Erlent

Flug­far­þegar í fjór­tán daga sótt­kví við komuna til Bret­lands

Sylvía Hall skrifar
Forsvarsmenn flugvalla í Bretlandi hafa lýst yfir áhyggjum vegna áforma ríkisstjórnarinnar.
Forsvarsmenn flugvalla í Bretlandi hafa lýst yfir áhyggjum vegna áforma ríkisstjórnarinnar. Vísir/getty

Allir sem koma til Bretlands með flugi munu þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví, nema þeir farþegar sem koma frá Írlandi. Þetta hefur BBC eftir heimildarmönnum sínum innan ríkisstjórnarinnar og flugfélögum þar í landi.

Gert er ráð fyrir því að þessar breytingar taki gildi í lok mánaðar til þess að sporna gegn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. Þannig munu ferðamenn mögulega þurfa að gefa upp heimilisfang við komuna til landsins og séu þeir að koma frá öðrum stöðum en Írlandi munu þeir þurfa að fara í sóttkví.

Forsvarsmenn flugvalla í Bretlandi hafa verið á móti því að ferðamenn verði sendir í sóttkví og segja það geta haft alvarlega afleiðingar í för með sér, ekki einungis fyrir flugiðnaðinn heldur fyrir efnahagskerfi landsins í heild.

Ekki er ljóst hversu lengi þessi áætlun verður í gildi en samtök breskra flugfélaga hafa gefið það út að útfærslan verði ljós þegar ríkisstjórnin hefur kynnt áformin. Búist er við því að flugmálaráðherrann Kelly Tolhurst kynni hugmyndirnar fyrir forsvarsmönnum flugfélaganna á morgun.


Tengdar fréttir

Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár

Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×