Gylfi snýr aftur með Swansea á stóra sviðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2014 08:30 Eiður Smári Guðjohnsen skorar markið gegn Manchester United. Vísir/Getty Enska úrvalsdeildin fer af stað í dag og augu knattspyrnuáhugamanna verða örugglega á leik Manchester United og Swansea á Old Trafford í hádeginu. Þetta verður fyrsti leikur úrvalsdeildarinnar á nýrri leiktíð og fyrsti deildarleikur Manchester United liðsins undir stjórn hollenska knattspyrnustjórans Louis van Gaal. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn bíða líka spenntir eftir þessum leik af einni annarri ástæðu. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson spilar þarna sinn fyrsta úrvalsdeildarleik með Swansea í 27 mánuði en velska félagið keypti hann frá Tottenham í sumar. Nú er liðinn áratugur síðan íslenskur knattspyrnumaður stal senunni í fyrstu umferð á móti Manchester United . 15. ágúst 2004 var mjög eftirminnilegur dagur fyrir Eið Smára Guðjohnsen sem var í byrjunarliði Chelsea í fyrsta deildarleik liðsins undir stjórn Portúgalans Jose Mourinho. Mourinho stillti Eiði Smára upp í framlínunni með Didier Drogba sem lék þarna sinn fyrsta deildarleik með Chelsea eftir að félagið keypti hann frá franska liðinu Marseille. Eiður Smári og Drogba unnu vel saman strax á 15. mínútu leiksins þegar Fílabeinsstrendingurinn skallaði boltann til Eiðs sem skoraði af harðfylgi af stuttu færi. Þetta mark reyndist vera eina mark leiksins og Chelsea fagnaði 1-0 sigri í fyrsta leik knattspyrnustjórans Jose Mourinho. Drogba og Jose Mourinho hafa báðir farið frá Chelsea og komið til baka síðan þá en Eiður Smári spilaði sinn síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni í maí 2011. Drogba og Jose Mourinho verða með Chelsea í vetur og liðið er að margra mati talið vera það sigurstranglegasta á þessu tímabili. Þessi frábæra byrjun hjálpaði Eiði örugglega mjög mikið í harðri samkeppni hjá Chelsea og hann varð tvisvar sinnum enskur meistari með Chelsea undir stjórn Mourinho. Leikurinn í dag verður þriðji deildarleikur Gylfa á Old Trafford en hann lék allan leikinn með Swansea í 2-0 tapi fyrir United 6. maí 2012 og kom inn á sem varamaður þegar Tottenham vann 3-2 sigur á United á Old Trafford 29. september 2012. Gylfi var aftur á móti ekki í hópnum þegar Tottenham vann 2-1 sigur á Old Trafford á síðustu leiktíð. Gylfi er nú vonandi kominn með fast sæti í sínu liði ólíkt því sem var hjá Tottenham síðustu tímabil og staðráðinn að finna formið sitt frá seinni hluta tímabilsins 2011-2012 þegar hann var með 7 mörk og 5 stoðsendingar í 18 leikjum með Swansea. Gylfi fær kjörið tækifæri í dag til að minna Tottenham-menn á hvaða leikmann þeir voru að missa í sumar. Nú er hann kominn í sína bestu stöðu á miðjunni og hefur vissulega hæfileikana til að stríða lærisveinum Louis van Gaal í dag. Leikurinn hefst klukkan 11.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Tengdar fréttir Lykilatriðið er að fá að spila Gylfi Þór Sigurðsson verður eini Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Gylfi gekk til liðs við Swansea á ný í sumar eftir tvö ár hjá Tottenham en hann hafði fengið nóg af því að sitja á bekknum eða vera út á kanti. Gylfi verður í eldlínunni með Swansea í hádegisleiknum gegn Manchester United. 16. ágúst 2014 08:00 Costa verður að haldast heill í vetur Guðmundur Benediktsson hefur trú á því að lærisveinar Mourinho standi uppi sem sigurvegarar í vor þegar ensku úrvalsdeildinni lýkur. 15. ágúst 2014 22:15 Gylfi hetja Swansea á Old Trafford | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea gegn Manchester United á Old Trafford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar í ár. 16. ágúst 2014 11:15 Komið að því að Arsenal taki titilinn Stuðningsmenn Arsenal krefjast þess að Arsenal berjist um titilinn í ár og telur Hjörvar Hafliðason að loksins takist liðinu að landa Englandsmeistaratitlinum. 15. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira
Enska úrvalsdeildin fer af stað í dag og augu knattspyrnuáhugamanna verða örugglega á leik Manchester United og Swansea á Old Trafford í hádeginu. Þetta verður fyrsti leikur úrvalsdeildarinnar á nýrri leiktíð og fyrsti deildarleikur Manchester United liðsins undir stjórn hollenska knattspyrnustjórans Louis van Gaal. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn bíða líka spenntir eftir þessum leik af einni annarri ástæðu. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson spilar þarna sinn fyrsta úrvalsdeildarleik með Swansea í 27 mánuði en velska félagið keypti hann frá Tottenham í sumar. Nú er liðinn áratugur síðan íslenskur knattspyrnumaður stal senunni í fyrstu umferð á móti Manchester United . 15. ágúst 2004 var mjög eftirminnilegur dagur fyrir Eið Smára Guðjohnsen sem var í byrjunarliði Chelsea í fyrsta deildarleik liðsins undir stjórn Portúgalans Jose Mourinho. Mourinho stillti Eiði Smára upp í framlínunni með Didier Drogba sem lék þarna sinn fyrsta deildarleik með Chelsea eftir að félagið keypti hann frá franska liðinu Marseille. Eiður Smári og Drogba unnu vel saman strax á 15. mínútu leiksins þegar Fílabeinsstrendingurinn skallaði boltann til Eiðs sem skoraði af harðfylgi af stuttu færi. Þetta mark reyndist vera eina mark leiksins og Chelsea fagnaði 1-0 sigri í fyrsta leik knattspyrnustjórans Jose Mourinho. Drogba og Jose Mourinho hafa báðir farið frá Chelsea og komið til baka síðan þá en Eiður Smári spilaði sinn síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni í maí 2011. Drogba og Jose Mourinho verða með Chelsea í vetur og liðið er að margra mati talið vera það sigurstranglegasta á þessu tímabili. Þessi frábæra byrjun hjálpaði Eiði örugglega mjög mikið í harðri samkeppni hjá Chelsea og hann varð tvisvar sinnum enskur meistari með Chelsea undir stjórn Mourinho. Leikurinn í dag verður þriðji deildarleikur Gylfa á Old Trafford en hann lék allan leikinn með Swansea í 2-0 tapi fyrir United 6. maí 2012 og kom inn á sem varamaður þegar Tottenham vann 3-2 sigur á United á Old Trafford 29. september 2012. Gylfi var aftur á móti ekki í hópnum þegar Tottenham vann 2-1 sigur á Old Trafford á síðustu leiktíð. Gylfi er nú vonandi kominn með fast sæti í sínu liði ólíkt því sem var hjá Tottenham síðustu tímabil og staðráðinn að finna formið sitt frá seinni hluta tímabilsins 2011-2012 þegar hann var með 7 mörk og 5 stoðsendingar í 18 leikjum með Swansea. Gylfi fær kjörið tækifæri í dag til að minna Tottenham-menn á hvaða leikmann þeir voru að missa í sumar. Nú er hann kominn í sína bestu stöðu á miðjunni og hefur vissulega hæfileikana til að stríða lærisveinum Louis van Gaal í dag. Leikurinn hefst klukkan 11.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Tengdar fréttir Lykilatriðið er að fá að spila Gylfi Þór Sigurðsson verður eini Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Gylfi gekk til liðs við Swansea á ný í sumar eftir tvö ár hjá Tottenham en hann hafði fengið nóg af því að sitja á bekknum eða vera út á kanti. Gylfi verður í eldlínunni með Swansea í hádegisleiknum gegn Manchester United. 16. ágúst 2014 08:00 Costa verður að haldast heill í vetur Guðmundur Benediktsson hefur trú á því að lærisveinar Mourinho standi uppi sem sigurvegarar í vor þegar ensku úrvalsdeildinni lýkur. 15. ágúst 2014 22:15 Gylfi hetja Swansea á Old Trafford | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea gegn Manchester United á Old Trafford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar í ár. 16. ágúst 2014 11:15 Komið að því að Arsenal taki titilinn Stuðningsmenn Arsenal krefjast þess að Arsenal berjist um titilinn í ár og telur Hjörvar Hafliðason að loksins takist liðinu að landa Englandsmeistaratitlinum. 15. ágúst 2014 18:30 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira
Lykilatriðið er að fá að spila Gylfi Þór Sigurðsson verður eini Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Gylfi gekk til liðs við Swansea á ný í sumar eftir tvö ár hjá Tottenham en hann hafði fengið nóg af því að sitja á bekknum eða vera út á kanti. Gylfi verður í eldlínunni með Swansea í hádegisleiknum gegn Manchester United. 16. ágúst 2014 08:00
Costa verður að haldast heill í vetur Guðmundur Benediktsson hefur trú á því að lærisveinar Mourinho standi uppi sem sigurvegarar í vor þegar ensku úrvalsdeildinni lýkur. 15. ágúst 2014 22:15
Gylfi hetja Swansea á Old Trafford | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea gegn Manchester United á Old Trafford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar í ár. 16. ágúst 2014 11:15
Komið að því að Arsenal taki titilinn Stuðningsmenn Arsenal krefjast þess að Arsenal berjist um titilinn í ár og telur Hjörvar Hafliðason að loksins takist liðinu að landa Englandsmeistaratitlinum. 15. ágúst 2014 18:30