Enski boltinn

United þurfti að víkja fyrir dansstjörnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester United sækir C-deildarlið Tranmere Rovers heim í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í dag.
Manchester United sækir C-deildarlið Tranmere Rovers heim í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í dag. vísir/getty

Manchester United gat ekki gist á Lowry-hótelinu í Manchester fyrir leikinn gegn Tranmere Rovers í ensku bikarkeppninni í dag.

Hótelið hafði verið bókað fyrir dansara í hinum vinsæla sjónvarpsþætti, Strictly Come Dancing.

United-liðið dvelur oftast á Lowry-hótelinu fyrir leiki en það var ekki í boði að þessu sinni.

Þess í stað gisti United-liðið á hóteli í Liverpool fyrir leikinn gegn Tranmere sem er í 21. sæti ensku C-deildarinnar.

United hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum og Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, er undir mikilli pressu.

Leikur Tranmere og United hefst klukkan 15:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.