Tveggja turna tal á „ofurþriðjudegi“ Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 3. mars 2020 08:15 Bernie Sanders og Joe Biden. AP/Patrick Semansky Ofurþriðjudagurinn svokallaði fer fram í dag. Þá ganga kjósendur Demókrataflokksins að kjörborðinu í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna og velja sinn mann í forvali flokksins fyrir komandi forsetakosningar. Nú virðist valið aðallega standa á milli Bernie Sanders og Joe Biden en Biden fékk liðsstyrk í gær þegar þrír áhrifamenn lýstu yfir stuðningi við hann. Þau Amy Klobuchar, sem sjálf dró framboð sitt til baka í gær, Pete Buttigieg, sem gerði slíkt hið sama í gær og Beto O'Rourke, sem hætti snemma í kapphlaupinu, sögðust öll styðja við bakið á Biden og því virðist slagurinn standa á milli hans og Sanders. Fleiri eru þó enn í keppninni, þau Elizabeth Warren, Michael Bloomberg og Tulsi Gabbard. Eins og staðan er nú er Sanders kominn með 60 landsfundarfulltrúa, Biden er með 54 og Warren átta. En í ljósi þess að heil fjórtán ríki efna til kosninga í dag gæti staðan þó breyst töluvert á morgun þar sem heilir 1344 fulltrúar eru í boði. Hingað til er einungis búið að veita 155 landsfundarfulltrúa. What’s missing from our politics right now? Empathy. Caring. A sacred trust between the citizens and their President. That’s what @JoeBiden will restore. Joe Biden knows you, and he’s going to fight for you. pic.twitter.com/eT4TI5Wwhi— Amy Klobuchar (@amyklobuchar) March 3, 2020 Helsta markmið Biden í dag er að ná í hælana á Sanders sem hefur náð mikilli velgengni í forvalinu. Sigur Biden í Suður-Karólínu hleypti nýju lífi í framboð hans eftir slæmt gengi í upphafi forvalsins. Sanders þykir lang líklegastur til að sigra í Kaliforníu, stærsta ríki dagsins, en þeir mælast um það bil jafnir í Texas. 415 landsfundarfulltrúar eru í boði í Kaliforníu og 228 í Texas. Starfsmenn framboðs Biden og stuðningsmenn hans þykjast vissir um að Biden muni ganga vel í dag og vísa sérstaklega til þess að fjölbreytni er mikil í ríkjunum þar sem forvalið fer fram, miðað við þau þar sem forvalið hefur þegar farið fram. The only way we beat Trump is through a politics that reflects the decency of the American people. It’s what we sought to practice in my campaign—and it’s what @JoeBiden has practiced his whole life. I'm proud to stand with the VP and help make him our next Commander-in-Chief. pic.twitter.com/Y9SqDLZS0g— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) March 3, 2020 Þeir eru þó ekki þeir einu sem eru að bjóða sig fram, eins og áður hefur komið fram. Í dag verður í fyrsta sinn sem Bloomberg verður á kjörseðlum í forvalinu, eftir að hann er búinn að verja gífurlegu magni fjár í kosningabaráttuna og auglýsingar. Þá hefur auðjöfurinn varið miklum tíma í Alabama, Arkansas, Norður-Karólínu, Virginíu, Tennessee og Texas og vonast hann til þess að ná sigri í minnst einu ríkjanna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 23:21 Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Joe Biden, fyrrverandi varafroseti Bandaríkjanna, vann góðan sigur í forvali Demókrataflokksins í Suður-Karólínu í nótt. 1. mars 2020 08:00 Enginn bilbugur á Bloomberg Forsetaframbjóðandinn og fyrrum borgarstjóri New York, Mike Bloomberg segist ekki ætla að draga sig úr baráttunni í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 2. mars 2020 21:25 Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 19:00 Velgdu Sanders undir uggum í kappræðum Mótframbjóðendur Bernie Sanders í forvali demókrata vöruðu við því að hann myndi lúta í gras fyrir Trump forseta í kosningum í haust verði Sanders útnefndur frambjóðandi flokksins. 26. febrúar 2020 10:40 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Ofurþriðjudagurinn svokallaði fer fram í dag. Þá ganga kjósendur Demókrataflokksins að kjörborðinu í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna og velja sinn mann í forvali flokksins fyrir komandi forsetakosningar. Nú virðist valið aðallega standa á milli Bernie Sanders og Joe Biden en Biden fékk liðsstyrk í gær þegar þrír áhrifamenn lýstu yfir stuðningi við hann. Þau Amy Klobuchar, sem sjálf dró framboð sitt til baka í gær, Pete Buttigieg, sem gerði slíkt hið sama í gær og Beto O'Rourke, sem hætti snemma í kapphlaupinu, sögðust öll styðja við bakið á Biden og því virðist slagurinn standa á milli hans og Sanders. Fleiri eru þó enn í keppninni, þau Elizabeth Warren, Michael Bloomberg og Tulsi Gabbard. Eins og staðan er nú er Sanders kominn með 60 landsfundarfulltrúa, Biden er með 54 og Warren átta. En í ljósi þess að heil fjórtán ríki efna til kosninga í dag gæti staðan þó breyst töluvert á morgun þar sem heilir 1344 fulltrúar eru í boði. Hingað til er einungis búið að veita 155 landsfundarfulltrúa. What’s missing from our politics right now? Empathy. Caring. A sacred trust between the citizens and their President. That’s what @JoeBiden will restore. Joe Biden knows you, and he’s going to fight for you. pic.twitter.com/eT4TI5Wwhi— Amy Klobuchar (@amyklobuchar) March 3, 2020 Helsta markmið Biden í dag er að ná í hælana á Sanders sem hefur náð mikilli velgengni í forvalinu. Sigur Biden í Suður-Karólínu hleypti nýju lífi í framboð hans eftir slæmt gengi í upphafi forvalsins. Sanders þykir lang líklegastur til að sigra í Kaliforníu, stærsta ríki dagsins, en þeir mælast um það bil jafnir í Texas. 415 landsfundarfulltrúar eru í boði í Kaliforníu og 228 í Texas. Starfsmenn framboðs Biden og stuðningsmenn hans þykjast vissir um að Biden muni ganga vel í dag og vísa sérstaklega til þess að fjölbreytni er mikil í ríkjunum þar sem forvalið fer fram, miðað við þau þar sem forvalið hefur þegar farið fram. The only way we beat Trump is through a politics that reflects the decency of the American people. It’s what we sought to practice in my campaign—and it’s what @JoeBiden has practiced his whole life. I'm proud to stand with the VP and help make him our next Commander-in-Chief. pic.twitter.com/Y9SqDLZS0g— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) March 3, 2020 Þeir eru þó ekki þeir einu sem eru að bjóða sig fram, eins og áður hefur komið fram. Í dag verður í fyrsta sinn sem Bloomberg verður á kjörseðlum í forvalinu, eftir að hann er búinn að verja gífurlegu magni fjár í kosningabaráttuna og auglýsingar. Þá hefur auðjöfurinn varið miklum tíma í Alabama, Arkansas, Norður-Karólínu, Virginíu, Tennessee og Texas og vonast hann til þess að ná sigri í minnst einu ríkjanna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 23:21 Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Joe Biden, fyrrverandi varafroseti Bandaríkjanna, vann góðan sigur í forvali Demókrataflokksins í Suður-Karólínu í nótt. 1. mars 2020 08:00 Enginn bilbugur á Bloomberg Forsetaframbjóðandinn og fyrrum borgarstjóri New York, Mike Bloomberg segist ekki ætla að draga sig úr baráttunni í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 2. mars 2020 21:25 Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 19:00 Velgdu Sanders undir uggum í kappræðum Mótframbjóðendur Bernie Sanders í forvali demókrata vöruðu við því að hann myndi lúta í gras fyrir Trump forseta í kosningum í haust verði Sanders útnefndur frambjóðandi flokksins. 26. febrúar 2020 10:40 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 23:21
Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Joe Biden, fyrrverandi varafroseti Bandaríkjanna, vann góðan sigur í forvali Demókrataflokksins í Suður-Karólínu í nótt. 1. mars 2020 08:00
Enginn bilbugur á Bloomberg Forsetaframbjóðandinn og fyrrum borgarstjóri New York, Mike Bloomberg segist ekki ætla að draga sig úr baráttunni í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 2. mars 2020 21:25
Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 19:00
Velgdu Sanders undir uggum í kappræðum Mótframbjóðendur Bernie Sanders í forvali demókrata vöruðu við því að hann myndi lúta í gras fyrir Trump forseta í kosningum í haust verði Sanders útnefndur frambjóðandi flokksins. 26. febrúar 2020 10:40