Fram kláraði Njarðvík í 5. umferð A-deild Lengjubikarsins, en sigurmarkið kom tíu mínútum fyrir leikslok.
Theodór Guðni Halldórsson kom Njarðvík yfir eftir rúma mínútu, en á 24. mínútu jafnaði Hlynur Atli Magnússon metin og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Varamaðurinn Orri Gunnarsson skoraði svo sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok, en Fram endar riðilinn með tvo sigra og eru nú í þriðja sætinu. Þeir unnu tvo síðustu leikina, gegn Njarðvík og Víkingi Reykjavík.
Njarðvík er sæti neðar og enda með fjögur stig, en ÍBV og Víkingur Reykjavík eiga eftir að spila innbyrðis og verma þau botninn með fjögur og þrjú stig.
Annar sigur Fram í röð
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn




Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn

Starf Amorims öruggt
Enski boltinn