Reyndur sjúkraflugmaður segir glapræði að loka flugbraut Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2014 18:45 Einn reyndasti sjúkrafluningamaður landsins segir glapræði að loka minnstu braut Rekjavíkurflugvallar þótt skýrslur sýni að brautin sé ekki mikið notuð. Hún gegni mikilvægu hlutverki sem varabraut og jafn vitlaust sé að loka henni og að spenna á sig bílbelti eftir að slys hefur átt sér stað. Samkvæmt tveimur skýrslum sem verkfræðistofan EFLA hefur gert fyrir Ísavia yrði nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar án minnstu flugbrautarinnar, norðaustur-suðvestur brautarinnar, 97 prósent og um 98 prósent fyrir Fokker 50 flugvélar og Beachcraft flugvélar við nákvæmari greiningu út frá lendingarskyrðum og fleira. En viðmið Alþjóðaflugmálastofnunarinnar er 95 prósent. Fyrrverandi innanríkisráðherra beið m.a. eftir þessari skýrslu áður en ákvörðun yrði tekin um að loka flugbrautinni. Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernir, er með reyndari sjúkraflutningamönnum landsins og Ernir fljúga á fimm áfangastaði á landsbyggðinni. Hann er engan veginn sáttur við lokun flugbrautarinnar. „Það er alveg magnað að það kemur skýrsla eftir skýrslu og þær stangast meira og minna á. Það er bara pantaður nýr sérfræðingur ef skýrslurnar eru ekki nógu hagstæðar,“ segir Hörður. Hann segir þessa flugbraut verða að vera ef flugvöllurinn eigi að gagnast innanlandsfluginu og sjúkrafluginu. Þetta sé eina flugbrautin með þessari stefnu á suðvesturhorni landsins og því hafi verið lofað þegar braut með sömu stefnu var aflögð á Keflavíkurflugvelli að brautin í Reykjavík fengi að halda sér. Það breyti engu þótt tölur sýni að hún sé ekki oft notuð á hverju ári. Þetta sé mjög mikilvæg vara- og neyðarbraut. „Þetta er bara eins og að vera með öryggisbelti . Þú setur á þig öryggisbeltið áður en þú keyrir af stað en ekki þegar þú ert lentur á hvolfi út í skurði,“ segir Hörður. Mikilvægt sé að brautin sé til staðar þegar lagt er af stað í flug í vissum skilyrðum og samkvæmt reglum verði varaflugvellir alltaf að vera til staðar. „Þannig er þetta og það er glapræði að ráðast með þessum hætti að öryggi Reykjavíkurflugvallar,“ segir Hörður Guðmundsson. Tengdar fréttir Harma ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík harmar þá ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins með þeim hætti að nú sé þar gert ráð fyrir brotthvarfi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar. 3. desember 2014 18:37 Nýr innanríkisráðherra vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf Nordal á Alþingi. 4. desember 2014 15:01 Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent Nýtt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar birt. 2. desember 2014 15:58 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Einn reyndasti sjúkrafluningamaður landsins segir glapræði að loka minnstu braut Rekjavíkurflugvallar þótt skýrslur sýni að brautin sé ekki mikið notuð. Hún gegni mikilvægu hlutverki sem varabraut og jafn vitlaust sé að loka henni og að spenna á sig bílbelti eftir að slys hefur átt sér stað. Samkvæmt tveimur skýrslum sem verkfræðistofan EFLA hefur gert fyrir Ísavia yrði nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar án minnstu flugbrautarinnar, norðaustur-suðvestur brautarinnar, 97 prósent og um 98 prósent fyrir Fokker 50 flugvélar og Beachcraft flugvélar við nákvæmari greiningu út frá lendingarskyrðum og fleira. En viðmið Alþjóðaflugmálastofnunarinnar er 95 prósent. Fyrrverandi innanríkisráðherra beið m.a. eftir þessari skýrslu áður en ákvörðun yrði tekin um að loka flugbrautinni. Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernir, er með reyndari sjúkraflutningamönnum landsins og Ernir fljúga á fimm áfangastaði á landsbyggðinni. Hann er engan veginn sáttur við lokun flugbrautarinnar. „Það er alveg magnað að það kemur skýrsla eftir skýrslu og þær stangast meira og minna á. Það er bara pantaður nýr sérfræðingur ef skýrslurnar eru ekki nógu hagstæðar,“ segir Hörður. Hann segir þessa flugbraut verða að vera ef flugvöllurinn eigi að gagnast innanlandsfluginu og sjúkrafluginu. Þetta sé eina flugbrautin með þessari stefnu á suðvesturhorni landsins og því hafi verið lofað þegar braut með sömu stefnu var aflögð á Keflavíkurflugvelli að brautin í Reykjavík fengi að halda sér. Það breyti engu þótt tölur sýni að hún sé ekki oft notuð á hverju ári. Þetta sé mjög mikilvæg vara- og neyðarbraut. „Þetta er bara eins og að vera með öryggisbelti . Þú setur á þig öryggisbeltið áður en þú keyrir af stað en ekki þegar þú ert lentur á hvolfi út í skurði,“ segir Hörður. Mikilvægt sé að brautin sé til staðar þegar lagt er af stað í flug í vissum skilyrðum og samkvæmt reglum verði varaflugvellir alltaf að vera til staðar. „Þannig er þetta og það er glapræði að ráðast með þessum hætti að öryggi Reykjavíkurflugvallar,“ segir Hörður Guðmundsson.
Tengdar fréttir Harma ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík harmar þá ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins með þeim hætti að nú sé þar gert ráð fyrir brotthvarfi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar. 3. desember 2014 18:37 Nýr innanríkisráðherra vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf Nordal á Alþingi. 4. desember 2014 15:01 Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent Nýtt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar birt. 2. desember 2014 15:58 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Harma ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík harmar þá ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins með þeim hætti að nú sé þar gert ráð fyrir brotthvarfi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar. 3. desember 2014 18:37
Nýr innanríkisráðherra vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf Nordal á Alþingi. 4. desember 2014 15:01
Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent Nýtt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar birt. 2. desember 2014 15:58
Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum