Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2019 12:38 Dóra Björt Guðjónsdóttir vonar að hægt verði að fá úr því skorið hvernig túlka beri reglugerð sem Vinnueftirlitið ber fyrir sig. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. Borgin hafi vandað til verka við ákvörðun sína og meðal annars fengið heimild frá Vinnueftirlitinu fyrir breytingunni á sínum tíma. Hún segir fyrirmæli eftirlitsins því óskýr og vonar að hægt verði að fá úr þessu skorið, enda sé viðkvæmt að vera gerð afturreka með mannréttindamál sem þetta. Reglugerðin sem Vinnueftirlitið vísaði til í athugasemd sinni er frá árinu 1995 og því komin til ára sinna að sögn Dóru, ekki síst í ljósi nýrra laga um kynrænt sjálfræði. Dóra bendir á að í umræddri reglugerð sé ekki kveðið sérstaklega á um merkingar á salernum, aðeins að salerni fyrir kynin séu aðgreind þegar vinnustaðir ná ákveðinni stærð. Sjá einnig: Borginni gert að kynjamerkja klósett„Þessi salerni sem um ræðir eru öll einstaklingssalerni,“ segir Dóra og bætir við að eftir umleitan mannréttindaráðsins hafi borist svar frá Vinnueftirlitinu þess efnis „að svo lengi sem við uppfyllum lágmarksfjölda salerna, fyrir hvort kyn, sem snýst frekar um fjölda salernanna frekar en merkingarnar, þá sé í lagi að ráðast í þessar breytingar,“ segir Dóra. Því næst hafi starfsmaður Vinnueftirlitins verið fenginn á fund ráðsins til þess að það væri „yfir allan vafa hafinn að það megi ráðast í þessa breytingu.“ Þessi starfsmaður Vinnueftirlitsins hafi verið mjög skýr í sínum svörum að sögn Dóru, sem segir ráðið hafa þráspurt hann til að hafa þessi mál á hreinu: Að Reykjavíkurborg væri heimilt að hafa salernin ókyngreind - í ljósi þess að vinnustaðurinn uppfyllti kröfur um fjölda salerna, sem öll voru einstaklingssalerni sem fyrr segir.Vinnueftirlitið gerði athugasemdir við kynjamerkingar borgarinnar eftir athugun á skrifstofum Reykavíkurborgar í Borgartúni.Vísir/DaníelVont að fá mannréttindavernd í bakið „Við vildum tryggja að þetta væri algjörlega á hreinu því það er mjög viðkvæmt mál að vera gerð afturreka með aukna mannréttindavernd fyrir þá hópa sem um ræðir,“ segir Dóra og vísar þar til kynsegin fólks - fólk sem skilgreinir sig fyrir utan hið hefðbundna kynjatvíhyggjukerfi. Þessi hópur verði fyrir ýmis konar aðkasti og hindrunum í samfélaginu og segir Dóra að það hafi ekki síst verið þess vegna sem mannréttindaráðið hafi vandað sig við afgreiðslu málsins. „Okkur er mjög í mun um að auka aðgengi allra að þjónustu borgarinnar, að húsnæði borgarinnar og að Reykjavíkurborg sem vinnustað.“ Reykjavíkurborg sé mannréttindaborg og setji þessi mál því á oddinn. Dóra segir að staðan sem upp er komin eftir nýjustu tilmæli Vinnueftirlitsins sé því flókin. Borgin hafi nú bæði fengið staðfestingu á því salernin þurfi ekki að vera kynjamerkt - en einnig kröfu um að þau verði kynjamerkt. „Það er því ekki alveg skýrt hvorum fyrirmælunum við eigum að fylgja.“ Í því ljósi hafi borgin sent andmælabréf fyrir nokkrum vikum, þar sem reifuð voru sjónarmið Reykjavíkurborgar og aðdragandi þess að kynjamerkingarnar voru fjarlægðar. „Við viljum gjarnan að þau [hjá Vinnueftirlitinu] fari betur yfir þetta til þess að fá úr þessu skorið. Það er viðkvæmt fyrir ákveðna hópa að við séum gerð afturreka með aukna mannréttindavernd,“ segir Dóra.Dóra ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Borgarstjórn Hinsegin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. Borgin hafi vandað til verka við ákvörðun sína og meðal annars fengið heimild frá Vinnueftirlitinu fyrir breytingunni á sínum tíma. Hún segir fyrirmæli eftirlitsins því óskýr og vonar að hægt verði að fá úr þessu skorið, enda sé viðkvæmt að vera gerð afturreka með mannréttindamál sem þetta. Reglugerðin sem Vinnueftirlitið vísaði til í athugasemd sinni er frá árinu 1995 og því komin til ára sinna að sögn Dóru, ekki síst í ljósi nýrra laga um kynrænt sjálfræði. Dóra bendir á að í umræddri reglugerð sé ekki kveðið sérstaklega á um merkingar á salernum, aðeins að salerni fyrir kynin séu aðgreind þegar vinnustaðir ná ákveðinni stærð. Sjá einnig: Borginni gert að kynjamerkja klósett„Þessi salerni sem um ræðir eru öll einstaklingssalerni,“ segir Dóra og bætir við að eftir umleitan mannréttindaráðsins hafi borist svar frá Vinnueftirlitinu þess efnis „að svo lengi sem við uppfyllum lágmarksfjölda salerna, fyrir hvort kyn, sem snýst frekar um fjölda salernanna frekar en merkingarnar, þá sé í lagi að ráðast í þessar breytingar,“ segir Dóra. Því næst hafi starfsmaður Vinnueftirlitins verið fenginn á fund ráðsins til þess að það væri „yfir allan vafa hafinn að það megi ráðast í þessa breytingu.“ Þessi starfsmaður Vinnueftirlitsins hafi verið mjög skýr í sínum svörum að sögn Dóru, sem segir ráðið hafa þráspurt hann til að hafa þessi mál á hreinu: Að Reykjavíkurborg væri heimilt að hafa salernin ókyngreind - í ljósi þess að vinnustaðurinn uppfyllti kröfur um fjölda salerna, sem öll voru einstaklingssalerni sem fyrr segir.Vinnueftirlitið gerði athugasemdir við kynjamerkingar borgarinnar eftir athugun á skrifstofum Reykavíkurborgar í Borgartúni.Vísir/DaníelVont að fá mannréttindavernd í bakið „Við vildum tryggja að þetta væri algjörlega á hreinu því það er mjög viðkvæmt mál að vera gerð afturreka með aukna mannréttindavernd fyrir þá hópa sem um ræðir,“ segir Dóra og vísar þar til kynsegin fólks - fólk sem skilgreinir sig fyrir utan hið hefðbundna kynjatvíhyggjukerfi. Þessi hópur verði fyrir ýmis konar aðkasti og hindrunum í samfélaginu og segir Dóra að það hafi ekki síst verið þess vegna sem mannréttindaráðið hafi vandað sig við afgreiðslu málsins. „Okkur er mjög í mun um að auka aðgengi allra að þjónustu borgarinnar, að húsnæði borgarinnar og að Reykjavíkurborg sem vinnustað.“ Reykjavíkurborg sé mannréttindaborg og setji þessi mál því á oddinn. Dóra segir að staðan sem upp er komin eftir nýjustu tilmæli Vinnueftirlitsins sé því flókin. Borgin hafi nú bæði fengið staðfestingu á því salernin þurfi ekki að vera kynjamerkt - en einnig kröfu um að þau verði kynjamerkt. „Það er því ekki alveg skýrt hvorum fyrirmælunum við eigum að fylgja.“ Í því ljósi hafi borgin sent andmælabréf fyrir nokkrum vikum, þar sem reifuð voru sjónarmið Reykjavíkurborgar og aðdragandi þess að kynjamerkingarnar voru fjarlægðar. „Við viljum gjarnan að þau [hjá Vinnueftirlitinu] fari betur yfir þetta til þess að fá úr þessu skorið. Það er viðkvæmt fyrir ákveðna hópa að við séum gerð afturreka með aukna mannréttindavernd,“ segir Dóra.Dóra ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag.
Borgarstjórn Hinsegin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24