Innlent

Harma ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans

Stefán Árni Pálsson skrifar
Valhöll
Valhöll
Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík harmar þá ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins með þeim hætti að nú sé þar gert ráð fyrir brotthvarfi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í ályktun frá ráðinu.

Þar segir einnig að með þessari ákvörðun sé borgarstjórnarmeirihlutinn að virða að vettugi þá þverpólitísku sátt sem náðist með skipan Rögnunefndarinnar og sömuleiðis að ganga þvert gegn vilja mikils meirihluta borgarbúa.

„Lögum samkvæmt þarf ákvörðun borgarstjórnar um að loka flugbraut á Reykjavíkurflugvelli að hljóta samþykki innanríkisráðherra. Borgarbúar hafa, bæði í skoðanakönnunum sem og með stærstu undirskriftarsöfnun í sögu lýðveldisins, vakið athygli á því að þeir vilji hafa flugvöllinn á sínum stað,“ segir í ályktuninni.

Það kemur einnig fram að í ljósi þess krefjist stjórn Varðar að innanríkisráðherra hafni þessari umdeildu ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans og standi þannig vörð um öruggar samgöngur, sjúkraflug og mest af öllu vilja kjósenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×