Þúsundir flúðu Austur-Ghouta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. mars 2018 07:30 Flestir fóru fótgangandi en margir fengu sæti í rútum, eins og þessi drengur hér. Vísir/Getty Þúsundir almennra borgara flúðu Austur-Ghouta í Sýrlandi í gær. Fór fólkið fótgangandi út af svæðinu. Svo margir hafa ekki flúið svæðið á sama degi frá því stjórnarher Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, setti aukinn þunga í sókn sína í febrúar. Reuters greindi frá. „Við höfðum setið föst niðri í kjallara lengi og þorðum ekki að koma út. Við gátum ekki verið hér lengur. Hér er enginn matur,“ sagði einn hinna flúnu við Reuters í gær í útjaðri bæjarins Hammouriyeh. Annar maður, Amer al-Shourbaji, hafði svipaða sögu að segja. Sagði hann ekkert vatn í Austur-Ghouta, ekkert rafmagn og enga menntun fyrir börn sín. „Á hverjum degi flýja um 800 manns,“ hafði rússneski miðillinn RIA eftir rússneska herforingjanum Vladímír Zolotúkhín. Rússar eru helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights hafa að minnsta kosti 12.500 nú flúið svæðið og haldið inn á yfirráðasvæði stjórnarliða. Enn eru um 400.000 almennir borgarar innlyksa í Austur-Ghouta en stjórnarherinn nálgast markmið sitt um að taka svæðið. Hefur hann nú þegar klofið yfirráðasvæði uppreisnarmanna í tvennt. Nærri þúsund hafa fallið í linnulausum árásum Assad-liða. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar ná mikilvægum bæ í Ghouta Árásin á svæðið hefur nú staðið yfir í um mánuð og er talið að rúmlega 1.200 almennir borgarar hafi fallið. 15. mars 2018 11:05 Sýrlenski stjórnarherinn hefur umkringt Douma Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta 10. mars 2018 23:30 Tókst aftur að flytja særða Á þriðja tug almennra borgara, sem þurftu nauðsynlega að komast undir læknishendur, tókst í gær að flýja Austur-Ghouta í Sýrlandi. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Þúsundir almennra borgara flúðu Austur-Ghouta í Sýrlandi í gær. Fór fólkið fótgangandi út af svæðinu. Svo margir hafa ekki flúið svæðið á sama degi frá því stjórnarher Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, setti aukinn þunga í sókn sína í febrúar. Reuters greindi frá. „Við höfðum setið föst niðri í kjallara lengi og þorðum ekki að koma út. Við gátum ekki verið hér lengur. Hér er enginn matur,“ sagði einn hinna flúnu við Reuters í gær í útjaðri bæjarins Hammouriyeh. Annar maður, Amer al-Shourbaji, hafði svipaða sögu að segja. Sagði hann ekkert vatn í Austur-Ghouta, ekkert rafmagn og enga menntun fyrir börn sín. „Á hverjum degi flýja um 800 manns,“ hafði rússneski miðillinn RIA eftir rússneska herforingjanum Vladímír Zolotúkhín. Rússar eru helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Syrian Observatory for Human Rights hafa að minnsta kosti 12.500 nú flúið svæðið og haldið inn á yfirráðasvæði stjórnarliða. Enn eru um 400.000 almennir borgarar innlyksa í Austur-Ghouta en stjórnarherinn nálgast markmið sitt um að taka svæðið. Hefur hann nú þegar klofið yfirráðasvæði uppreisnarmanna í tvennt. Nærri þúsund hafa fallið í linnulausum árásum Assad-liða.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar ná mikilvægum bæ í Ghouta Árásin á svæðið hefur nú staðið yfir í um mánuð og er talið að rúmlega 1.200 almennir borgarar hafi fallið. 15. mars 2018 11:05 Sýrlenski stjórnarherinn hefur umkringt Douma Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta 10. mars 2018 23:30 Tókst aftur að flytja særða Á þriðja tug almennra borgara, sem þurftu nauðsynlega að komast undir læknishendur, tókst í gær að flýja Austur-Ghouta í Sýrlandi. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Assad-liðar ná mikilvægum bæ í Ghouta Árásin á svæðið hefur nú staðið yfir í um mánuð og er talið að rúmlega 1.200 almennir borgarar hafi fallið. 15. mars 2018 11:05
Sýrlenski stjórnarherinn hefur umkringt Douma Yfir eitt þúsund almennir borgarar eru fallnir í Austur-Ghouta 10. mars 2018 23:30
Tókst aftur að flytja særða Á þriðja tug almennra borgara, sem þurftu nauðsynlega að komast undir læknishendur, tókst í gær að flýja Austur-Ghouta í Sýrlandi. 15. mars 2018 06:00