Enski boltinn

Heimavöllur Tranmere í hræðilegu ásigkomulagi | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vallarstarfsmenn á Prenton Park hafa haft í nógu að snúast.
Vallarstarfsmenn á Prenton Park hafa haft í nógu að snúast. vísir/getty

Manchester United sækir C-deildarlið Tranmere Rovers heim í 4. umferð ensku bikarkeppninnar klukkan 15:00 í dag.

Prenton Park, heimavöllur Tranmere, er ekki í góðu ásigkomulagi eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.



Eftir að búið var að fjarlægja dúka af vellinum þurftu vallarstarfsmenn á Prenton að hafa hraðar hendur við að ryðja vatni af honum.

Tranmere er í 21. sæti ensku C-deildarinnar en United í 5. sæti úrvalsdeildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

vísir/getty
vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×