Leikurinn fór fram á Prenton Park sem líktist meir kartöflugarði heldur en knattspyrnuvelli. Það hafði virtist þó hafa engin áhrif á leikmenn Manchester United í dag. Nema mögulega Phil Jones sem nældi sér í gult spjald eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Jones var einn þriggja miðvarða Manchester United í leiknum en Ole Gunnar Solskjær stillti sínu liði upp í 3-4-3 leikkerfi í dag.
Phil Jones in the war zone early on. #MUFCpic.twitter.com/NKTOlFTjmV
— United Xtra (@utdxtra) January 26, 2020
Á 10. mínútu leiksins komust gestirnir yfir þegar Harry Maguire átti hörkuskot fyrir utan teig sem söng í netinu. Hans fyrsta mark fyrir félagið og alls ekki af verri endanum. Þar sem Victor Lindelöf átti sendinguna á samherja sinn í vörninni fékk hann stoðsendinguna skráða á sig.
WHAT A WAY TO SCORE YOUR FIRST @ManUtd GOAL #EmiratesFACup#TRAMUNpic.twitter.com/pdp0Pr6CaZ
— The Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 26, 2020
Aðeins þremur mínútum síðar hafði Diego Dalot, sem lék í stöðu hægri vængbakvarðar, skorað með góðu skoti úr þröngu færi eftir skemmtileg tilþrif hægra megin í vítateig Tranmere. Staðan orðin 2-0 fyrir úrvalsdeildarliðinu og aðeins 13 mínútur liðnar af leiknum. Var þetta einnig fyrsta mark Dalot fyrir Manchester United.
@ManUtd Account opened, Diogo Dalot #EmiratesFACup#TRAMANpic.twitter.com/e4PA2zi5VV
— The Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 26, 2020
Aftur liðu aðeins þrjár mínútur áður en gestirnir voru búnir að skora enn á ný. Að þessu sinni var það Jesse Lingard en sá hefur ekki skorað síðan í desember 2018. Hann fékk knöttinn rétt fyrir utan vítateig eftir að Harry Maguire hafði borið knöttinn upp völlinn. Lingard átti fínan snúning áður en hann lagði knöttinn snyrtilega í netið.
Aðeins 16 mínútur búnar af leiknum en staðan orðin 3-0 og ljóst að Tranmere voru ekki að fara koma til baka úr þessu. Reikna má með að framlengingin gegn Watford í miðri viku hafi enn setið í þeim.
J Lingz #EmiratesFACup#TRAMUNpic.twitter.com/bRQMN3OrX5
— The Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 26, 2020
Áfram hélt niðurlægingin en á 41. mínútu fékk Manchester United horn. Þau hafa ekki verið líkleg til árangurs það sem af er tímabili en Andreas Pereira tók spyrnuna beint á kollinn á Phil Jones og söng boltinn í netinu. Fyrsta mark Jones síðan 2014 staðreynd. Áður en flautað var til hálfleiks var staðan orðin 5-0 en Anthony Martial skoraði þá með góðu skoti.
Jones at the back post #EmiratesFACup#TRAMUNpic.twitter.com/g5A8n2rVwP
— The Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 26, 2020
PICK THAT OUT, @AnthonyMartial#EmiratesFACup#TRAMUNpic.twitter.com/i9zSwgjbje
— The Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 26, 2020
Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik bætti Mason Greenwood við sjötta marki gestanna af vítapunktinum eftir að brotið hafði verið á varamanninum Tahith Chong. Var það ótrúlegt en satt síðasta mark leiksins og lauk honum því með 6-0 sigri Manchester United.