Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 19:24 Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra. Mynd/Vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. Hún bendir á að Vinnumálastofnun hafi heimild til að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því af hverju þau nýttu sér leiðina. Hún segir einnig að það séu mikil vonbrigði ef fyrirtæki hafi brugðist trausti stjórnvalda hafi þau nýtt sér hlutabótaleiðina án þess að hafa þörf fyrir það. Í fréttum í dag og í gær hefur verið sagt frá því að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Haga og Össur hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda til þess að greiða laun samhliða því sem þau hafi greitt út arð til hluthafa eða keypt eigin bréf. Hefur þetta verið harðlega gagnrýnt. Katrín var spurð út í málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún sagði að lög um hlutabótaleið hafi verið sett með mjög opnum hætti af ráðnum hug þar sem markmiðið hafi verið að leiðin gæti náð til launafólks sem á því þyrfti að halda hratt og örugglega. Horfa má á viðtalið við Katrínu hér að neðan. Sagði Katrín að lögin yrðu endurskoðuð og sett inn ný skilyrði þar sem tekið yrði fyrir argreiðslur og kaup á eigin bréfum. Benti hún einnig á að Vinnumálastofnun hafi samkvæmt lögunum nú þegar heimild til að kanna rökstuðning þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa sér leiðina. „Hns vegar er það svo að í lögunum er líka heimild til handa Vinnumálastofnunar að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því að nýta leiðina. Við vitum að það hefur svo sannarleg verið bráðaástand. Það hefur í raun og veru ekki verið tími til annars en að standa í stórræðum gagnvart þeim sem hafa á þurft að halda en þessa heimild er hægt að nýta núna til að kanna betur hjá fyrirtækjunum hver raunverulega þörf þeirra var,“ sagði Katrín. Var hún spurð út í hvort það hafi verið klúður þegar lögin voru sett að tryggja ekki að vel stæð fyrirtæki gætu ekki nýtt sér leiðina. „Við sögðum það þegar við gengum frá lögunum að þau væru vissulega opin og að við myndum treysta fyrirtækjunum í landinu og það eru auðvitað mikil vonbrigði ef það reynist ekki á sterkum grunni byggt. Stjórnvöld ætlist til þess að fyrirtæki misnoti ekki leiðina. „Sérstaklega þegar við erum, íslensk samfélag, búin að standa hér sameiginlega í risastóru verkefni þar sem að allir hafa lagt sitt af mörkum til að koma okkur í gengum þennan faraldur. Þá auðvitað ætlast til maður að það sé ekki verið að misnota svona leiðir, svona björgunarhringi sem við erum að setja út til fyrirtækjanna í landinu“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. Hún bendir á að Vinnumálastofnun hafi heimild til að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því af hverju þau nýttu sér leiðina. Hún segir einnig að það séu mikil vonbrigði ef fyrirtæki hafi brugðist trausti stjórnvalda hafi þau nýtt sér hlutabótaleiðina án þess að hafa þörf fyrir það. Í fréttum í dag og í gær hefur verið sagt frá því að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Haga og Össur hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda til þess að greiða laun samhliða því sem þau hafi greitt út arð til hluthafa eða keypt eigin bréf. Hefur þetta verið harðlega gagnrýnt. Katrín var spurð út í málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún sagði að lög um hlutabótaleið hafi verið sett með mjög opnum hætti af ráðnum hug þar sem markmiðið hafi verið að leiðin gæti náð til launafólks sem á því þyrfti að halda hratt og örugglega. Horfa má á viðtalið við Katrínu hér að neðan. Sagði Katrín að lögin yrðu endurskoðuð og sett inn ný skilyrði þar sem tekið yrði fyrir argreiðslur og kaup á eigin bréfum. Benti hún einnig á að Vinnumálastofnun hafi samkvæmt lögunum nú þegar heimild til að kanna rökstuðning þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa sér leiðina. „Hns vegar er það svo að í lögunum er líka heimild til handa Vinnumálastofnunar að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því að nýta leiðina. Við vitum að það hefur svo sannarleg verið bráðaástand. Það hefur í raun og veru ekki verið tími til annars en að standa í stórræðum gagnvart þeim sem hafa á þurft að halda en þessa heimild er hægt að nýta núna til að kanna betur hjá fyrirtækjunum hver raunverulega þörf þeirra var,“ sagði Katrín. Var hún spurð út í hvort það hafi verið klúður þegar lögin voru sett að tryggja ekki að vel stæð fyrirtæki gætu ekki nýtt sér leiðina. „Við sögðum það þegar við gengum frá lögunum að þau væru vissulega opin og að við myndum treysta fyrirtækjunum í landinu og það eru auðvitað mikil vonbrigði ef það reynist ekki á sterkum grunni byggt. Stjórnvöld ætlist til þess að fyrirtæki misnoti ekki leiðina. „Sérstaklega þegar við erum, íslensk samfélag, búin að standa hér sameiginlega í risastóru verkefni þar sem að allir hafa lagt sitt af mörkum til að koma okkur í gengum þennan faraldur. Þá auðvitað ætlast til maður að það sé ekki verið að misnota svona leiðir, svona björgunarhringi sem við erum að setja út til fyrirtækjanna í landinu“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira