400 milljónir fara í stuðning við einkarekna fjölmiðla Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2020 16:44 Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjárstuðningur við einkarekna miðla í kórónuveirufaraldrinum verði aukinn um 50 milljónir, frá því sem boðað var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Formaður fjárlaganefndar segir að mikill stuðningur sé við aðgerðirnar, þó svo að stjórnarflokkarnir hafi áður tekist á um fjárveitingar til fjölmiðla. Í öðrum aðgerðapakka stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins var kveðið á um 350 milljóna króna stuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta tekjufalli sem orðið hefur vegna minni auglýsingasölu sem hlaupið hefur á tugum prósenta í sumum tilfellum. Í fjárlögum ársins er hins vegar gert ráð fyrir allt að 400 milljóna króna stuðningi við einkarekna miðla í tengslum við fjölmiðlafrumvarp lilju alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Meirihluti fjárlaganefndar hefur nú lagt til að nýta þessa 400 milljóna heimild í fjárlögum og verður kórónuveirustuðningurinn því aukinn um 50 milljónir, eða eins og Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar orðar það: „Við leggjum það til að ráðherra verði heimilt með útfærslu í reglugerð að koma stuðningi til einkarekinna fjölmiðla, allt að 400 milljónum, sem eru í til staðar í gildandi fjárlögum.“ Þrátt fyrir að fjölmiðlafrumvarpið sem nú er til umfjöllunar hjá allsherjar og menntamálanefnd sé umdeilt segir Willum að faraldursframlagið til fjölmiðla njóti stuðnings. „Það var algjör samstaða um það að bregðast við þessu ástandi og hraða því að koma þessum stuðningi til fjölmiðla, þannig það var algjör samstaða um það í þinginu.“ Willum gerir ráð fyrir að vinnu við fjölmiðlastuðninginn verði lokið á mánudag. „Lagagreinin í aðgerðafrumvarpinu, eða bandorminum svokallaða, er þess efnis að hún rammar þetta inn fyrir ráðherrann. Þetta ætti að geta gerst þá hraðar heldur en að fjalla áfram um það frumvarp sem lá fyrir,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Fjölmiðlar Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjárstuðningur við einkarekna miðla í kórónuveirufaraldrinum verði aukinn um 50 milljónir, frá því sem boðað var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Formaður fjárlaganefndar segir að mikill stuðningur sé við aðgerðirnar, þó svo að stjórnarflokkarnir hafi áður tekist á um fjárveitingar til fjölmiðla. Í öðrum aðgerðapakka stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins var kveðið á um 350 milljóna króna stuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta tekjufalli sem orðið hefur vegna minni auglýsingasölu sem hlaupið hefur á tugum prósenta í sumum tilfellum. Í fjárlögum ársins er hins vegar gert ráð fyrir allt að 400 milljóna króna stuðningi við einkarekna miðla í tengslum við fjölmiðlafrumvarp lilju alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Meirihluti fjárlaganefndar hefur nú lagt til að nýta þessa 400 milljóna heimild í fjárlögum og verður kórónuveirustuðningurinn því aukinn um 50 milljónir, eða eins og Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar orðar það: „Við leggjum það til að ráðherra verði heimilt með útfærslu í reglugerð að koma stuðningi til einkarekinna fjölmiðla, allt að 400 milljónum, sem eru í til staðar í gildandi fjárlögum.“ Þrátt fyrir að fjölmiðlafrumvarpið sem nú er til umfjöllunar hjá allsherjar og menntamálanefnd sé umdeilt segir Willum að faraldursframlagið til fjölmiðla njóti stuðnings. „Það var algjör samstaða um það að bregðast við þessu ástandi og hraða því að koma þessum stuðningi til fjölmiðla, þannig það var algjör samstaða um það í þinginu.“ Willum gerir ráð fyrir að vinnu við fjölmiðlastuðninginn verði lokið á mánudag. „Lagagreinin í aðgerðafrumvarpinu, eða bandorminum svokallaða, er þess efnis að hún rammar þetta inn fyrir ráðherrann. Þetta ætti að geta gerst þá hraðar heldur en að fjalla áfram um það frumvarp sem lá fyrir,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Fjölmiðlar Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira