Erlent

Klobuchar dregur fram­boð sitt til baka og styður Biden

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Amy Klobuchar sést hér umkringd stuðningsmönnum sínum eftir forvalið í New Hampshire í febrúar.
Amy Klobuchar sést hér umkringd stuðningsmönnum sínum eftir forvalið í New Hampshire í febrúar. vísir/getty

Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka.

Hún hyggst styðja Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í forvalinu en frá þessu er greint á vef New York Times og haft eftir heimildarmanni sem stendur Klobuchar nærri.

Ákvörðun Klobuchar kemur degi eftir að Pete Buttigieg tilkynnti að hann ætlaði að draga sig í hlé í kapphlaupinu um að hljóta útnefningu Demókrata en á morgun er hinn svokallaði ofur-þriðjudagur í forvalinu þegar gengið er að kjörborðinu í fjórtán ríkjum.

 

Klobuchar vakti töluverða athygli þegar hún lenti óvænt í þriðja sæti í forvalinu í New Hampshire í síðasta mánuði. Hún hefur hins vegar ekki náð að fylgja eftir því góða gengi í öðrum ríkjum þar sem forval hefur farið fram í aðdraganda ofur-þriðjudagsins.

Eftir brotthvarf Buttigieg og nú Klobuchar berjast fimm manns um að hljóta útnefningu Demókrataflokksins, þau Bernie Sanders, Joe Biden, Michael Bloomberg, Elizabeth Warren og Tulsi Gabbard.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Frambjóðendur í fjárhagskröggum

Joe Biden, Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Elizabeth Warren berjast nú í bökkum við að framboð þeirra fari ekki á hausinn fyrir „ofurþriðjudaginn“ svokallaða þann þriðja mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×