Erlent

Eldar loga á svæði sem er stærra en Reykjanesskaginn

Eldarnir í Kaliforníu hafa brunnið á sautján hundruð ferkílómetra svæði sem jafngildir því að eldar loguðu frá tánni á Reykjanesskaga, allan skagann og að þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Eldarnir loga frá Santa Barbara í vestri að landamærum Mexíkós en menn vonast nú til að eftir að vinda lægði að hægt verði að ná tökum á þeim. Slökkviliðsmenn hafa nýtt sér minnkandi vindstyrk og skvetta vatni úr flugvélum á mestu eldana í San Bernardino fjöllunum með góðum árangri.

Allt að ein milljón íbúa hefur neyðst til að yfirgefa heimili sín síðustu daga og eru það einhverjir mestu fólksflutningar í sögu Bandaríkjanna. Rúmlega fimmtán hundruð heimili eru brunnin og er talið að eignatjón nemi þegar jafnvirði rúmlega sextíu milljarða króna. Bush Bandaríkjaforseti heimsækir hamfarasvæðið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×