Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. mars 2017 07:00 „Ég hef ávallt sagt að ég teldi nasisma dauðan. Ég hafði rangt fyrir mér. Nasismi lifir enn á Vesturlöndum,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í Istanbúl í gær. Var hann þar að vísa til þess að tveimur ráðherrum tyrknesku ríkisstjórnarinnar hafi verið meinað að ávarpa tyrkneska innflytjendur í hollensku borginni Rotterdam á laugardag. Fjölskyldumálaráðherranum Fatma Betul Sayan Kaya var meinað að koma inn í skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Rotterdam. Því næst fylgdi hollenska lögreglan honum að landamærunum við Þýskaland. Þá reyndi utanríkisráðherrann Mevlut Cavosoglu að fljúga til Hollands en var honum meinuð innganga í landið.Cavosoglu fékk hins vegar að fara til frönsku borgarinnar Metz. Þar hélt hann ræðu og sagði Holland höfuðvígi fasismans. Ráðherrarnir ætluðu að halda ræðu í Hollandi til þess að reyna að afla stuðnings við breytingartillögur á stjórnarskrá Tyrklands sem myndu færa forsetanum aukið vald. Kosið verður þann sextánda apríl og hefur afstaða Tyrkja sveiflast gríðarlega ef marka má kannanir. Þannig styðja 36 prósent tillöguna í könnun AKAM frá níunda mars, 52 prósent í könnun ORC frá sjöunda mars og 53 prósent í könnun MAK frá því annan mars. Erdogan varaði Hollendinga við því að þeir myndu þurfa að gjalda fyrir atvikið. „Við munum kenna þeim alþjóðasamskipti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni við verðlaunaafhendingu í Istanbúl. Hann sagði hollensk stjórnvöld sýna Tyrkjum virðingarleysi. „Holland. Ef þið ætlið að fórna sambandi ríkjanna fyrir kosningarnar á miðvikudag munuð þið gjalda fyrir það,“ sagði Erdogan sem telur hollensku ríkisstjórnina ekki vilja taka á atvikinu í því skyni að halda ró í landinu í aðdraganda þingkosninga. Eins og Erdogan sagði er kosið í Hollandi á miðvikudag. Nýjustu kannanir benda til þess að Frelsis- og lýðræðisflokkurinn (VVD), flokkur forsætisráðherrans Mark Rutte, muni bera sigur úr býtum. Þó lítur úr fyrir að Frelsisflokkurinn (PVV), með Geert Wilders í fararbroddi, muni fá næstflest atkvæði og jafnvel skáka flokki Rutte. Þannig mælist VVD með 24 prósenta fylgi í könnun Peil sem birt var í gær. PVV mælist með 22 prósenta fylgi. Stóraukinn stuðningur við sjónarmið Wilders hefur sett svip á kosningabaráttuna. Einna helst stefnu hans í innflytjendamálum. Er Wilders þekktur fyrir andúð sína á íslam. „Ég hata ekki múslima, ég hata íslam,“ sagði hann til dæmis í viðtali við Guardian árið 2008. Þá má sjá flennistóran borða á Twitter-síðu Wilders sem á stendur: „STOP ISLAM #PVV2017“. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
„Ég hef ávallt sagt að ég teldi nasisma dauðan. Ég hafði rangt fyrir mér. Nasismi lifir enn á Vesturlöndum,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í Istanbúl í gær. Var hann þar að vísa til þess að tveimur ráðherrum tyrknesku ríkisstjórnarinnar hafi verið meinað að ávarpa tyrkneska innflytjendur í hollensku borginni Rotterdam á laugardag. Fjölskyldumálaráðherranum Fatma Betul Sayan Kaya var meinað að koma inn í skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Rotterdam. Því næst fylgdi hollenska lögreglan honum að landamærunum við Þýskaland. Þá reyndi utanríkisráðherrann Mevlut Cavosoglu að fljúga til Hollands en var honum meinuð innganga í landið.Cavosoglu fékk hins vegar að fara til frönsku borgarinnar Metz. Þar hélt hann ræðu og sagði Holland höfuðvígi fasismans. Ráðherrarnir ætluðu að halda ræðu í Hollandi til þess að reyna að afla stuðnings við breytingartillögur á stjórnarskrá Tyrklands sem myndu færa forsetanum aukið vald. Kosið verður þann sextánda apríl og hefur afstaða Tyrkja sveiflast gríðarlega ef marka má kannanir. Þannig styðja 36 prósent tillöguna í könnun AKAM frá níunda mars, 52 prósent í könnun ORC frá sjöunda mars og 53 prósent í könnun MAK frá því annan mars. Erdogan varaði Hollendinga við því að þeir myndu þurfa að gjalda fyrir atvikið. „Við munum kenna þeim alþjóðasamskipti,“ sagði forsetinn í ræðu sinni við verðlaunaafhendingu í Istanbúl. Hann sagði hollensk stjórnvöld sýna Tyrkjum virðingarleysi. „Holland. Ef þið ætlið að fórna sambandi ríkjanna fyrir kosningarnar á miðvikudag munuð þið gjalda fyrir það,“ sagði Erdogan sem telur hollensku ríkisstjórnina ekki vilja taka á atvikinu í því skyni að halda ró í landinu í aðdraganda þingkosninga. Eins og Erdogan sagði er kosið í Hollandi á miðvikudag. Nýjustu kannanir benda til þess að Frelsis- og lýðræðisflokkurinn (VVD), flokkur forsætisráðherrans Mark Rutte, muni bera sigur úr býtum. Þó lítur úr fyrir að Frelsisflokkurinn (PVV), með Geert Wilders í fararbroddi, muni fá næstflest atkvæði og jafnvel skáka flokki Rutte. Þannig mælist VVD með 24 prósenta fylgi í könnun Peil sem birt var í gær. PVV mælist með 22 prósenta fylgi. Stóraukinn stuðningur við sjónarmið Wilders hefur sett svip á kosningabaráttuna. Einna helst stefnu hans í innflytjendamálum. Er Wilders þekktur fyrir andúð sína á íslam. „Ég hata ekki múslima, ég hata íslam,“ sagði hann til dæmis í viðtali við Guardian árið 2008. Þá má sjá flennistóran borða á Twitter-síðu Wilders sem á stendur: „STOP ISLAM #PVV2017“. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira