Einn forvera Tegnell segir að nágrannalöndin muni á endanum ná Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2020 12:54 Johan Giesecke gegndi starfi sóttvarnalæknis Svíþjóðar á árunum 1995 til 2005. Skjáskot Alls eru nú 3.175 dauðsföll rakin til Covid-19 í Svíþjóð og fjölgaði þeim um 135 síðasta sólarhringinn. Þetta var tilkynnt í hádeginu. Dauðföll hafa verið margfalt fleiri í Svíþjóð en í nágrannalöndunum Noregi, Danmörku og Finnlandi, en sænsk stjórnvöld hafa beitt allt öðrum aðferðum í baráttu sinni við veiruna. Johan Giesecke, fyrrverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar og þar með einn forvera hins umdeilda Anders Tegnell, segir Svía þó hafa beitt hárréttum aðferðum og spáir að eftir um ár verði Norðmenn, Danir og Finnar búnir að ná Svíum þegar kemur að fjölda dauðsfalla vegna kórónuveirunnar. Rétt að bíða með samanburð í eitt ár Giesecke segir í samtali við Dagens Nyheter að rétt sé að bíða í um ár með að bera saman fjölda dauðsfalla milli landa. Hann segist nýlega hafa verið í sambandi við Mika Salminen, sóttvarnalækni Finnlands, en Finnum hefur til þessa tekist að koma í veg fyrir mikinn fjölda dauðsfalla. En það þýði jafnframt að fáir Finnar hafi komist í tæri við veiruna. „Þeir eru með stóran hluta þjóðarinnar sem verður móttækilegur fyrir sjúkdómnum í haust. Og hann hefur miklar áhyggjur af því hvað gerist þá, þegar byrjað verður að slaka á takmörkunum. Það er þá sem fólk deyr. Þeir munu ná okkur, og það á líka við um Danmörku og Noreg,“ segir Giesecke. Anders Tegnell er núverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Þrátt fyrir umdeildar aðferðir nýtur hann mikils stuðnings meðal sænsks almennings samkvæmt könnunum.EPA Hvað gera Nýsjálendingar svo? Giesecke segist mikill talsmaður sænsku leiðarinnar og að Svíar séu nú í bestri aðstöðu allra í heiminum vegna þeirra aðferða sem þeir hafa beitt. Hann ber Sviþjóð saman við Nýsjálendinga þar sem markmiðið hefur verið að útrýma veirunni. Hann spyr hins vegar hvað þeir ætli að gera svo. „Það þýðir að allir þeir sem ferðast til Nýja-Sjálands muni koma til með að þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví. Komi ekki til öflugt bóluefni munu líða áratugir þar til að hægt sé að breyta því.“ Giesecke villa meina að allir muni fyrr eða síðar fá Covid-19 og ekki sé hægt að hefta útbreiðsluna. Því komi dauðsföllin til með að verða svipað mörg, miðað við höfðatölu, í öllum löndum. Þau lönd sem hafi lokast standi því frammi fyrir miklum fjölda dauðsfalla seinni hluta ársins og því næsta. Johan Giesecke gegndi starfi sóttvarnalæknis Svíþjóðar á árunum 1995 til 2005. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tegnell telur kórónuveiruna hafa komið til Svíþjóðar í nóvember Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. 5. maí 2020 08:43 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Alls eru nú 3.175 dauðsföll rakin til Covid-19 í Svíþjóð og fjölgaði þeim um 135 síðasta sólarhringinn. Þetta var tilkynnt í hádeginu. Dauðföll hafa verið margfalt fleiri í Svíþjóð en í nágrannalöndunum Noregi, Danmörku og Finnlandi, en sænsk stjórnvöld hafa beitt allt öðrum aðferðum í baráttu sinni við veiruna. Johan Giesecke, fyrrverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar og þar með einn forvera hins umdeilda Anders Tegnell, segir Svía þó hafa beitt hárréttum aðferðum og spáir að eftir um ár verði Norðmenn, Danir og Finnar búnir að ná Svíum þegar kemur að fjölda dauðsfalla vegna kórónuveirunnar. Rétt að bíða með samanburð í eitt ár Giesecke segir í samtali við Dagens Nyheter að rétt sé að bíða í um ár með að bera saman fjölda dauðsfalla milli landa. Hann segist nýlega hafa verið í sambandi við Mika Salminen, sóttvarnalækni Finnlands, en Finnum hefur til þessa tekist að koma í veg fyrir mikinn fjölda dauðsfalla. En það þýði jafnframt að fáir Finnar hafi komist í tæri við veiruna. „Þeir eru með stóran hluta þjóðarinnar sem verður móttækilegur fyrir sjúkdómnum í haust. Og hann hefur miklar áhyggjur af því hvað gerist þá, þegar byrjað verður að slaka á takmörkunum. Það er þá sem fólk deyr. Þeir munu ná okkur, og það á líka við um Danmörku og Noreg,“ segir Giesecke. Anders Tegnell er núverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Þrátt fyrir umdeildar aðferðir nýtur hann mikils stuðnings meðal sænsks almennings samkvæmt könnunum.EPA Hvað gera Nýsjálendingar svo? Giesecke segist mikill talsmaður sænsku leiðarinnar og að Svíar séu nú í bestri aðstöðu allra í heiminum vegna þeirra aðferða sem þeir hafa beitt. Hann ber Sviþjóð saman við Nýsjálendinga þar sem markmiðið hefur verið að útrýma veirunni. Hann spyr hins vegar hvað þeir ætli að gera svo. „Það þýðir að allir þeir sem ferðast til Nýja-Sjálands muni koma til með að þurfa að fara í fjórtán daga sóttkví. Komi ekki til öflugt bóluefni munu líða áratugir þar til að hægt sé að breyta því.“ Giesecke villa meina að allir muni fyrr eða síðar fá Covid-19 og ekki sé hægt að hefta útbreiðsluna. Því komi dauðsföllin til með að verða svipað mörg, miðað við höfðatölu, í öllum löndum. Þau lönd sem hafi lokast standi því frammi fyrir miklum fjölda dauðsfalla seinni hluta ársins og því næsta. Johan Giesecke gegndi starfi sóttvarnalæknis Svíþjóðar á árunum 1995 til 2005.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tegnell telur kórónuveiruna hafa komið til Svíþjóðar í nóvember Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. 5. maí 2020 08:43 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Tegnell telur kórónuveiruna hafa komið til Svíþjóðar í nóvember Sænski sóttvarnalæknirinn Anders Tegnell telur að kórónuveiran hafi í raun komið til Svíþjóðar í nóvember á síðasta ári. 5. maí 2020 08:43
Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10
Fórnarkostnaður Svíanna greinilega mjög mikill Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur ljóst að fórnarkostnaður yfirvalda í Svíþjóð í baráttunni við faraldur kórónuveiru sé mjög mikill. 1. maí 2020 07:00