Reyndur sjúkraflugmaður segir glapræði að loka flugbraut Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2014 18:45 Einn reyndasti sjúkrafluningamaður landsins segir glapræði að loka minnstu braut Rekjavíkurflugvallar þótt skýrslur sýni að brautin sé ekki mikið notuð. Hún gegni mikilvægu hlutverki sem varabraut og jafn vitlaust sé að loka henni og að spenna á sig bílbelti eftir að slys hefur átt sér stað. Samkvæmt tveimur skýrslum sem verkfræðistofan EFLA hefur gert fyrir Ísavia yrði nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar án minnstu flugbrautarinnar, norðaustur-suðvestur brautarinnar, 97 prósent og um 98 prósent fyrir Fokker 50 flugvélar og Beachcraft flugvélar við nákvæmari greiningu út frá lendingarskyrðum og fleira. En viðmið Alþjóðaflugmálastofnunarinnar er 95 prósent. Fyrrverandi innanríkisráðherra beið m.a. eftir þessari skýrslu áður en ákvörðun yrði tekin um að loka flugbrautinni. Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernir, er með reyndari sjúkraflutningamönnum landsins og Ernir fljúga á fimm áfangastaði á landsbyggðinni. Hann er engan veginn sáttur við lokun flugbrautarinnar. „Það er alveg magnað að það kemur skýrsla eftir skýrslu og þær stangast meira og minna á. Það er bara pantaður nýr sérfræðingur ef skýrslurnar eru ekki nógu hagstæðar,“ segir Hörður. Hann segir þessa flugbraut verða að vera ef flugvöllurinn eigi að gagnast innanlandsfluginu og sjúkrafluginu. Þetta sé eina flugbrautin með þessari stefnu á suðvesturhorni landsins og því hafi verið lofað þegar braut með sömu stefnu var aflögð á Keflavíkurflugvelli að brautin í Reykjavík fengi að halda sér. Það breyti engu þótt tölur sýni að hún sé ekki oft notuð á hverju ári. Þetta sé mjög mikilvæg vara- og neyðarbraut. „Þetta er bara eins og að vera með öryggisbelti . Þú setur á þig öryggisbeltið áður en þú keyrir af stað en ekki þegar þú ert lentur á hvolfi út í skurði,“ segir Hörður. Mikilvægt sé að brautin sé til staðar þegar lagt er af stað í flug í vissum skilyrðum og samkvæmt reglum verði varaflugvellir alltaf að vera til staðar. „Þannig er þetta og það er glapræði að ráðast með þessum hætti að öryggi Reykjavíkurflugvallar,“ segir Hörður Guðmundsson. Tengdar fréttir Harma ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík harmar þá ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins með þeim hætti að nú sé þar gert ráð fyrir brotthvarfi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar. 3. desember 2014 18:37 Nýr innanríkisráðherra vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf Nordal á Alþingi. 4. desember 2014 15:01 Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent Nýtt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar birt. 2. desember 2014 15:58 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Einn reyndasti sjúkrafluningamaður landsins segir glapræði að loka minnstu braut Rekjavíkurflugvallar þótt skýrslur sýni að brautin sé ekki mikið notuð. Hún gegni mikilvægu hlutverki sem varabraut og jafn vitlaust sé að loka henni og að spenna á sig bílbelti eftir að slys hefur átt sér stað. Samkvæmt tveimur skýrslum sem verkfræðistofan EFLA hefur gert fyrir Ísavia yrði nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar án minnstu flugbrautarinnar, norðaustur-suðvestur brautarinnar, 97 prósent og um 98 prósent fyrir Fokker 50 flugvélar og Beachcraft flugvélar við nákvæmari greiningu út frá lendingarskyrðum og fleira. En viðmið Alþjóðaflugmálastofnunarinnar er 95 prósent. Fyrrverandi innanríkisráðherra beið m.a. eftir þessari skýrslu áður en ákvörðun yrði tekin um að loka flugbrautinni. Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernir, er með reyndari sjúkraflutningamönnum landsins og Ernir fljúga á fimm áfangastaði á landsbyggðinni. Hann er engan veginn sáttur við lokun flugbrautarinnar. „Það er alveg magnað að það kemur skýrsla eftir skýrslu og þær stangast meira og minna á. Það er bara pantaður nýr sérfræðingur ef skýrslurnar eru ekki nógu hagstæðar,“ segir Hörður. Hann segir þessa flugbraut verða að vera ef flugvöllurinn eigi að gagnast innanlandsfluginu og sjúkrafluginu. Þetta sé eina flugbrautin með þessari stefnu á suðvesturhorni landsins og því hafi verið lofað þegar braut með sömu stefnu var aflögð á Keflavíkurflugvelli að brautin í Reykjavík fengi að halda sér. Það breyti engu þótt tölur sýni að hún sé ekki oft notuð á hverju ári. Þetta sé mjög mikilvæg vara- og neyðarbraut. „Þetta er bara eins og að vera með öryggisbelti . Þú setur á þig öryggisbeltið áður en þú keyrir af stað en ekki þegar þú ert lentur á hvolfi út í skurði,“ segir Hörður. Mikilvægt sé að brautin sé til staðar þegar lagt er af stað í flug í vissum skilyrðum og samkvæmt reglum verði varaflugvellir alltaf að vera til staðar. „Þannig er þetta og það er glapræði að ráðast með þessum hætti að öryggi Reykjavíkurflugvallar,“ segir Hörður Guðmundsson.
Tengdar fréttir Harma ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík harmar þá ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins með þeim hætti að nú sé þar gert ráð fyrir brotthvarfi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar. 3. desember 2014 18:37 Nýr innanríkisráðherra vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf Nordal á Alþingi. 4. desember 2014 15:01 Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent Nýtt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar birt. 2. desember 2014 15:58 Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Harma ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík harmar þá ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins með þeim hætti að nú sé þar gert ráð fyrir brotthvarfi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar. 3. desember 2014 18:37
Nýr innanríkisráðherra vill flugvöllinn í Vatnsmýrinni „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er,“ sagði Ólöf Nordal á Alþingi. 4. desember 2014 15:01
Nothæfisstuðull flugvallarins án „neyðarbrautarinnar“ 97 prósent Nýtt mat á nothæfi Reykjavíkurflugvallar birt. 2. desember 2014 15:58
Lendingar á „neyðarbraut“ rúmt hálft prósent af öllum lendingum Síðustu ár jafngilda lendingar á NA/SV-braut Reykjavíkurflugvallar að jafnaði 0,62 prósentum heildarfjölda lendinga. Ekki liggur fyrir skipting lendinganna milli neyðar- og/eða áætlunarflugs og annarrar umferðar. 17. nóvember 2014 07:00