„Hann er eins og Terminator eða Sauron með hringinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2020 09:00 Adama Traore hefur verið á miklu flugi það sem af er leiktíð. Svona lýsa Tim Spiers og James Pearce, blaðamann The Athletic, hinu eldfljóta og nautsterka afmælisbarni gærdagsins, Adama Traore. Þessi magnaði leikmaður fagnaði 24 ára afmæli sínu í gær. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, fór fögrum orðum um Traore eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni nýverið. Liverpool vann þann leik, líkt og nær alla aðra leiki sína á þessari leiktíð, en Traore var stórkostlegur í liði Wolves. Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, fékk gult spjald fyrir að brjóta á Traore í leiknum og varð þar með 28. leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem fær spjald fyrir að brjóta á þessum magnaða vængmanni Wolves. Andy Robertson every time he turns around and sees Adama Traore running at him:#WOLLIVpic.twitter.com/vbtaCdRENo— Josh Marley (@Josh12Marley) January 23, 2020 Þeir Spiers og Pearce fjalla þó ekki um Traore út frá sínum skoðunum né Klopp heldur heyrðu þeir í leikmönnum deildarinnar og ræddu við þá um það hvernig væri að spila gegn þessu mennska fjalli sem Traore er orðinn. Fyrsti maður sem þeir spurðu var Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, en sá er enginn smá smíði sjálfur.„Hann er með hraða. Hann er mögulega fljótastu leikmaður deildarinnar,“ segir Hollendingurinn áður en hann heldur áfram.„Það er augljóslega mikill styrkur fyrir Wolves að hafa hann þarna úti á vængnum. Þú þarft að ákveða þig hvort þú ætlir að fara nálægt honum eða leyfa honum að hlaupa af stað.“Liverpool vörnin hefur verið einkar öflug það sem af er tímabili og gefið fá færi á sér. Raunar hefur liðið aðeins fengið á sig 15 mörk til þessa í 23 leikjum, þar af aðeins eitt í síðustu átta. Wolves náði hins vegar að skapa sér þónokkur færi í leik liðanna í miðri viku, flest öll þökk sé útsjónarsemi Traore. Spiers og Pearce heyrðu einnig í Jarlath O‘Rourke, leikmanni Norður-írska liðsins Crusaders en þeir mættu Wolves í undankeppni Evrópudeildarinnar. O´Rourke fékk það hlutverk að dekka Traore í leiknum.„Ógnvekjandi,“ voru orð O'Rourke er hann var spurður út í hvernig tilfinningin hefði verið þegar það var ljóst að Adama Traore væri hans megin í uppstillingu Wolves það kvöld. Norður-Írinn komst ágætlega frá rimmunni en Wolves fór samt sem áður örugglega áfram. O'Rourke fékk þó ágætis minjagrip en hann fékk treyju Traore eftir síðari leikinn. Sú er nú í ramma upp á vegg. Þá tjáði Jetro Williams, varnarmaður Newcastle United, sig um það hvernig væri að spila gegn Traore fyrr í þessum mánuði. Hann líkti honum einfaldlega við Cristiano Ronaldo.„Hann er þekktur sem fljótasti maðurinn í fótboltanum og ég get staðfest það,“ sagði Williams um Traore. Hann nefndi svo Ronaldo en hann lék gegn honum er Portúgal og Holland mættust í Þjóðadeildinni. Líkamlegir yfirburðir ásamt ógnvekjandi hraða var það sem Williams taldi vera líkt með þeim félögum. Það er ljóst að ef Traore heldur framgöngu sinni áfram þá verður hann kominn í mun stærra lið en Wolves áður en langt er um liðið. Adama Traoré now has 7 PL assists this season, only Kevin De Bruyne (15) and Trent Alexander-Arnold (10) have more. Very impressive for a player with “no end product.” pic.twitter.com/idOsj8g3Y9— Statman Dave (@StatmanDave) January 23, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram Liverpool vann 2-1 sigur á útivelli gegn Wolves er liðin mættust á Molineux-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 23. janúar 2020 22:00 Endurkomusigur Úlfanna gegn City Möguleikar Manchester City á að ná Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar minnkuðu í kvöld þegar City tapaði fyrir Úlfunum á útivelli. 27. desember 2019 21:45 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Svona lýsa Tim Spiers og James Pearce, blaðamann The Athletic, hinu eldfljóta og nautsterka afmælisbarni gærdagsins, Adama Traore. Þessi magnaði leikmaður fagnaði 24 ára afmæli sínu í gær. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, fór fögrum orðum um Traore eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni nýverið. Liverpool vann þann leik, líkt og nær alla aðra leiki sína á þessari leiktíð, en Traore var stórkostlegur í liði Wolves. Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, fékk gult spjald fyrir að brjóta á Traore í leiknum og varð þar með 28. leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem fær spjald fyrir að brjóta á þessum magnaða vængmanni Wolves. Andy Robertson every time he turns around and sees Adama Traore running at him:#WOLLIVpic.twitter.com/vbtaCdRENo— Josh Marley (@Josh12Marley) January 23, 2020 Þeir Spiers og Pearce fjalla þó ekki um Traore út frá sínum skoðunum né Klopp heldur heyrðu þeir í leikmönnum deildarinnar og ræddu við þá um það hvernig væri að spila gegn þessu mennska fjalli sem Traore er orðinn. Fyrsti maður sem þeir spurðu var Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, en sá er enginn smá smíði sjálfur.„Hann er með hraða. Hann er mögulega fljótastu leikmaður deildarinnar,“ segir Hollendingurinn áður en hann heldur áfram.„Það er augljóslega mikill styrkur fyrir Wolves að hafa hann þarna úti á vængnum. Þú þarft að ákveða þig hvort þú ætlir að fara nálægt honum eða leyfa honum að hlaupa af stað.“Liverpool vörnin hefur verið einkar öflug það sem af er tímabili og gefið fá færi á sér. Raunar hefur liðið aðeins fengið á sig 15 mörk til þessa í 23 leikjum, þar af aðeins eitt í síðustu átta. Wolves náði hins vegar að skapa sér þónokkur færi í leik liðanna í miðri viku, flest öll þökk sé útsjónarsemi Traore. Spiers og Pearce heyrðu einnig í Jarlath O‘Rourke, leikmanni Norður-írska liðsins Crusaders en þeir mættu Wolves í undankeppni Evrópudeildarinnar. O´Rourke fékk það hlutverk að dekka Traore í leiknum.„Ógnvekjandi,“ voru orð O'Rourke er hann var spurður út í hvernig tilfinningin hefði verið þegar það var ljóst að Adama Traore væri hans megin í uppstillingu Wolves það kvöld. Norður-Írinn komst ágætlega frá rimmunni en Wolves fór samt sem áður örugglega áfram. O'Rourke fékk þó ágætis minjagrip en hann fékk treyju Traore eftir síðari leikinn. Sú er nú í ramma upp á vegg. Þá tjáði Jetro Williams, varnarmaður Newcastle United, sig um það hvernig væri að spila gegn Traore fyrr í þessum mánuði. Hann líkti honum einfaldlega við Cristiano Ronaldo.„Hann er þekktur sem fljótasti maðurinn í fótboltanum og ég get staðfest það,“ sagði Williams um Traore. Hann nefndi svo Ronaldo en hann lék gegn honum er Portúgal og Holland mættust í Þjóðadeildinni. Líkamlegir yfirburðir ásamt ógnvekjandi hraða var það sem Williams taldi vera líkt með þeim félögum. Það er ljóst að ef Traore heldur framgöngu sinni áfram þá verður hann kominn í mun stærra lið en Wolves áður en langt er um liðið. Adama Traoré now has 7 PL assists this season, only Kevin De Bruyne (15) and Trent Alexander-Arnold (10) have more. Very impressive for a player with “no end product.” pic.twitter.com/idOsj8g3Y9— Statman Dave (@StatmanDave) January 23, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram Liverpool vann 2-1 sigur á útivelli gegn Wolves er liðin mættust á Molineux-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 23. janúar 2020 22:00 Endurkomusigur Úlfanna gegn City Möguleikar Manchester City á að ná Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar minnkuðu í kvöld þegar City tapaði fyrir Úlfunum á útivelli. 27. desember 2019 21:45 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Ótrúleg sigurganga Liverpool heldur áfram Liverpool vann 2-1 sigur á útivelli gegn Wolves er liðin mættust á Molineux-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 23. janúar 2020 22:00
Endurkomusigur Úlfanna gegn City Möguleikar Manchester City á að ná Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar minnkuðu í kvöld þegar City tapaði fyrir Úlfunum á útivelli. 27. desember 2019 21:45