritað var í dag. Nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á að finna flugvellinum nýjan stað. 25. október 2013 19:51 Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. 13. nóvember 2013 19:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. 21. nóvember 2013 19:04
Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27
Leit hafin að nýju flugvallarstæði fyrir höfuðborgarsvæðið Líf Reykjavíkurflugvallar var framlengt um sex ár með samkomulagi milli ríkis, borgar og Icelandair Group sem undirritað var í dag. Nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á að finna flugvellinum nýjan stað. 25. október 2013 19:51
Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. 13. nóvember 2013 19:24