Enski boltinn

Heimavöllur Tranmere í hræðilegu ásigkomulagi | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vallarstarfsmenn á Prenton Park hafa haft í nógu að snúast.
Vallarstarfsmenn á Prenton Park hafa haft í nógu að snúast. vísir/getty

Manchester United sækir C-deildarlið Tranmere Rovers heim í 4. umferð ensku bikarkeppninnar klukkan 15:00 í dag.

Prenton Park, heimavöllur Tranmere, er ekki í góðu ásigkomulagi eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.


Eftir að búið var að fjarlægja dúka af vellinum þurftu vallarstarfsmenn á Prenton að hafa hraðar hendur við að ryðja vatni af honum.

Tranmere er í 21. sæti ensku C-deildarinnar en United í 5. sæti úrvalsdeildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

vísir/getty
vísir/getty

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.