Tala látinna hækkar eftir hvirfilbylina í Tennessee Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2020 16:57 Kona virðir fyrir sér eyðilegginguna í Nashville eftir að hvirfilbylir gengu yfir Tennessee í nótt. AP/Mark Humphrey Yfirvöld í Tennesse-ríki í Bandaríkjunum segja nú að í það minnsta nítján séu látnir eftir að nokkrir skýstrókar gengur yfir ríkið í nótt. Að minnsta kosti fjörutíu byggingar hrundu í hamförunum, þar á meðal í miðborg höfuðborgarinnar Nashville. Hundruð manna eru sögð heimilislaus vegna skemmdanna sem hvirfilbylirnir ollu á byggingum. Tala látinna hefur hækkað eftir því sem á hefur liðið daginn en leitar- og björgunarfólk hefur unnið að því að draga eftirlifendur og lík úr rústum húsa. Ofsaveðrið olli meðal annars verulegum skemmdum í tveimur af fínni hverfum Nashville þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað undafarin ár, að sögn AP-fréttastofunnar. „Þetta er átakanlegt. Það varð mannskaði í öllu ríkinu,“ sagði Bill Lee, ríkisstjóri, sem lýsti yfir neyðarástandi og skipaði öllum opinberum starfsmönnum ríkisins sem ekki sinna grunnþjónustu að halda sig heima. Götum hefur verið lokað, skólahald og starf dómstóla liggur niðri og þá var ríkisþinginu lokað vegna hamfaranna. Tugir þúsunda íbúa Tennessee eru jafnframt án rafmagns eftir að rafmagnslínur slitnuðu. Washington Post segir að fjórtán þeirra sem fórust hafi verið í Putnam-sýslu, tveir í Wilson-sýslu og einn í Benton. Karl og kona létust þegar þau urðu fyrir braki í Davidson-sýslu sem Nashville tilheyrir. Um tuttugu manns til viðbótar voru lagðir inn á sjúkrahús, að sögn John Cooper, borgarstjóra Nashville í morgun. Tennessee er á meðal þeirra fjórtán ríkja sem halda prófkjör í forvali Demókrataflokksins í dag. Færa hefur þurft kjörstaði með stuttum fyrirvara og breyta opnunartíma einhverra þeirra vegna afleiðinga byljanna. Bandaríkin Tengdar fréttir Mannskaði og tjón af völdum skýstróka í Nashville Staðfest er að í það minnsta sjö hafi látið lífið þegar skýstrókar gengu yfir Tennesee í nótt. Talið er að um fjörutíu byggingar hafi hrunið. 3. mars 2020 13:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Yfirvöld í Tennesse-ríki í Bandaríkjunum segja nú að í það minnsta nítján séu látnir eftir að nokkrir skýstrókar gengur yfir ríkið í nótt. Að minnsta kosti fjörutíu byggingar hrundu í hamförunum, þar á meðal í miðborg höfuðborgarinnar Nashville. Hundruð manna eru sögð heimilislaus vegna skemmdanna sem hvirfilbylirnir ollu á byggingum. Tala látinna hefur hækkað eftir því sem á hefur liðið daginn en leitar- og björgunarfólk hefur unnið að því að draga eftirlifendur og lík úr rústum húsa. Ofsaveðrið olli meðal annars verulegum skemmdum í tveimur af fínni hverfum Nashville þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað undafarin ár, að sögn AP-fréttastofunnar. „Þetta er átakanlegt. Það varð mannskaði í öllu ríkinu,“ sagði Bill Lee, ríkisstjóri, sem lýsti yfir neyðarástandi og skipaði öllum opinberum starfsmönnum ríkisins sem ekki sinna grunnþjónustu að halda sig heima. Götum hefur verið lokað, skólahald og starf dómstóla liggur niðri og þá var ríkisþinginu lokað vegna hamfaranna. Tugir þúsunda íbúa Tennessee eru jafnframt án rafmagns eftir að rafmagnslínur slitnuðu. Washington Post segir að fjórtán þeirra sem fórust hafi verið í Putnam-sýslu, tveir í Wilson-sýslu og einn í Benton. Karl og kona létust þegar þau urðu fyrir braki í Davidson-sýslu sem Nashville tilheyrir. Um tuttugu manns til viðbótar voru lagðir inn á sjúkrahús, að sögn John Cooper, borgarstjóra Nashville í morgun. Tennessee er á meðal þeirra fjórtán ríkja sem halda prófkjör í forvali Demókrataflokksins í dag. Færa hefur þurft kjörstaði með stuttum fyrirvara og breyta opnunartíma einhverra þeirra vegna afleiðinga byljanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir Mannskaði og tjón af völdum skýstróka í Nashville Staðfest er að í það minnsta sjö hafi látið lífið þegar skýstrókar gengu yfir Tennesee í nótt. Talið er að um fjörutíu byggingar hafi hrunið. 3. mars 2020 13:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Mannskaði og tjón af völdum skýstróka í Nashville Staðfest er að í það minnsta sjö hafi látið lífið þegar skýstrókar gengu yfir Tennesee í nótt. Talið er að um fjörutíu byggingar hafi hrunið. 3. mars 2020 13:55