Enski boltinn

Fyrsta skipti sem Man Utd skorar fimm í fyrri hálfleik síðan 2001

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Phil Jones fagnar marki sínu í dag.
Phil Jones fagnar marki sínu í dag. Vísir/Getty

Manchester United leikur nú gegn Tranmere Rovers í FA bikarnum. Staðan í hálfleik er 5-0 Manchester United í vil en þetta er í fyrsta skipti siðan árið 2001 sem félagið skorar fimm mörk í fyrri hálfleik.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og í textalýsingu hér á vef okkar.

Mótherjinn árið 2001 var þó töluvert sterkari heldur en mótherjar dagsins í dag. Manchester United vann þá erkifjendur sína í Arsenal 6-1 í ensku úrvalsdeildinni. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, skoraði fimmta mark liðsins þann daginn.

Markaskorarar Manchester United í dag eru vægast sagt óvæntir en Harry Maguire og Diego Dalot skoruðu báðir sitt fyrsta mark fyrir félagið. Þá skoraði Jesse Lingard en hann hefur ekki komið knettinum í netið síðan í desember 2018 og Phil Jones gerði svo gott betur en miðvörðurinn klunnalegi hefur ekki skorað mark síðan árið 2014.

Staðan 5-0 í hálfleik og ljóst að Man Utd eru komnir áfram í 5. umferð bikarsins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.