Innlent

Segir ferð á almenningsklósett gjarnan kvíðavaldandi athöfn fyrir kynsegin fólk

Hersir Aron Ólafsson skrifar
Almenningsklósett eru í forgrunni á óhefðbundinni listasýningu sem sett var upp í Háskóla Íslands í dag. Þar lýsa ýmsir hópar hinsegin fólks upplifun sinni af því að þurfa að velja á milli karla- og kvennaklósetta í formi ljóða og smásagna.

Um er að ræða upphafsatriði Jafnréttisdaga sem settir voru í HÍ í hádeginu, en dagarnir eru samstarfsverkefni allra háskóla á landinu og standa yfir í tvær vikur. Opnunaratriði Jafnréttisdaga að þessu sinni eru ljóð og smásögur sem hengd hafa verið upp á öllum salernum Háskólatorgs. Þar er viðfangsefnið kynlaus klósett nálgast frá sjónarhorni fólks sem ekki fellur í hefðbundna flokka karla og kvenna. 

Valgerður Hirst Baldurs, formaður Jafnréttisnefndar HÍ, segir það geta verið afar erfitt fyrir fólk sem er kynsegin að nota almenningsklósett, velja á hvort klósettið skal fara og horfast svo í augu við aðra sem þar eru. Valgerður er sjálft kynsegin og dulkynja hán og þekkir málið því af eigin reynslu. Það segir þó skiljanleg að fólk eigi erfitt með að setja sig í spor fólks á borð við sjálft sig, enda nokkuð langt frá þeim veruleika sem flestir þekkja. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.