Innlent

Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fokker 50 vélar sem lentu á Reykjavíkurflugvelli á tímabilinu notuðu brautina í 0,61 prósent tilvika.
Fokker 50 vélar sem lentu á Reykjavíkurflugvelli á tímabilinu notuðu brautina í 0,61 prósent tilvika. Vísir / GVA
Nothæfisstuðull fyrir Reykjavíkurflugvöll er metinn 97 prósent eftir að norðaustur-suðvesturflugbrautin, stundum kölluð neyðarbrautin, verður lokuð. Verkfræðistofan EFLA gerði tvær skýrslur um málið fyrir ISAVIA, sem á og rekur flugvöllinn. Miðað er við nothæfisstuðullinn fari ekki undir 95 prósent.

Greint er frá þessu á vef ISAVIA en þar segir að greiningar EFLU byggi á nákvæmari gögnum og mælingum en áður og samkvæmt þeim sé nothæfisstuðullinn og nothæfistími, sem sé nákvæmari greining á mögulegri nýtingu, hærri en áður hefur verið talið.

EFLA skoðaði allar lendingar Fokker 50 og Beechcraft King Air 200 á Reykjavíkurflugvelli á tveggja og hálfs árs tímabili frá 1. mars 2012 til 1. september 2014. Samtals voru lendingar Fokker 50 véla 11.538 en af þeim voru 70 á NV/SV flugbrautinni, eða 0,61 prósent. Lendingar Beechcraft King Air 200 voru samtals 1.659 en af þeim voru 23 á NV/SV flugbrautinni, eða 1,39 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×